Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar hefur óskað er
eftir því við borgarráð að það heim-
ili sviðinu að bjóða framkvæmdir
við gerð hjólastíga ásamt hljóðvarn-
araðgerðum vestan Kringlumýrar-
brautar, milli Miklubrautar og Bú-
staðavegar.
Kostnaðaráætlun vegna hjóla-
stígs og hljóðvarna er 270 milljónir
króna. Þar af er hlutur Reykjavík-
urborgar 185 milljónir og Vega-
gerðin mun greiða sömu upphæð.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir
hefjist í maí nk. og þeim ljúki í nóv-
ember. Verkið verður unnið í þrem-
ur áföngum.
Samhliða framkvæmdum við
hjólastíginn verður núverandi
göngustígur endurnýjaður. Verk-
efnið er jafnframt samstarfsverk-
efni með Veitum ohf. vegna endur-
nýjunar og breytinga á lögnum.
Til að verja aðliggjandi byggð við
Stigahlíð fyrir umferðarhávaða frá
Kringlumýrarbraut verður reistur
2,50 metra hár hljóðveggur með
fjölbreyttum klifurjurtum og þekj-
andi undirgróðri, eins og segir í lýs-
ingu á verkefninu. sisi@mbl.is
Mynd/Reykjavíkurborg
Hjólastígurinn Húsin við Stigahlíð verða varin með hljóðvegg af nýrri gerð.
Nýr hljóðveggur
með klifurjurtum
Stígar lagðir við Kringlumýrarbraut
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég vænti að sú hækkun á sektum
fyrir brot á umferðarlögum sem tek-
ur gildi nú um mánaðamótin sé það
mikil að bíti og hafi tilætluð áhrif. Að
nú verði sektin fyrir að aka á 130 kíló-
metra hraða þar sem hámarkshrað-
inn er 90 kílómetrar 150 þúsund kr.
hlýtur að fá fólk til að hugsa sinn
gang,“ segir Stefán Vagn Stefánsson,
yfirlögregluþjónn á Norðurlandi
vestra.
1.700 sektaðir
Það sem af er árinu hefur Lögregl-
an á Norðurlandi sektað alls 1.700
ökumenn fyrir umferðarlagabrot, þá
einkum hraðakstur. Sektirnar í mars-
mánuði voru alls 900, það er á öllu
varðsvæðinu sem nær frá Holta-
vörðuheiði að Öxnadalsheiði og norð-
ur í Fljót. Var ranghermt í Morgun-
blaðinu í gær að sektirnar í
marsmánuði væru
aðeins frá Blöndu-
óslögreglunni.
„Við höfum eflt
umferðareftirlitið
til muna. Með
breyttu skipulagi
hjá embættinu er
uppsetningin
þannig að tveir
menn ganga vakt-
ir hvor á móti öðr-
um eru fyrst og síðast úti á vegunum
við eftirlit og reynslan af því er góð.
Umferðaróhöppum og slysum í um-
dæminu hefur fækkað um 18% frá
áramótum til dagsins í dag, miðað við
sömu mánuði í fyrra. Það er mikil-
vægur árangur en hér hafa oft orðið
mjög alvarleg atvik, svo sem útafakst-
ur og veltur því víða liggja vegir hátt,“
segir Stefán Vagn.
Markvisst umferðareftirlit nyrðra
segir hann ná til allra daga, en það sé
og verði eflt sérstaklega þegar
ástæða þykir til. Nefnir Stefán Vagn
þar sérstaklega ferðahelgar á sumrin,
til dæmis þegar fjöldasamkomur og
bæjarhátíðir eru haldnar á Norður-
landi.
Eins og að framan greinir verða
sektir og viðurlög fyrir umferðarlaga-
brot hækkuð verulega frá og með 1.
maí næstkomandi. Hækkunin er í
flestum tilvikum í takt við verð-
lagsþróun þó þannig að lægsta sekt-
arfjárhæð verður 20 þús. kr. en var
áður 5.000 kr. Þá verður sekt fyrir að
nota farsíma við akstur 40 þús. kr. í
stað 5.000 kr. eins og verið hefur
lengi.
Alvara málsins sé ljós
„Það er mikilvægt að hækkun
sekta fyrir umferðarlagabrot verði
fylgt vel eftir með kynningu svo fólki
sé alvara málsins ljós. Fyrir unga
ökumenn er það mikill skellur að
borga 100 þúsund krónur af sumar-
laununum í sekt og allir vilja sleppa
við slíkt. Með útlendinga á ferðinni er
kannski erfiðara að koma skilaboðun-
um á framfæri, enda eru þeir úr
heimalöndum sínum vanir því að há-
markshraði sé hærri en hér,“ segir
Stefán Vagn.
Hækkun á sektum þarf að bíta
1.700 sektaðir á Norðurlandi vestra á árinu Umferðareftirlit lögreglu eflt Fólk hugsi sinn gang
Hærri sektargreiðslum verði fylgt eftir með kynningu Erfitt að ná til útlendinga í umferðinni
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skagafjörður Vörubíll á ferð og
Mælifellshnjúkur í bakgrunni.
20 þúsund króna sekt
» Hjólað gegn rauðu ljósi.
» Ekið gegn einstefnu.
» Vegfarandi hindrar eða rýfur
för líkfylgdar eða hópgöngu.
» Ekið eftir gangstétt.
» Ökuljós eigi tendruð í birtu.
» Óheimil notkun ljósa.
» Stjórnað eða reynt að
stjórna hjóli eða hesti undir
áhrifum áfengis eða annarra
örvandi eða deyfandi efna.
» Ekið án þess að hafa endur-
nýjað ökuskírteini.
Stefán Vagn
Stefánsson
Ísfell ehf, Óseyrarbraut 28
220 Hafnarfjörður, Sími 5200 500
www.isfell.is, isfell@isfell.is
Höfum á lager mikið úrval af alskyns vinnufatnaði, hífi- og festingabúnaði, krönum og talíum, snjókeðjum,
pökkunarlausnum og fallvarnarbúnaði. Í vörulistanum á www.isfell.is er að
finna ítarlegar upplýsingar um allar vörur.
Vinnufatnaður Hífilausnir Kranar og talíur Snjókeðjur Pökkunarlausnir Fallvarnarbúnaður
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna!
Rauðager
ði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Allt fyrir
kæli- & frystiklefa
HurðirHillur
Strimlahurðir
Kæli- & frysti-
kerfi
Blásarar &
eimsvalar
Læsingar, lamir,
öryggiskerfi ofl.
Áratuga reynsla og þekking