Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi og Stjórnarráðið hafahug á því að auka samstarfog koma á skipulegrivinnubrögðum, sérstak- lega yfir þingtímann þegar sam- starfið er mikið og náið milli lög- gjafarvaldsins og framkvæmda- valdsins. Fyrr í vetur urðu miklar um- ræður um aukinn fjölda fyrirspurna þingmanna og stóraukið álag ráðu- neytanna við að svara þeim. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, ritaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf hinn 22. febr- úar sl. þar sem hann tók upp þrjú at- riði sérstaklega sem varða samskipti Alþingis og Stjórnarráðsins. Ríkis- stjórnin fjallaði um erindi þing- forseta á fundi sínum daginn eftir og forsætisráðherra svaraði forseta með bréfi 2. mars. Í framhaldi af bréfaskriftunum hittust þau á fundi, Helgi Bernódus- son, skrifstofustjóri Alþingis, og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneyt- isstjóri í forsætisráðuneytinu. Þau ræddu m.a. um fyrirspurnir, einkum skriflegar fyrirspurnir, og líka svör við þeim og þann drátt sem hefur orðið á þeim æði oft. Skrifstofustjóri Alþingis mun koma á fund ráðu- neytisstjóranna á næstunni og ræða málið frekar við þá. Meiri og tíðari upplýsingar „Við ræddum líka um meiri og tíðari upplýsingar sem ganga þurfa á milli Alþingis og Stjórnarráðsins, einkum yfir þingtímann, annars veg- ar alls konar yfirlit og áætlanir sem þingið vinnur jafnharðan, svo og þá upplýsingaveitu sem ráðuneytin eru að koma upp um feril þeirra mála sem á endanum koma fram á þingi sem frumvörp eða tillögur,“ segir Helgi Bernódusson. „Loks fórum við yfir hugmyndir um hvernig bæri að uppfæra þingmálaskrána og skipu- leggja betur afgreiðslu þeirra mála sem ríkisstjórn á hverjum tíma vill fá afgreidd,“ segir Helgi. Þingmenn hafa samkvæmt þing- sköpum Alþingis þann rétt að geta beðið um sérstakar umræður við ráð- herra. Í bréfi sínu leggur þingforseti á það áherslu að ráðherrar bregðist vel við slíkum beiðnum þannig að um- ræðan komist sem fyrst á dagskrá þingfundar. Leggur forseti til að skrifstofa þingsins sendi forsætis- ráðuneytinu reglulega yfirlit yfir slík- ar beiðnir þannig að þær liggi fyrir á einum stað. „Fyrirspurnir þingmanna til ráðherra eru mikilvægur liður í eftir- litshlutverki Alþingis,“ segir þing- forseti í bréfinu. Hann bendir á að fyrirspurnum til skriflegs svars hafi fjölgað á umliðnum árum en fyrir- spurnum til munnlegs svars fækkað. Hann hvetur til þess að skriflegum fyrirspurnum sé svarað innan tiltek- ins frests. Að öðrum kosti sendi ráðu- neytin þinginu frestunarbréf „en nokkrar áhyggjur vekur hve mörg frestunarbréf berast þessa dagana,“ segir þingforseti m.a. Loks spyr hann hvort hægt væri að koma á því verklagi að viku- og hálfsmánaðar- lega væri forseta og skrifstofu Al- þingis sendur listi yfir þau mál sem næst væru því að hljóta afgreiðslu í ríkisstjórn og í framhaldinu að berast þingflokkum og þinginu. Í svarbréfi forsætisráðherra segir m.a. að í ríkisstjórninni hafi far- ið fram talsverðar umræður um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra. Ennfremur upplýsir ráðherra að forsætisráðuneytið hafi unnið að því undanfarin misseri að skýra alla ferla við undirbúning lagasetningar þann- ig að fá megi heildstæða yfirsýn yfir stöðu allra mála á þingmálaskrá. Alþingi og Stjórnar- ráðið auka samstarf Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Oddvitar Núverandi og fyrrverandi formaður Vinstri grænna eru odd- vitar löggjafar- og framkvæmdavalds. Þau hafa staðið í bréfaskiptum. 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fróðlegt varað lesafrásögn Morgunblaðsins í liðinni viku af framsögu sem Albert Jónsson sendiherra og einn helsti sérfræðingur Íslands í varnar- og örygg- ismálum flutti um Rússland og utanríkisstefnu stjórn- valda þar. Sem kunnugt er hefur vesturveldunum og Rússlandi ítrekað lent sam- an á síðari árum og er svo komið málum að víða er því haldið fram að tímar kalda stríðsins séu einfaldlega komnir aftur. Í máli Alberts kom fram að rússnesk stjórnvöld litu á sig sem umsetin og að þau tryðu því að Vesturveldin, einkum Bandaríkin, væru sífellt að reyna að skáka Rússum. Þeir væru því óánægðir með alþjóðakerfið og yfirburðastöðu Banda- ríkjanna. Þá virðist sem stjórnvöld í Kreml séu þeirrar skoðunar að Banda- ríkjamenn vilji koma á breytingum á stjórnarfari Rússlands með það að markmiði að fá þar til valda einhverja sem yrðu þeim þægari ljár í þúfu. Mjög gagnlegt er að fá þessa greiningu Alberts fram, en í raun má segja að Rússar horfi enn sömu aug- um á umheiminn og Sovét- menn gerðu í kalda stríðinu. Í hinu „langa símskeyti“ sem George F. Kennan sendi við upphaf kalda stríðsins tiltók hann einmitt að rússnesk þjóðernis- hyggja og útlendingafælni hefðu eins mikil áhrif, ef ekki meiri, á utanríkis- stefnu Sovétríkjanna og þær kenningar marxismans, sem leiðtogar þeirra töldu sig fylgja. En Rússland í dag er ekki risaveldi eins og Sovétríkin voru og landið er heldur ekki bundið af þeirri kenn- ingu að það verði að standa í átökum við hinn kapítalíska heim. Hagkerfi Rússlands, mælt í landsframleiðslu, er ámóta stórt og hagkerfi Spánar og aðeins um helm- ingur af hagkerfi Bretlands, mælt á sama kvarða. Þetta er vitaskuld enginn endan- legur mælikvarði á hag- kerfið, en segir sína sögu. Það þýðir þó ekki að hægt sé að gera lítið úr Rússum. Kjarnorkuvopnabúr þeirra er enn gríðarstórt, annað stærst í heimi, mun stærra en hjá nokkurri annarri þjóð, fyr- ir utan Bandarík- in. Og fyrir utan kjarnorkuvopnin er hernaðarmátt- ur Rússlands umtalsverður. Þá þýðir olíu- og jarðgas- framleiðsla landsins að það hefur getað myndað mik- ilvæg viðskiptatengsl víða, sérstaklega í sumum lönd- um Evrópusambandsins, sem þurfa á þessum fram- leiðsluvörum Rússlands að halda. Að einhverju leyti er ef til vill óumflýjanlegt að hags- munir vesturveldanna og Rússlands skarist með þeim hætti að deilur verði af. Þá hefur hegðun Rússa á síð- ustu árum ítrekað verið ámælisverð, bæði hvað varðar yfirgang gagnvart nágrannaríkjum og skipu- lagðri beitingu netsins til að hafa óeðlileg áhrif þó að þau áhrif hafi reyndar á stund- um verið ofmetin. Enn- fremur hafa atburðir á borð við það sem gerðist í Salis- bury í síðasta mánuði haft augljós neikvæð áhrif á samskipti vesturveldanna og Rússlands. Vesturveldin verða að standa þétt saman og gera Rússum grein fyrir því að slík hegðun geti ekki talist í lagi. Engu að síður eru umtals- verðir hagsmunir, bæði fjár- hagslegir og aðrir, í húfi þegar kemur að þeirri spurningu hvernig bæta megi ástandið í samskipt- unum við Rússland. Hafa má í huga að engum er gerð- ur greiði með núverandi ástandi mála, allra síst Rússum sjálfum. Fyrir utan hættuna á stríðsátökum, sem fylgir því að standa í köldu stríði, varð vígbún- aðarkapphlaupið við Banda- ríkin efnahagslífi Sovétríkj- anna ofviða. Engar líkur eru á að Rússar kæmu vel frá slíku kapphlaupi. Ljóst er þó einnig að sam- skiptin verða áfram stirð um fyrirsjáanlega framtíð og engar töfralausnir eru til í þeim efnum. Það væri til mikils að vinna ef leiðtogum vesturveldanna auðnaðist að afstýra nýju köldu stríði án þess þó að gefa eftir þau gildi sem þessi ríki halda í heiðri. Þetta gæti þó reynst flókið í framkvæmd, sér í lagi þegar horft er til þeirr- ar heimssýnar Kremlverja sem Albert Jónsson lýsti í fyrirlestri sínum. Taka þarf tillit til hagsmuna Rússa upp að vissu marki} Nýtt kalt stríð? U tanríkisráðherra segir að ekki sé titringur í ríkisstjórninni vegna afstöðunnar til ályktunar NATO um Sýrland. Titringur væri að minnsta kosti lífsmark. Eins og þjóðin man var stjórnin mynduð af formanni Framsóknarflokksins sem sagði: „Með því að einbeita okkur að þessum verk- efnum, sem allir eru meira og minna sammála um að þurfi að fara í, þá getum við vonandi náð að uppfylla þær væntingar sem landsmenn hafa til ríkisstjórnar.“ Stjórnin er því eins kon- ar varanleg starfsstjórn, sem hefur ekki nein sérstök hugsjónamál sem hún sameinast um. Slíkt samstarf gengur meðan ekkert gerist. Forystumenn ríkisstjórnarinnar gæta þess að ekkert frumkvæði komi frá þeim sem raskað gæti kyrrstöðunni. Nú eru t.d. tvö ár síðan verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um virkj- anakosti skilaði af sér. Tveir ólíkir umhverfisráðherrar lögðu samhljóða tillögur fyrir Alþingi, en núverandi um- hverfisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um hvenær hann leggur fram tillögur sínar. Réttara hefði auðvitað verið að segja „hvort“ en ekki „hvenær“ tillaga kemur. Þótt ríkisstjórnarflokkarnir passi að gera ekkert koma stundum óþægileg mál utan úr heimi. Það er vandræða- legt þegar forsætisráðherra og utanríkisráðherra stang- ast á um það hvort Ísland styðji ályktanir NATO, sem fulltrúi Íslands studdi. Forsætisráðherra sagði „að ríkis- stjórn Íslands hefði ekki lýst yfir sérstökum stuðningi við aðgerðir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi“. Kannski er hér munur á „sérstökum stuðn- ingi“ og „eðlilegum stuðningi“ við aðgerðirnar sem formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagði Ísland standa að. Utanríkisráðherra getur svo á næsta ríkisstjórnarfundi gert góð- látlegt grín að „reynsluleysi“ forsætisráð- herrans. Sami forsætisráðherra gat ekki stillt sig um að sparka í fyrirrennara sína og félaga, þegar hún ávarpaði þegna sína á ársfundi Seðla- bankans: „Núverandi staða á vinnumarkaði byggist á langvarandi togstreitu og sam- skiptaleysi, sér í lagi á milli síðustu ríkis- stjórna og launþegahreyfingarinnar.“ Ég get upplýst að bæði forsætisráðherra og fjár- málaráðherra nýliðinnar stjórnar ræddu oft við forystufólk í verkalýðshreyfingunni. Þá þurftu ljósmæður og BHM ekki að „lýsa undr- un og vanþóknun á ummælum heilbrigðisráðherra“ eins og í liðinni viku. Forsætisráðherrann hitti samt naglann á höfuðið þegar hún lýsti efnahagsástandinu sem ríkisstjórnin tók við. Í ávarpinu til þegnanna kom fram að „hagvöxtur er hér með ágætum en þó ekki á yfirsnúningi, verðbólga er hóf- leg, erlend staða þjóðarbúsins afar góð og langvarandi af- gangur hefur verið á viðskiptajöfnuði. Almennt er staða efnahagsmála afar góð þó hættur leynist víða.“ Stærsta hættan leynist auðvitað í lausatökum og að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar. Benedikt Jóhannesson Pistill Hættur leynast víða Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Bréfaskipti núverandi og fyrr- verandi formanns Vinstri grænna eru á vinsamlegum og mjög formlegum nótum, þegar þeir fjalla um mikilvægi góðs samstarfs á milli Alþingis og ríkisstjórnar á hverjum tíma. „Í erindi yðar er í fyrsta lagi fjallað um „sérstakar umræð- ur“ og er fallist á þá tillögu að forsætisráðuneytið fái reglu- lega yfirlit yfir fyrirliggjandi beiðnir þingmanna um sér- tækar umræður á hverjum tíma,“ segir m.a. í bréfi Katr- ínar Jakobsdóttur til þing- forseta. Og Steingrímur J. Sigfússon er ekki síður formlegur í sínu bréfi til forsætisráðherra. „Forseti Alþingis vonar að Stjórnarráðið og Alþingi geti átt gott samstarf um ofan- greind atriði og aðra þá þætti sem reynir á í samskiptum þessara aðila,“ eru lokaorðin í bréfi þingforseta. Bréf á form- legum nótum SAMSKIPTI ODDVITANNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.