Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 Alþjóðabankinn framkvæmir reglu- legar mælingar á því hve auðvelt sé að stunda atvinnurekst- ur í ólíkum ríkjum. Niðurstöðurnar má sjá á síðunni Doing- Business.org. Oftast er miðað við ástandið í höfuðborginni svo staða Íslands er jafn- framt staða Reykjavíkur. Nýja- Sjáland er í efsta sæti en Ísland, og þar með Reykjavík, stendur sig nokkuð þokkalega í 23. sæti. Í tveimur flokkum stöndum við mjög illa, erum neðar en í 60. sæti, og þar ætti því að vera tölu- vert svigrúm til bætingar. Í öðr- um flokknum getur borgin gert heilmargt til að bæta ástandið, í hinum minna. Í fyrsta lagi er Ís- land í 64. sæti þegar kemur að því hve auðvelt er að byggja atvinnuhúsnæði. Til að byggja vöru- skemmu í Reykjavík þarf, að mati Al- þjóðabankans, að framkvæma 17 ólík skref, sem að jafnaði taka 84 daga. Þetta eru umsóknir um byggingarleyfi, til- kynningar, skrán- ingar, úttektir og svo framvegis. Til samanburðar þarf einungis 7 skref í Danmörku sem taka sam- tals 64 daga. Flest þessara skrefa eru hjá byggingar- fulltrúanum í Reykjavík svo margt mætti vinna með því að hraða afgreiðslu og sameina um- sóknir og úttektir hjá því emb- ætti. Í öðru lagi er Ísland einungis í 69. sæti í flokknum „viðskipti yf- ir landamæri“. Þar er einfaldlega mælt hve langan tíma það tekur og hve dýrt það er að toll- afgreiða vörur inn og út úr landi. Þrátt fyrir að andstæðingar ESB hafi margir sannfært sjálfa sig um að íslenska tollkerfið sé fis- létt og leiftursnöggt en hið evr- ópska hægt og þunglamalegt er raunin þveröfug. Löndin í fyrstu 19. sætum, og það tuttugasta, San Marínó á raunar einnig aðild að tolla- bandalaginu, þótt það standi ut- an sambandsins sjálfs. Raunar eru öll ESB-ríkin, já, öll, ofar en Ísland á þessum lista. Þótt í ein- hverjum tilfellum megi segja að samanburðurinn sé ekki sann- gjarn, því verið sé að mæla hraða tollafgreiðslu sem engin er, á innri markaði ESB, þá er það auðvitað hluti af kostunum, ESB- aðild útrýmir þörf á toll- afgreiðslu frá stórum hluta við- skiptaþjóða. En jafnvel þegar við lítum á lönd eins og Írland eða Bretland sem eru í ESB þá sýna gögnin klárt að tollafgreiðsla í þeim löndum er sneggri og ódýr- ari en á Íslandi. Það liggur því fyrir svart á hvítu að það er tvennt sem helst þarf að gera til að auðvelda at- vinnurekstur í borginni. Það er að a) hraða afgreiðslu mála hjá byggingarfulltrúanum í Reykja- vík og b) ganga í Evrópusam- bandið. Tvennt sem atvinnulífið í Reykjavík þarf Eftir Pawel Bartoszek » Tvennt þarf til að auðvelda atvinnu- rekstur í borginni: a) hraða afgreiðslu mála hjá byggingarfulltrúan- um í Reykjavík og b) ganga í Evrópusam- bandið. Pawel Bartoszek Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Í gær, mánudaginn 16. apríl, birtist grein í Morgunblaðinu eftir Ingu Sæland alþingis- mann þar sem fullyrt er að tilteknum leigj- anda hjá íbúðaleigu- félaginu Naustavör, dótturfyrirtæki Sjó- mannadagsráðs, hafi verið sagt upp leigu- samningi. Þetta er al- rangt. Umræddur leigjandi hefur, þegar þetta er ritað, hvorki sagt upp leigusamningi né heldur hefur leigu- salinn sagt samningnum upp. Hið rétta er að leigjandinn hefur tilkynnt óformlega að hann hyggist finna sér annað húsnæði. Í kjölfarið höfum við sagt viðkomandi að hann fái það ráð- rúm sem hann þarf til að finna hús- næði, með öðrum orðum: hann mun ekki verða rekinn burt af heimili sínu eins og alþingismaðurinn fullyrðir í greininni og Mbl sló upp í vefútgáfu um málið. Öll viðskipti sem Naustavör stofn- ar til eru gerð að frumkvæði þeirra sem óska eftir að gera leigusamning með þeim skilmálum sem samning- arnir kveða á um og öllum eru kynnt- ir ítarlega áður en skrifað er undir. Allt þar til á fyrri hluta árs 2017 voru skilmálar í leigusamningunum með þeim hætti að leigutökum gafst kost- ur á að leigja íbúð með því að greiða húsaleigu sem var verðtryggð og síð- an „húsgjald“ sem var breytilegt og ákvarðaðist af kostnaði af veitingu ýmissar sameiginlegrar þjónustu við leigjendur, t.d. húsvörslu, rekstri útivistarsvæðis, sólarhringsþjón- ustusíma, snjómokstri og hreinsun bílastæða, viðbragðsþjónustu örygg- isfyrirtækja við tilkynningum frá ör- yggiskerfum og ýmsu fleira sem fylgir mikilli þjónustu við íbúa og sem Naustavör er þekkt fyrir. Örfáir leigjendur í Boðaþingi gerðu athugasemd við þessa skil- mála þrátt fyrir að hafa verið upp- lýstir um þá áður en þeir undirrituðu leigusamning. Þeir kröfðust lækk- unar á gjaldinu sem var að mati fé- lagsins ógerlegt nema með því að fella niður ákveðna þjónustuþætti. Slíkt hefði skert þjónustugæði fé- lagsins og á það vildum við ekki fall- ast enda alveg skýrt fyrir hvað Naustavör stendur þegar kemur að þjónustu við íbúa. Það kom svo á daginn að yfirgnæfandi meirihluti leigjenda fylgdi okkur að málum. Til lengri tíma litið hefði krafa þessara tilteknu leigjenda auk þess leitt til taps á rekstri Naustavarar. Þrátt fyrir útskýringar á þessum sjónarmiðum Naustavarar ákváðu sex leigutakar að stefna félaginu fyr- ir dóm sem í meginatriðum komst að þeirri niðurstöðu að þar sem íbúðir Naustavarar stæðu 60 ára og eldri til boða en ekki 67 ára og eldri nyti fé- lagið ekki undanþágu- ákvæðis sem heimilaði innheimtu sérstaks hús- gjalds. Umræddir kostnaðarliðir ættu að vera innifaldir í leig- unni. Naustavör ákvað að una dómnum og gera þá breytingu á fyrir- komulagi innheimtu leigugjaldsins sem dómurinn fjallaði um. Það var gert með því að bjóða öllum leigutökum einfalda skilmálabreytingu á gild- andi samningum þar sem húsgjaldið var fellt niður og samsvarandi upp- hæð færð undir leiguna með þeim skilmálum að áfram yrði veitt sama þjónusta og fyrir sama verð og verið hafði. Á þetta féllust langflestir leigj- endur – og satt að segja – lýstu margir megnustu óánægju með þá vegferð sem þessir tilteknu leigutak- ar efndu til gagnvart félaginu. Naustavör hefur að öllu leyti stað- ið við sinn hluta leigusamninga við íbúa og endurgreitt þeim sem kröfð- ust endurgreiðslu í samræmi við dóminn. Mánaðarleg greiðsla þess- ara aðila er nú lægri en annarra íbúa en þeir njóta engu að síður sömu þjónustu og allir hinir. Við slíka mis- munun getur Naustavör ekki unað. Því var ákveðið að segja þeim samn- ingum upp í samræmi við gagnkvæm uppsagnarákvæði. Það eru fyrst og fremst sanngirnisjónarmið gagnvart leigjendum sem liggja að baki upp- sögnunum sem um ræðir. Viðkom- andi aðilar gerðu á sínum tíma leigu- samning af fúsum og frjálsum vilja sem fól í sér skýrt ákveðnar greiðslur fyrir þjónustu. Þeir kusu síðan sjálfir að samþykkja ekki nauðsynlegar breytingar á skil- málum leigusamnings svo að hægt væri að veita áfram sama þjón- ustustig og verið hafði og er m.a. hornsteinn þeirrar hugmyndafræði sem býr að baki þjónustu Nausta- varar á húsnæðismarkaði fyrir eldra fólk. Þrátt fyrir óánægju þessara ör- fáu einstaklinga eru í dag yfir þrjú hundruð manns á biðlista eftir íbúð hjá Naustavör og það er ekki síst vegna þeirrar þjónustu sem félagið veitir og langflestir hafa leitað til okkar vegna þess orðspors sem ánægðir leigutakar hafa skilið eftir sig. Að endingu vil ég taka skýrt fram að hjúkrunarheimili Hrafnistu hafa alls enga aðkomu að þessu máli eins og látið er að liggja í greininni og slegið var upp á forsíðu Morgun- blaðsins og í kjölfarið á vef Mbl. Yfirlýsing frá Sjómannadagsráði Eftir Hálfdan Henrýsson Hálfdan Henrýsson » Svar við grein Ingu Sæland í Morgun- blaðinu 16. apríl. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Nú er rúmur mánuður til borgar- stjónarkosninga, athygli vekur að í því mikla góðæri sem nú er ríkjandi eru fjármál borgarinnar í ólestri. Borgarstjóri lofar við hverjar kosn- ingar að nú skuli svo og svo margar íbúðir byggðar en illa gengur að efna loforðin. Skattar á borgarbúa eru háir. Þrifnaði og almennri um- hirðu í borgarlandinu er ábótavant og götur víða holóttar. Ekki er þetta falleg lýsing en ég held að hún sé rétt. Vinstriflokkarnir hafa fengið sín tækifæri til að stýra borginni og nú held ég að tími sé kominn til að aðrir fái að spreyta sig við stjórn hennar. Borgarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins er með nýjar og frumlegar hugmyndir varðandi borgina, þróun hennar og stjórnun. Fylkjum okkur um lista Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Borgarmál í ólestri Reykjavík Bréfritara finnst tími til kominn að fá nýjan borgarstjóra. a Auðveldara að þrífa penslana aGufar ekki upp aMá margnota sama löginn aNotendur anda ekki að sér eiturefnum a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum aUNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.