Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 23

Morgunblaðið - 17.04.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018 ✝ Ívar Árnasonfæddist í Skóg- arseli í Reykjadal í S-Þing. 8. október 1929. Hann lést á Skógarbrekku á Húsavík 5. apríl 2018. Foreldrar hans voru hjónin í Skógarseli, Árni Jakobsson, f. 1885, d. 1964, og Elín Jónsdóttir, f. 1893, d. 1973. Systkini Ívars voru Sólveig, f. 1925, húsfreyja á Uppsölum í Skagafirði, og Ragnar, f. 1926, mælingaverk- fræðingur í Reykjavík. Sólveig giftist Árna Bjarna- syni frá Uppsölum í Skagafirði. Börn þeirra eru: 1) Eyþór, sviðsstjóri í Reykjavík, f. 1954. Maki Sigríður H. Gunnars- dóttir prófarkalesari, f. 1960. Börn þeirra eru: Ragnheiður Vala, f. 1985, maki Unnsteinn Veigar Unnsteinsson, f. 1981. Dætur þeirra eru: Elísabet Mía, f. 2015, og stúlka, f. 2018. Árni Gunnar, f. 1990, sambýlis- kona Hildur Kristín Stef- ánsdóttir, f. 1988. Sólveig Vaka, f. 1994. 2) Elín Sigur- laug, skrifstofumaður hjá sýslumannsembættinu á Akur- eyri, f. 1956. Maki Rúnar Jóns- son, eftirlitsmaður hjá Vega- gerðinni á Akureyri, f. 1956. Börn þeirra eru: Svana Ósk, f. 1983, maki Ástþór Örn Árna- son, f. 1984. Börn þeirra eru: Lilja Dóra, f. 2011, d. 2013, manni, f. 1940. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðný Ragn- arsdóttir, leikkona og bóka- safnsfræðingur, f. 1963. Sonur hennar og Ólafs Rögnvalds- sonar kvikmyndagerðarmanns, f. 1958, er Ragnar Árni, f. 1991. Ívar ólst upp í Skógarseli við almenn sveitastörf og eftir hefðbundna barnaskólagöngu þess tíma í Reykjadal var hann við nám í Héraðsskólanum á Reykjum veturinn 1948-1949. Hann bjó með foreldrum sínum og sinnti búskap í Skógarseli fram til 1964. Ívar bjó síðan á Laugum og stundaði ýmsa til- fallandi vinnu innan sveitar. Hann var meðal annars í bygg- ingarvinnu og vetrarmaður á ýmsum bæjum í Reykjadal og var oft leitað til hans með ýmis viðvik í sveitinni. Þá fór Ívar á vertíð á Tálknafirði og Ólafs- vík á árunum 1968-1977. Lengst starfaði hann hjá Stokkfiski og Laugafiski á Laugum. Árið 1980 flutti Ívar í hús sitt á Hólavegi 1 á Laugum og bjó þar alla tíð þar til hann flutti á Dvalarheimilið Hvamm á Húsavík og síðar Skógar- brekku. Ívar var ættfróður og frændrækinn. Hann sat í hreppsnefnd Reykdælahrepps í tvö kjörtímabil. Ívar naut þess að ferðast og var víða kunn- ugur. Hann var ókvæntur og barn- laus. Útförin fer fram frá Einars- staðakirkju í Reykjadal í dag, 17. apríl 2018, kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Viktor Árni, f. 2014, og Sóldís Tinna, f. 2017. Katrín, f. 1987, maki Birgir Örn Smárason, f. 1984. Stefán Fannar, f. 1993, sambýliskona Ás- dís Hrefna Laufeyjardóttir, f. 1997. 3) Drífa, sauðfjárbóndi á Uppsölum, f. 1959. Maki Vig- fús Þorsteinsson sauðfjár- bóndi, f. 1957. Börn þeirra eru: Harpa, f. 1978, maki Sig- urður Berndsen, f. 1978. Börn þeirra eru: Embla Björt, f. 1999, Marín Björt, f. 2004, Bjartþór Daði, f. 2006, Dag- björt Drífa, f. 2008, og Bjartey Hjördís, f. 2015. Þorsteinn Lárus, f. 1981, maki Sunna Ingimundardóttir, f. 1983. Börn þeirra eru Almar Árni, f. 2012, og Svala, f. 2015. Árni, f. 1981, maki María Hrönn Björgvinsdóttir, f. 1984. Dætur þeirra eru Katrín Lind, f. 2010, og Emilíana María, f. 2011. 4) Anna Sólveig, grunn- skólakennari í Reykjavík, f. 1962. Maki Steinarr Magnús- son tollvörður, f. 1962. Börn þeirra eru: Rósa Sólveig, f. 1991, sambýlismaður Snæbjörn Örvar Gunnarsson, f. 1988. Magnús Ívar, f. 1992. Aríanna, f. 2003. Ragnar var kvæntur Björgu Þorsteinsdóttur myndlistar- Hann rennir í hlað á Bronkónum, kominn í sauðburð- inn í Skagafirði, mættur með gráköflóttu ferðatöskuna og andblæ austan úr Þingeyjar- sýslu og móðir mín fagnar bróð- ur sínum. Skellir sér í bláa sam- festinginn, setur á sig hvítu derhúfuna og röltir örlítið álút- ur með hendur fyrir aftan bak í húsin og helsingjarnir reisa háls uppi á sléttunum. Það er norð- ansteytingur og mér finnst frændi frekar glænepjulegur með opið niður á bringu, en þeir sögðu vestur í Ólafsvík: „Ívari verður ekki kalt, hann er í sam- fellu.“ Í húsunum brynnir hann tví- lembum í spilum, grípur hamar- inn, dyttar að brotnu grindverki og gefur á garðann. Eftir kvöld- mat sitja þau mamma og hverfa austur í lyngheiðina, Skútu- staðaættin laus í bandinu á borðinu og gamlir sveitungar mættir í kaffi. Man hvað mamma skemmti sér, frændi kominn í stuð, fór bæ frá bæ; umbreyttist og hermdi eftir öll- um Reykjadal. Og þegar þú ferð um Fljóts- heiðina og horfir nógu djúpt inn í heiðina sérðu móta fyrir bæ. Skógarseli. Þar bjuggu afi minn og amma og þar ólust upp systkinin Sólveig, Ragnar og Ív- ar. Og nú fyrir nokkrum dögum var ég að grúska í bókaskáp- unum hjá mér. Dreg út bók, Níu lykla eftir Ólaf Jóhann. Fremst stendur: Jólin 1986, frá Ívari. Níu lyklar. Það kveikti minningaljós. Mér fannst und- arlegt á Hólaveginum að lykill- inn stóð alltaf í skránni á úti- dyrahurðinni. Hver sem var á ferð gat gengið inn í hlýjuna og gripið sér rúgbrauðssneið með saltreyð og miklu smjöri. Frændi minn vantreysti ekki fólki. Enda var gott fólk í kring- um hann og hann ætíð boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Hann var sérstakur maður, ekki margtalaður, víðlesinn, mætti á alla mannfagnaði og það var messufært þegar hann settist á aftasta bekkinn í Ein- arsstaðakirkju. Hann tók á móti manni af höfðingsskap, ræddi ekki drauma sína, sagði þegar minnst var á ættarmót: „Þetta fólk hefur ekkert gaman af að hittast!“ Skrásetti í dagbókina á aðfangadagskvöld 2015: „Fór í nýju skyrtuna.“ Leit aldrei í myndavélina þegar ég tók mynd, horfði á ská út í fjarsk- ann, sagðist þekkja einn kvik- myndaleikara, Alec Guinness, var jarðtenging við ræturnar í Reykjadal og ég man jólagjaf- irnar sem komu að austan. Dúkkuhús handa systrum mín- um en ég fékk flugvél; rauða flugvél smíðaða úr fínum kross- viði, listasmíð. Þessari flugvél var flogið til óbóta, það töp- uðust af henni stél og vængir og síðan brotnaði út úr búknum, hann tærðist upp og hvarf, en lífið flýgur áfram. Nú bíður enginn Ívar á Hóla- veginum þegar ég kem úr Laxá í Mývargi! Stundum laumaði ég að honum bröndu og hann vildi skella henni strax í pottinn, vildi ekki skemma þessa dásemd. Hann skröltir ekki framar með okkur upp Mýraröxlina á Bronkónum með mjólk í flösku og kex í nesti. Elsku Ívar sem vorið 1949 gekk á einum degi frá Svalbarðsströnd og austur í Skógarsel og náði háttum. „Gat ekki Siggi Lúther skutlað þér?“ spurði ég. „Nei, hann hafði eng- in ráð,“ sagði Ívar. Og ég spyr í jólasímtalinu: „Fékkstu jóla- bréfið frá mér?“ „Já, það var ágætt, bara allt of langt. Bið að heilsa þínu fólki og vertu bless- aður!“ Eyþór Árnason. Ein af mörgum minningum barnæskunnar er að oftar en ekki var mannmargt í eldhúsinu heima á Uppsölum. Kvöldsólin var komin á norðurgluggann. Þar var fólk í hrókasamræðum og hlátrasköllin glumdu þótt hurðinni væri hallað. Líklega voru margir gestir. En þegar betur var að gáð voru þar einungis mamma, pabbi og Ívar frændi. Á slíkum stundum tóku við töfrar. Móðir mín spurði frétta úr Reykjadalnum, eins og henni einni var lagið, og Ívar tók við og lék á als oddi og setti sig í hlutverk sveitunga sinna af fá- gætri kostgæfni og hermdi eftir svo enginn var honum fremri í því. Hann einfaldlega setti sig í hlutverk með svo mikilli ná- kvæmni að unun var að. Aldrei styggðaryrði eða háð. Bara varð sá sem spurt var eftir. Frændi var frá unga aldri gæddur þess- ari náðargáfu og sem barn þeg- ar hann fór í sendiferðir frá Skógarseli einhverra erinda nið- ur í Reykjadal, þá lék hann æv- inlega samtölin og heimsóknina þegar heim var komið. „Já,“ sagði Ragnar bróðir hans oft, „hann var leikarinn.“ En það var ekki staldrað lengi við leik- þáttinn í eldhúsinu enda var frændi mættur í sauðburðinn. Ívar var ekki í rónni fyrr en farið var út til einhverra verka því það var ekki hans siður að tefja. Og þegar markað var þá var byrjað á hrútlambinu, þannig var það alltaf í Skógarseli. En þrátt fyrir snilligáfu hans að ná einkennum annarra var Ívar ekki alltaf margmáll. En minnugur var hann. „Það er best að spyrja Ívar, hann man þetta,“ sagði mamma oft ef ver- ið var að rifja upp gamla tíma. Hann gat gleymt sér í ættfræði- spjalli við mömmu sem í raun var listgrein þeirra systkinanna þriggja, þar sem þau allt fram á síðustu ár flettu hvert upp í öðru og héldu sér þannig við að muna skyldleika og tengsl. „Ertu viss um það?“ heyrðist oft þegar ártöl og annað ætt- fræðitengt átti hug þeirra allan og þá var vísast flett upp í ætt- fræðibókum til að skera úr. „Eru þær enn að?“ spurði Ívar eitt sinn er honum fannst mamma hafa spjallað óþarflega lengi við Sigrúnu frænku þeirra í símann. Og þegar ekkert lát varð á skrafinu varð Ívari að orði: „Um hvað eru þær eig- inlega að tala allan þennan tíma?“ Þetta er nú oft viðhaft hér á bæ. Svo liðu árin. Höfðinglegar móttökur á Hólaveginum því ekki var annað tekið í mál en að fólk væri hressingarþurfi kom- andi yfir nokkra fjallvegi. Ferð- irnar með honum fram í Skóg- arsel urðu alltof fáar en eftir- minnilegar. Þangað var best að komast síðsumars þegar lítið var í Grjótánni og slóðin þurr. Þar var rölt um gamlar götur og Ívar færði okkur nær upp- runanum. Það ilmar af vori og kvöldin lengjast. Nú rölta Skógarsels- systkinin fram Seljadalinn, skima yfir Engivatnsásinn og leita sposk að vörðunni sem aldrei var hlaðin. Með þökk fyrir allt. Anna Sólveig Árnadóttir og fjölskylda. Nú er Ívar frá Skógarseli lát- inn, hjálparhellan fallin frá. Ívar hefur verið eins og hluti af minni fjölskyldu, kær gestur og tryggur vinur. Amma kallaði hann hjálparhelluna og það eru orð að sönnu. Hann hjálpaði mjög víða í Reykjadal. Hann kom að byggingu allra húsa sem hér hafa verið byggð og gekk í öll verk sem þurfti. Hann mok- aði skít um helgar. Stundum var hann slæmur í baki en hann sagði að það væri bara verra að liggja í rúminu, það mýkti bakið að nota það. Það fannst mér skrítið þá en eftir að ég eltist sjálf sá ég að kannski var nokk- uð til í þessu. Ívar mokaði reglulega út úr a.m.k. þremur fjárhúsum. Hjá okkur stakk Ív- ar hnausana og við systurnar bárum til dyra. Pabbi stakk netta konulega hnausa en Ívar stakk stóra gerðarlega hnausa. Ég held að hann hafi álitið okk- ur systur jafnoka karlmanna og jafnvel fremri sumum. Auðvitað vildi ég standa undir því og rog- aðist því með hnausana að dyr- unum, þótt ég hefði vel getað fleygað þá niður. Ívar studdi jafnrétti kynjanna og vantreysti konum ekki. Ívar tók líka þátt í heyskapnum. Hann mokaði í heyblásarann og bar bagga, en hann tók ekki þátt í sauðburði í Reykjadal því þá fór hann í Skagafjörðinn og hjálpaði systur sinni og hennar fjölskyldu. Þegar hún var orðin léleg til heilsunnar hjálpaði hann henni við matseldina. Ívar var laghentur og uppi á vegg hangir falleg hilla sem hann smíðaði. Hann passaði börnin á bænum ef þurfti og þegar ég var lítil hélt ég að Ívar gæti allt. Eitt verk þótti honum þó heldur leiðinlegt, það var að skera laufabrauð. Hann skar samt með okkur laufabrauð á hverju ári þangað til hann flutti til Húsavíkur. Það var eina verk sem ég hef heyrt Ívar segja um: Má þetta ekki bíða til morguns? Þau eru eiginlega samofin í huga mér Sigga í Máskoti, Addi á Breiðumýri og Ívar, en þau voru ófá skiptin sem þeir Addi fóru í Máskot að hjálpa Siggu. Stundum skömmuðu þeir hana, hún vildi hafa hlutina á sinn hátt en aldrei féll þó á vinskap- inn og alltaf komu þeir þegar Sigga þurfti hjálp. Nú eru þau öll dáin og mannlífið fátæklegra fyrir vikið. Ívar var frábær eftirherma og hermdi bæði eftir konum og körlum. Körlunum náði hann betur en hann hermdi þó reglu- lega eftir merkisfrúm í Reykja- dal og náði þá vel bæði töktum þeirra og orðaforða. Það var mikil skemmtun að hlusta á hann. Síðustu árin dvaldi hann á Húsavík. Þar var hugsað um hann af alúð. Hafið þökk fyrir góðu konur. Ívar týndi orðunum og átti erfitt með mál en ég spurði hann bara einu sinni hvort hann þekkti mig því hann svaraði móðgaður að bragði: „Auðvitað þekki ég þig. Þú ert Gunna í Lyngbrekku.“ Ég kom til hans stuttu áður en hann dó. Ég bað hjúkrunarfræðinginn að hjálpa honum með heyrnartæk- in sem hún gerði og sagði svo að nú gæti hann talað við mig. „Nei,“ svaraði hann, „hún tal- ar.“ Hann þekkti mig greinilega vel. Laun Ívars voru ekki alltaf há en það er til máltæki sem segir: „Guð launar fyrir hrafn- inn.“ Við hrafnarnir treystum á að það reynist rétt. Hvíl þú í friði Ívar og hafðu þökk fyrir allt. Hildigunnur Jónsdóttir. Ívar Árnason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HEIÐBJÖRT BJÖRNSDÓTTIR, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð þriðjudaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Vopnfjarðarkirkju miðvikudaginn 18. apríl klukkan 14. Þeir sem vilja minnast hennar láti Slysavarnadeildina Sjöfn - Landsbjörg njóta þess. Fyrir hönd afkomenda hennar. Þorgerður Tryggvadóttir Gylfi Ingimundarson Hulda Tryggvadóttir Jóhann Jakobsson Gunnar Björn Tryggvason Birna Einarsdóttir Emma Tryggvadóttir Steindór Sveinsson Aðalbjörn Björnsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÓBERT ÖRN ÓLAFSSON, símsmiður og fyrrverandi slökkviliðsmaður, Lóulandi 6, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 13. Guðbjörg Þrúður Gísladóttir Dagmar Róbertsdóttir Ólafur Rikharð Róbertsson Halldóra Jóna Sigurðardóttir Ellen Dóra Guðbjargardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, SIGURLAUG VILMUNDARDÓTTIR, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 21. apríl klukkan 14. Marta Bergþórsdóttir Ásgeir Sverrisson Böðvar V. Bergþórsson Bryndís Guðjónsdóttir Ólafía Bergþórsdóttir Vildís Bergþórsdóttir Birgir Tómas Arnar Okkar ástkæri MAGNÚS ÞÓR GUNNARSSON byggingartæknifræðingur lést að morgni 14. apríl í Bergen Noregi eftir erfið veikindi. Jarðarför á Íslandi verður auglýst síðar. Marín Kristjánsdóttir, Karl Víðir, Daði Hrafn og Linda, Jóhanna og Gunnar Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG ZOËGA, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 13. apríl. Geir Gunnlaugsson Jónína Einarsdóttir Páll Gunnlaugsson Hrafnhildur Óttarsdóttir Helgi Gunnlaugsson Kristín Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Gunnlaugsdóttir Pálmar Hallgrímsson og fjölskyldur Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, REYNIR BERGVINSSON frá Gufudal, andaðist föstudaginn 6. apríl á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Útför hans fer fram frá Gufudalskirkju laugardaginn 21. apríl klukkan 14. Þröstur, Svandís, Erla, Hrafnhildur, Bergsveinn, Sævar, Herdís, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.