Morgunblaðið - 17.04.2018, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 2018
skornirthinir.is
LYT NS
4 SEASONS LE FLORIANS
4 SEASONS
100% vatnsheldir
am sóli
22.995
ðir: 36-47
6 litir
Vibr
Verð:
Stær
OS LE FLORIA
VATNSHELDIR
SKÓR
Væntanlega skáldsaga Einars Kára-
sonar, Stormfuglar, vakti mikla at-
hygli á bókakaupstefnu í Lundúnum
sem haldin var í síðustu viku.
Valgerður Benediktsdóttir hjá
réttindastofu Forlagsins segir að
upphaflega hafi staðið til að aðal-
kynning á bókinni yrði í Frankfurt
síðar á árinu. „Það stóð þó alltaf til
að kynda undir kötlunum í London
og með það í huga hófum við kynn-
ingarstarfsemina strax í aðdraganda
messunnar,“ segir Valgerður. Hún
segir að kynningarþýðing á kafla úr
bókinni hafi ekki verið tilbúin fyrr en
síðasta dag messunnar en menn hafi
ekki látið það stoppa sig. „Sagan er
stutt og virtur útgefandi hringdi ein-
faldlega af messunni í þýðanda á sín-
um snærum og gaf honum klukku-
tíma til að lesa handritið. Hann gerði
það og gaf því fyrstu einkunn. Þær
fréttir bárust hratt um svæðið. Þeg-
ar fréttist að mikilsmetnir útgef-
endur frá ýmsum löndum væru að
bjóða í bókina ólesna tók umtalið svo
mikinn kipp. Ég játa að það var ekki
leiðinlegt að sitja á fundi með for-
leggjara frá einu stærsta forlagi
Bretlands þegar til okkar kom virtur
franskur útgefandi hlaupandi og
laumaði inn tilboði í bókina. Korteri
síðar, á sama fundi, kom síðan annar
franskur útgefandi með tilboð á
blaði,“ segir Valgerður og bætir við
að nú þegar sé búið að semja um út-
gáfu í nokkrum löndum og fleiri lönd
bætist við innan skamms. „Svona
gríðarlegur áhugi á einum titli er já-
kvæður í fleiri en einu tilliti. Þegar
aðstæður sem þessar skapast gefst
nefnilega enn betra færi á að kynna
listann okkar og fjölmargir verða
miklu spenntari fyrir því að sjá fleiri
titla frá okkur en áður.“
Vinsæll Óútgefin bók Einars Kára-
sonar hefur vakið athygli.
Barist um
Stormfugla
Þórarinn Leifsson hlaut Rauðu
hrafnsfjöðrina, verðlaun fyrir for-
vitnilegustu kynlífslýsingu ársins
2017, á aðalfundi lestrarfélagsins
Krumma sl. föstudag. Verðlauna-
lýsingin birtist í skáldsögu Þór-
arins Kaldakoli.
Þetta var í tólfta sinn sem
Rauða hrafnsfjöðrin er veitt, en
vinningshafar fyrri ára eru Eirík-
ur Örn Norðdahl (2006), Elísabet
Jökulsdóttir (2007), Hermann Stef-
ánsson (2008), Steinar Bragi
(2009), Þórunn Erlu-Valdimars-
dóttir og Magnús Þór Jónsson,
Megas, (2010), Sigríður Jónsdóttir
(2011), Auður Ava Ólafsdóttir
(2012), Sjón (2013), Soffía Bjarna-
dóttir (2014), Bergsveinn Birgis-
son (2015) og Sigurbjörg Þrast-
ardóttir (2016).
Verðlaunalýsings Þórarins er
svohljóðandi:
„Þá sá hann tvo hvíta belgi sem
hann hélt fyrst að væru litlir feitir
englar úr Rubens-málverki, en
þegar betur var að gáð reyndust
þetta vera rasskinnar konu,
óvenju stórar því þær flöttust út á
glerinu eins og risastórar hvítar
pönnukökur. Við rasskinnarnar
loddu eistu sem hreyfðust nær og
fjær eins og pendúlar fastir við
loðna fótleggi, hálfklædda í jakka-
fatabuxur og karlmannsskó en
þrengdu sér núna á milli snjó-
hvítra læra og leggja í leður-
stígvélum.“
Ljósmynd/Sölvi Ólafsson
Viðurkenning Pétur Blöndal, forseti Lestrarfélagins Krumma, afhendir Þórarni Leifssyni
Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir kynlífslýsingu ársins 2017 í íslenskum bókmenntum.
Þórarinn Leifsson átti forvitnilegustu
kynlífslýsingu ársins 2017
Stundum langar mann síðurað deila með sér hnossgæt-inu, en það verður ekkivikist undan því að draga
fram í dagsljósið einn áhugaverð-
asta tónlistarhóp landsins, systra-
bandið Umbra. Þær vinna að eigin
sögn oftast upp úr reynsluheimi
kvenna, daðra við myrkrið, dul-
úðina og dekkri fleti úr tilveru
mannsins með lög og lagboða sem
þær útsetja eða spinna saman við
eigin hljóðheim. Það er ekki með
öllu hættulaus leiðangur, en hóp-
urinn hefur einstakt lag á að velja
réttan vettvang undir hvern við-
burð – það skiptir nefnilega máli
hvar verkin eru dregin fram í dags-
ljósið. Upptökur plötunnar fóru
t.a.m. fram í öldnu upptökustúdiói
danska ríkisútvarpsins fyrir tveim-
ur árum sem andar af bæði sögu og
tónum. Umbrur komu fram með
Blóðhófni á Listahátíð í júní 2016,
og síðustu ár hafa þær boðið upp á
eftirminnilega aðventutónleika í
heilögum en sveittum hljómi Laug-
arneskirkju á myrkustu stund árs-
ins.
Útgáfutónleikarnir nú fóru fram í
Listasafni Íslands í aðalbyggingu
safnsins sem eins og kunnugt er
var reist sem íshús, en kuldi og vos-
búð eru á meðal þeirra vídda sem
hópurinn leitar í og kannar. Svona
vinna Umbrur.
Það var bæði viðeigandi og
áhrifarík stund strax í upphafi tón-
leikanna er sýnt var nýtt tónlistar-
myndband innan um önnur lista-
verk safnsins (með svokallaðri
claymotion tækni) við víxlsöng
abbadísarinnar Hildegard von Bin-
gen, O pastor animarum frá 12. öld.
Ljóst er að áreynsluleysi, jafn-
vægi, vinátta og traust ríkir meðal
meðlima bandsins. Hljómbreið alt-
rödd Lilju Daggar sem og óhvikult
fas gefur Umbru sterk sérkenni.
Annað kennimerki er hljófæra-
leikur Arngerðar Maríu sem spilar
á lítið og fornt, að sögn fágætt,
ferðaorgel með angurværum hljómi
sem og keltneska hörpu.
Varfærin en sterk túlkun á þjóð-
laginu Móðir mín í kví kví var eft-
irminnileg. Mörður týndi tönnum
og Veröld fláa sýnir sig (fulltrúi ís-
lenska þunglyndisins), einnig úr ís-
lenska þjóðlagaarfinum, varð að
ágengum en smitandi dansi með
hóflegu biti. Öll nálgun á efniviðinn
er einföld; farið er hljóðlega að eins
mótsagnarkennt og það kann að
hljóma, líkt og í Con que la lavare
og O death, rock me asleep, bæði
frá 16. öld.
Þjóðlagaskotin sveifla í Los set
goytxs úr Llibre Vermell de Mont-
serrat – Rauðu bókinni – frá 14. öld
hljómaði einnig, en í fyrrahaust
flutti Umbra allan söngvabálkinn
sem ætlaður var pílagrímum til
dægrastyttingar meðan á dvöl
þeirra stóð í Montserrat-klaustrinu.
Norskt þjóðlag, Siri, var flutt við
uppklapp. Nú er bara að bíða og
vonast eftir næsta projekti þessara
mjög svo lífsfrjóu tónlistarmanna
sem skipa Umbru.
Kvartett [H]ópurinn hefur einstakt lag á að velja réttan vettvang undir hvern viðburð – það skiptir nefnilega máli
hvar verkin eru dregin fram í dagsljósið, segir meðal annars í gagnrýni um útgáfutónleika Umbru sem hér sést.
Listasafn Íslands
Umbra – útgáfutónleikarbbbbm
O pastor animarum (antiphon) – Hilde-
gard von Bingen, 12. öld, við nýtt tón-
listarmyndband eftir Guðbjörgu Hlín
Guðmundsdóttur. Veröld fláa sýnir sig –
íslenskt þjóðlag. Miri it is while sumer
ilast – enskt lag, líklega frá Cambridge,
13. öld. Móðir mín í kví kví – íslenskt
þjóðlag. Mörður týndi tönnum – ís-
lenskt þjóðlag. Húmar að mitt hinsta
kvöld – íslenskt þjóðlag.  nýtt
lag eftir Arngerði Maríu Árnadóttur.
O death, rock me asleep – Anne Boleyn,
16. öld. Con que la lavare – texti:
óþekktur, tónlist: Juan Vasquez, 16. öld.
Imperayritz de la ciutat joyosa – úr
Llibre Vermell de Montserrat, 14. öld
Los set goytxs – úr Llibre Vermell de
Montserrat, 14. öld. Ondas do mar –
cantiga de amigo, 13. öld. Polorum Reg-
ina – úr Llibre Vermell de Montserrat,
14. öld. Rosa das rosas – úr Cantigas de
Santa Maria, 13. öld.
UMBRA: Alexandra Kjeld: kontrabassi
og söngur, Arngerður María Árnadóttir:
orgel, keltnesk harpa og söngur, Guð-
björg Hlín Guðmundsdóttir: fiðla og
söngur, Lilja Dögg Gunnarsdóttir: söng-
ur og flauta, Gestaleikari á tónleik-
unum: Kristófer Rodriguez Svönuson,
slagverk.
Fimmtudagur 12. apríl kl. 20.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Í dagsljósið