Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sparneytni í eldsneytisnotkun, lítill viðhaldskostnaður og þægindi eru meðal helstu kosta Boeing 737-MAX, flugvéla sem nú eru að koma í flota Icelandair. Sú fyrsta var formlega tekin í notkun um síðustu helgi og var fjölmiðlamönnum og fleirum boðið í kynningarferð af því tilefni, þar sem flogið var frá Reykjavík norður í Eyjafjörð á um tuttugu mín- útum. Vélin nýja, sem hefur fengið nafnið Jökulsárlón, er sú fyrsta af sextán þessarar gerðar sem Ice- landair hefur keypt. „Þessi nýja flugvél er sem hugur manns,“ segir Þórarinn Hjálmarsson sem var flugstjóri í kynningarflug- inu. Þeir Haraldur Baldursson flugu vélinni frá framleiðanda í Renton í Bandaríkjunum 28. febrúar en þá tók við standsetning sem flugvirkjar í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavík höfðu með höndum. Alls um 60 flug- menn og flugstjórar fengu þjálfun á vélina í flughermi í Englandi. Sex flugstjórar fóru síðan til Renton og fengu þar þjálfun á vélina sjálfa. 40% eldsneytissparnaður „Að margra mati eru Boeing 737 einhverjar bestu flugvélar sem fram- leiddar hafa verið. Þær komu fyrst á markað árið 1967, hafa verið þróun æ síðan og er MAX-vélin afsprengi þessi. Mér finnst frábært að vera kominn með svona grip í hendur enda hefur þessi vél svo marga góða kosti. Fer vel með bæði áhöfn og far- þega og svo er hún sparneytin. Í fimm tíma flugi á austurströnd Bandaríkjanna eyðir hún kannski 12-13 tonnum af eldsneyti en nokkru stærri vél, Boeing 757-200, eins og við höfum mikið notað á þeirri leið, fer með um 20 tonn. Það er um 40% sparnaður.“ Tvær MAX-vélar til viðbótar koma til Icelandair síðar í þessum mánuði en hinar þrettán koma á næstu þremur árum. Þær verða not- aðar í almennu áætlunarflugi Ice- landair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. MAX-8 og MAX-9 taka 160 til 178 farþega og bætast við Boeing-757 og Boeing-767 sem eru í flota félagsins. Í ár verður Icelandair með alls 33 Boeing-vélar í útgerð. Tímamót „Þetta er tímamótadagur í starf- semi okkar, en með kaupunum á MAX-vélunum erum við að þróa flugflota okkar inn í framtíðina. Bo- eing-757 vélarnar sem við höfum lengi verið með hafa hentað leiða- kerfi Icelandair afar vel. Nú eru þær farnar að eldast og kaupin á MAX eru fyrsta skrefið í þá átt að skipta þeim út,“ sagði Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair, í samtali við Morgunblaðið í kynningarfluginu. Kaupverð nýju flugvélanna er ekki gefið upp, en Björgólfur segist þó vera ánægður með viðskiptin. Vélin nýja frá Boeing hefur líka fengið góðar viðtökur og engin vél í sögu framleiðandans hefur selst jafn vel. Liggja nú fyrir pantanir á rúmlega 4.300 þotum þessarar gerðar frá flugfélögum í 92 löndum. Upphaf endurnýjunar flugflotans  Boeing 737-MAX í flota Icelandair  Fyrsta vélin af 16  60 flugmenn í þjálfun  Með góðan grip í höndunum Flugstjórar Þórarinn Hjálmarsson, til vinstri, og Haraldur Baldursson voru við stjórnvölinn í kynningarfluginu. Farþegar Viðurgjörningur er góður og vel fer um farþega í sætum. Ánægðir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, og Úlfar Steindórsson stjórnarformaður ganga frá borði, sáttir með vélina og skemmtilega ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þota Vélin nýja frá Boeing hefur líka fengið góðar viðtökur og engin vél í sögu framleiðandans selst betur. Fyrir liggja pantanir á rúmlega 4.300 þotum, sem framleiddar verða í verksmiðjum Boeing í Renton í Bandaríkjunum. Útsýni Séð í gegnum þoku yfir Garðabæ og Kópavog í flugtakinu. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.