Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 30

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sparneytni í eldsneytisnotkun, lítill viðhaldskostnaður og þægindi eru meðal helstu kosta Boeing 737-MAX, flugvéla sem nú eru að koma í flota Icelandair. Sú fyrsta var formlega tekin í notkun um síðustu helgi og var fjölmiðlamönnum og fleirum boðið í kynningarferð af því tilefni, þar sem flogið var frá Reykjavík norður í Eyjafjörð á um tuttugu mín- útum. Vélin nýja, sem hefur fengið nafnið Jökulsárlón, er sú fyrsta af sextán þessarar gerðar sem Ice- landair hefur keypt. „Þessi nýja flugvél er sem hugur manns,“ segir Þórarinn Hjálmarsson sem var flugstjóri í kynningarflug- inu. Þeir Haraldur Baldursson flugu vélinni frá framleiðanda í Renton í Bandaríkjunum 28. febrúar en þá tók við standsetning sem flugvirkjar í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavík höfðu með höndum. Alls um 60 flug- menn og flugstjórar fengu þjálfun á vélina í flughermi í Englandi. Sex flugstjórar fóru síðan til Renton og fengu þar þjálfun á vélina sjálfa. 40% eldsneytissparnaður „Að margra mati eru Boeing 737 einhverjar bestu flugvélar sem fram- leiddar hafa verið. Þær komu fyrst á markað árið 1967, hafa verið þróun æ síðan og er MAX-vélin afsprengi þessi. Mér finnst frábært að vera kominn með svona grip í hendur enda hefur þessi vél svo marga góða kosti. Fer vel með bæði áhöfn og far- þega og svo er hún sparneytin. Í fimm tíma flugi á austurströnd Bandaríkjanna eyðir hún kannski 12-13 tonnum af eldsneyti en nokkru stærri vél, Boeing 757-200, eins og við höfum mikið notað á þeirri leið, fer með um 20 tonn. Það er um 40% sparnaður.“ Tvær MAX-vélar til viðbótar koma til Icelandair síðar í þessum mánuði en hinar þrettán koma á næstu þremur árum. Þær verða not- aðar í almennu áætlunarflugi Ice- landair til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. MAX-8 og MAX-9 taka 160 til 178 farþega og bætast við Boeing-757 og Boeing-767 sem eru í flota félagsins. Í ár verður Icelandair með alls 33 Boeing-vélar í útgerð. Tímamót „Þetta er tímamótadagur í starf- semi okkar, en með kaupunum á MAX-vélunum erum við að þróa flugflota okkar inn í framtíðina. Bo- eing-757 vélarnar sem við höfum lengi verið með hafa hentað leiða- kerfi Icelandair afar vel. Nú eru þær farnar að eldast og kaupin á MAX eru fyrsta skrefið í þá átt að skipta þeim út,“ sagði Björgólfur Jóhanns- son, forstjóri Icelandair, í samtali við Morgunblaðið í kynningarfluginu. Kaupverð nýju flugvélanna er ekki gefið upp, en Björgólfur segist þó vera ánægður með viðskiptin. Vélin nýja frá Boeing hefur líka fengið góðar viðtökur og engin vél í sögu framleiðandans hefur selst jafn vel. Liggja nú fyrir pantanir á rúmlega 4.300 þotum þessarar gerðar frá flugfélögum í 92 löndum. Upphaf endurnýjunar flugflotans  Boeing 737-MAX í flota Icelandair  Fyrsta vélin af 16  60 flugmenn í þjálfun  Með góðan grip í höndunum Flugstjórar Þórarinn Hjálmarsson, til vinstri, og Haraldur Baldursson voru við stjórnvölinn í kynningarfluginu. Farþegar Viðurgjörningur er góður og vel fer um farþega í sætum. Ánægðir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, og Úlfar Steindórsson stjórnarformaður ganga frá borði, sáttir með vélina og skemmtilega ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þota Vélin nýja frá Boeing hefur líka fengið góðar viðtökur og engin vél í sögu framleiðandans selst betur. Fyrir liggja pantanir á rúmlega 4.300 þotum, sem framleiddar verða í verksmiðjum Boeing í Renton í Bandaríkjunum. Útsýni Séð í gegnum þoku yfir Garðabæ og Kópavog í flugtakinu. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.