Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 Á sama tíma og Lundúnir og England eiga á brattann að sækja hefur ofbeldisglæpum fækkað um nær helming á tíu árum í Skotlandi og glæpir, þar sem vopn koma við sögu um tvo þriðju. Munar þar mest um Glasgow. Sadiq Khan er í hópi þeirra sem hvetja til þess að horft sé til þessa árangurs. „Það er alveg ljóst að hnífa- glæpir verða ekki leystir af lögreglu og dómstólum einum og sér. Lýðheilsa skiptir ekki minna máli. Það höfum við lært af Skotum og öðr- um.“ Segja má að tónninn hafi veriðgefinn strax á nýársnótt þeg-ar fjórir voru stungnir til bana í Lundúnum. Ástandið hefur ekki verið verra í borginni í sex ár og mælist aukningin 23% frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að 21 var ráðinn bani í New York í mars- mánuði, einum minna en í Lund- únum, sem er fáheyrt. Til frekari samanburðar þá hafa sjö manns lát- ist af skotsárum í Lundúnum það sem af er árinu. Eggvopn eru því mun stærra vandamál en skotvopn. Fórnarlömbin eru á öllum aldri, mest ungt fólk, niður í sautján ára, en sá elsti 55 ára. Karlar eru í mikl- um meirihluta en nokkrar konur liggja þó í valnum líka. Árásirnar hafa átt sér stað vítt og breitt um borgina. Ýmsir hafa verið til þess að fordæma þetta „tilgangslausa of- beldi“ en fátt virðist vera um svör. Þjóðlægt vandamál Tölfræðin, sem getið er hér að fram- an, veldur Sadiq Khan borgarstjóra áhyggjum en hann vill samt ekki að umræðan snúist um Lundúnaborg eina og sér. Vandamálið sé þjóð- lægt. „Við þurfum lausnir á lands- vísu. Mestu ofbeldisglæpirnir, þar á meðal hnífaárásir, hafa verið að aukast vítt og breitt um England og Wales. Þessi tölfræði bergmálar rík- isstjórn sem hefur gert lítið til að sporna við glæpum undanfarin átta ár, að ekki sé talað um að finna út úr því hvað veldur þeim. Ríkisstjórnin verður þegar í stað að auka fjár- framlag sitt til lögreglunnar, auk þess að styrkja samfélagsþjónustu sem getur mögulega komið í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi. Þá er ég að tala um þjónustu við ung- menni, menntun, skilorð og geðheil- brigðisþjónustu,“ sagði Khan við fjölmiðla í vikunni. Þörf á inngripi Karyn McCluskey, fyrrverandi yf- irmaður stofnunar sem hefur það hlutverk að greina vandann, segir mikilvægast að bera kennsl á hugs- anlega gerendur. „Við þurfum að grípa inn í vegna þess að margir eru reiðir og í hefndarhug af einhverjum ástæðum. Oft og tíðum er þetta fólk sem þarf að komast í áfengis- eða fíkniefnameðferð eða þarf á nýjum búsetuúrræðum að halda. Málið snýst því um að koma þessu fólki í samband við þar til bæra aðila og sjá til þess að sambandið rofni ekki,“ sagði hún við BBC. Böndin beinast gjarnan að gengj- um í þessu sambandi og ekki er langt síðan Harry Bretaprins kallaði eftir aðgerðum til að losa ungmenni úr fjötrum gengja eftir að hafa rætt við fyrrverandi gengismeðlim með- an hann var gestastjórnandi á Radio 4. Sá hélt því fram að mörg ung- menni sem búa við sult og seyru í hinum „óæðri“ hverfum borgarinnar leituðu gjarnan í gengin til að tryggja sér virðingu samfélagsins. Brýnt að taka hnífa úr umferð Af því tilefni svaraði Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúnaborgar, því til að ekkert væri ofar á verk- efnalista lögreglunnar en að draga úr ofbeldi á götum borg- arinnar. Mjög brýnt væri að taka hnífa úr umferð og lög- reglu hefði orðið nokkuð ágengt í þeim efnum. Þau orð féllu raunar áður en faraldurinn braust út í byrj- un þessa árs. Margir hinna látnu eru dökk- ir á hörund og lögreglu hefur verið legið á hálsi fyrir að gera minna í málunum af þeim sökum. Martin Hewitt, yfirmaður hjá Lund- únalögreglunni, viðurkennir í sam- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, að það sé hluti af vandamálinu, að fórnarlömbin komi gjarnan úr „ákveðnum“ samfélögum, til dæmis samfélagi þeldökkra. Hér sé þó um samfélagslegt vandamál að ræða en ekki einangrað vandamál lögreglu. „Þessi mál vekja ekki alltaf eins mikla reiði og þau verðskulda og brýna okkur ekki til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona lagað eigi sér stað.“ Liggur ekki á liði sínu Hafandi sagt það vísar Hewitt því alfarið á bug að lögregla liggi á liði sínu. „Við leggjum gríðarlega mikið á okkur til að stemma stigu við of- beldinu og hefur orðið nokkuð ágengt. En eins og ég segi þá þurf- um við öll að líta í eigin barm og spyrja okkur: Hvernig getum við komið í veg fyrir þetta?“ Hnífstungu- faraldur í Lundúnum Íbúar Lundúna eru slegnir yfir hnífstungufaraldr- inum sem hefur geisað í borginni að undanförnu en 35 manns hafa látist af stungusárum frá ára- mótum, þar af 22 í marsmánuði einum og sér. Harry Bretaprins. Má læra af Skotum? AFP Fjölskylda og vinir minnast Israels Ogunsola, sem stunginn var til bana í Hackney-hverfinu í Lundúnum í vikunni. ’ Ríkisstjórnin verður þegar í stað að auka fjárframlag sitt til lögreglunnar, auk þess að styrkja samfélagsþjónustu sem getur mögulega komið í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi. Sadiq Khan, borgarstóri Lundúna. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is BANDARÍKIN NEW YORK Staðfest hefur verið að jarðneskar leifar konu sem fundust undir húsi nokkru á Long Island séu af Louise Pietrewicz, sem hvarf sporlaust árið 1966. Kærasti hennar á þeim tíma, lögreglumaðurinn William P. Boken, bjó um tíma í téðu húsi en hann lést árið 1982. Pietrewicz var 38 ára þegar hún hvarf. Heimildarmynd um hvarfi ð mun hafa komið lögreglu á sporið. ÁSTRALÍA SYDNEY Rúgbíleikmaðurinn Israel Folau hleypti öllu í bál og brand í vikunni þegar hann gaf í skyn á Instagram að samkynhneigt fólk færi til helvítis að þessari jarðvist lokinni. Áður hefur hann lýst andstöðu sinni við hjónabönd fólks af sama kyni. Ástralska rúgbísambandið hefur harmað ummæli leikmannsins og deilir ekki skoðunum hans. Ekki heldur helsti styrktaraðili deildarinnar sem kveðst vera vonsvikinn. INDLAND RAJASTHAN Bollywood-stjarnan Salman Khan var fyrir helgina dæmdur í fi mm ára fangelsi fyrir að elta uppi og drepa tvær indverskar antilópur fyrir tuttugu árum en um er að ræða friðaða tegund þar um slóðir. Mun hann hafa skotið þær út um gluggann á bíl sínum. Við réttarhaldið kom fram að Khan og fjórir aðrir leikarar, sem voru með honum í för, hefðu fl úið af vettvangi þegar upp um þá komst og skilið hræin eftir. ÞÝSKALAND BOCHUM Maður nokkur kom fyrir rétt í vikunni grunaður um að hafa átt við tvær sjálfvirkar vélar sem taka við fl öskum og dósum. Þetta varð til þess að hann gat skilað sömu fl öskunum og dósunum aftur og aftur og hirt fyrir þær greiðslu. Hermt er að gróði mannsins losi eina milljón evra, andvirði 120 milljóna króna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.