Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Page 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Page 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 finnst mér. Þá finnst mér þetta orðið óþægi- legt og það er það sem við upplifum oft. Þótt fólki finnist oft ekkert mál að gera þessa hluti fyrir okkur finnst mér óþægilegt að vera að stoppa strætóinn ef það er hægt að leysa það með öðrum hætti,“ segir hann og þess vegna finnst honum vagnarnir í París svona spenn- andi. „Það er hægt að hafa samband við t.d. SEM eða Öryrkjabandalagið, það er með hóp sem sérhæfir sig í aðgengismálum, sem getur ráð- lagt fólki eða komið því í samband við einhvern sem hefur vit á hlutunum. Fólk ætti alls ekki að fara út í einhverjar framkvæmdir án þess að tala við fatlað fólk. Við höfum séð það að fólk vill vel, fer í einhverjar framkvæmdir sem eru síðan bara óhentugar,“ segir hann. Hann segir fatlað fólk ræða sín á milli á net- inu um aðgengismál og ferðalög en einn slíkur hópur heitir Accessible Travel Club. „Það er mjög erfitt fyrir fatlað fólk að ferðast. Þegar ég ferðast læt ég þetta kannski líta auðveld- lega út en kærastan mín eyðir mörgum löngum kvöldum í skipulagningu. Það þarf að plana allt mjög vel, meðal annars finna út úr öllum samgöngum,“ segir hann. Kærastan hans er Anna Dóra Valsdóttir, starfsmaður hjá Íslandsdeild Amnesty International, en þau hafa verið saman í átta ár og hafa ferðast víða. Föst í lestinni Það gengur ekki alltaf allt sem skyldi eins og ferðalag til Versala um páskana ber vott um. „Kærastan mín var búin að kynna sér þetta vel með lestina og svo fórum við og keyptum miða og okkur var sagt að fara bara upp en þegar við komum að lestinni var bara stórt þrep upp til að fara inn í hana. Það var einhver svona rampur eða lyfta en það voru engar upplýs- ingar um notkun,“ segir hann en meðan þau voru að reyna að finna út úr þessu fór lestin bara af stað. Eftir að hafa rætt við marga kom- ust þau loks í samband við fólk sem gat hjálpað þeim. „Þá kom karl þarna með okkur og að- stoðaði mig með þessum lyfturampi. Hann sagðist ætla að hafa samband við lestarstöðina í Versölum og þar yrði tekið á móti okkur en þegar þangað var komið var enginn þar. Lest- in hélt bara áfram með okkur innanborðs og við fórum á endastöðina. Þar var tekið á móti okkur loksins eftir að við vorum búin að hringja í eitthvert neyðarnúmer og það komst til skila að lokum að það þyrfti að bjarga okkur út úr lestinni. Það var tekið á móti okkur með rampi og við fórum upp í aðra lest sem var á leiðinni til Versala þar sem var síðan tekið á móti okkur,“ segir Rúnar þannig að þau náðu því að skoða Versali á endanum. „En það tók þrjá tíma að komast þangað í staðinn fyrir hálftíma og á leiðinni til baka þurftum við að bíða í klukkutíma eftir lest með aðstoð en það eru lestir þarna á kortersfresti. Það eru þessir hlutir sem ég er að tala um,“ segir Rúnar sem hefði heldur viljað stóla á tækni í þessum aðstæðum, líkt og í frönsku strætisvögnunum, en að fólk yrði að vera á staðnum til að aðstoða. Hefur gaman af að leysa vandamál „Það er oft erfitt að ferðast með lestum. Oft hef ég verið skammaður því ég átti að láta vita með sólarhringsfyrirvara að ég væri að koma af því að það er svona þjónusta sem maður þarf að fá inn í lestina. En ég læt nú yfirleitt ekki svona hluti buga mig. Ég mæti á staðinn og bíð þá bara í hálftíma ef þarf.“ Blaðamaður veltir fyrir sér að aðrir myndu kannski bugast í þessum aðstæðum en ekki Rúnar. „Svona eru ferðalög. Það er erfitt að finna leigubíla fyrir hjólastóla. Það er erfitt að vita hvaða lest þú þarft að taka og hvern þú þarft að hafa samband við. Hótelin eru skráð að- gengileg en eru það síðan ekki. Hótelið sem ég var á núna; það var smákantur inn á baðher- bergið. Á hóteli sem ég var einu sinni á úti á Taílandi var gólfið nokkrum cm hærra á bað- herberginu en í herberginu en samt var það skráð sem aðgengilegt. En ég redda mér. Ég læt mig oft hafa svona aðstæður og tek svolítið mikið sénsa. Það eru svona hlutir sem við í hópnum Accessible Travel Club erum að deila,“ segir hann en ný viðbót við Google Maps hjálpar til við ferðalög en hægt er að skoða hjólastólaaðgengi í nokkrum stór- borgum. Rúnar notaði þetta í París og segir þetta gott skref. Hvað gerir þig svona seigan? Af hverju ertu svona þrautseigur? „Ég er bara þannig að ég læt mig hafa hluti. Ég hef gaman af því að leysa vandamál. Ég er með mjög mikið jafnaðargeð þannig að ég get tekist á við vandamál, ég er ekkert að sökkva mér í þau heldur tekst á við þau þegar kemur að því. Svo er maður líka svo mikill nískupúki að maður reynir að ferðast ódýrt. Það er ástæðan fyrir því að við ferðumst svona mikið – við ferðumst eins ódýrt og við getum – en það er alltaf dýrara fyrir fatlað fólk að ferðast. Ég verð að velja hótel sem eru í betri kant- inum. Svo er ég náttúrlega með góða aðstoð- armenn með mér sem eru tilbúnir í svona æv- intýri og ég á góða kærustu líka.“ Hann segir samt helstu ástæðuna vera þessa: „Ég er bara til í ævintýrin.“ Datt af ljósastaur Rúnar ólst upp á Akureyri sem barn en flytur svo á Sauðárkrók 14 ára. „21 árs lendi ég í slysi, hálsbrotna og flyt til Reykjavíkur,“ segir Rúnar en þetta var fyrir 15 árum. Hvernig slasaðist þú? „Ég klifraði upp í ljósastaur og datt niður. Bara einhver fíflagangur sem endaði illa,“ seg- ir hann en slysið varð um áramót. Varstu strax með þetta viðhorf til hlutanna eins og þú ert með núna? „Ég hef alltaf verið með jafnaðargeð þannig lagað en það sem hefur veitt mér mesta inn- spýtingu er náttúrlega kærastan og NPA,“ segir hann en NPA stendur fyrir notenda- stýrða persónulega aðstoð. „Þegar ég fæ NPA gerir það mér kleift að framkvæma hluti sem ég annars myndi ekki geta. Það var upp úr 2013 sem ég fer að gera meira,“ segir hann en fyrst eftir slysið var erf- iðara tímabil. „Áður var ég í raun og veru svolítið lokaður inni á heimili mínu. Ég var í skóla í Fjölbraut í Breiðholti en svo kom ég bara heim, horfði á sjónvarp og lék mér í tölvunni. Það var það eina sem ég gerði. Líf mitt var bara að hanga heima. Það var ekkert félagslíf,“ segir Rúnar, sem einangraðist á þessum tíma. Þjónustan var bundin við húsið „Núna er ég með minn eigin aðstoðarmann. Þá er miklu auðveldara fyrir mig að fara út um allt og takast á við alls konar verkefni,“ segir hann en áður var þjónustan sem hann fékk bundin við húsið. Þannig að NPA er bylting, er hægt að nota minna orð en það? „Nei, það er ekki hægt. Ég sagði það einu sinni að NPA væri mesta bylting í málefnum fatlaðs fólks síðan það var hætt að binda okkur við staur. Ég held að það sé rétt; þetta er mesta einstaka byltingin í mjög langan tíma.“ Rúnar segir að það liggi fyrir frumvarp hjá velferðarnefnd Alþingis sem snúist m.a. um lögfestingu NPA í einhverjum þrepum. „Stefnt er á að klára það á þessu vorþingi. Samkvæmt textanum sem liggur fyrir ættu lögin að taka gildi í sumar en það er eitthvað verið að þrýsta á að ýta því aftur þannig að það verður kannski með haustinu eða næstu ára- mót,“ segir Rúnar, sem telur að þetta eigi eftir að breyta miklu. „Þarna er fjallað um ýmislegt á annan hátt en hefur verið gert áður. Það er ríkari vísun í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks sem við vonumst til að geri dómurum kleift að dæma eftir þeim samningi en hingað til höfum við fatlað fólk verið að tapa dómum því íslensk lög eru ekki nógu skýr og dómarar líta ekki svo á að samningur Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks sé leiðarljós fyr- ir þá. Þeir líta svo á að hann sé leiðarljós fyrir Alþingi og Alþingi þurfi að setja skýrar reglur sem dómarar dæma eftir.“ Elskar vísindi Rúnar hefur ennfremur mikinn áhuga á vís- indum og ræktun og heldur úti vefsíðunni Plantan.is sem fjallar um inniræktun. „Ég fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti eft- ir slysið, bara svona til að hafa eitthvað að gera og fara út úr húsi. Ég byrjaði á því að gera það sem mér fannst skemmtilegt, sem voru vís- indin, þessar raungreinar, eðlisfræði, stjarn- fræði, líffræði og jarðfræði. Ég elska þessi fræði og hef alltaf gert. Seinna meir fór ég að taka ensku, íslensku og dönsku og á endanum var ég bara kominn með stúdentspróf. Þá vildi svo til að ég var kominn með mikinn áhuga á garðyrkju innandyra. Ég sótti um í Garðyrkju- skólanum í Hveragerði og fékk þar inngöngu. Ég fékk breytingu á þjónustu samhliða því en ég þurfti að fara til Hveragerðis á hverjum degi en ég gat ekki farið að heiman átta tíma á dag nema að hafa mikla aðstoð með mér. Ég náði að kreista út úr Reykjavíkurborg bein- greiðslusamning fyrsta árið og svo fékk ég NPA ári síðar og þá kláraði ég bóklega námið í garðyrkjufræði. Ég hef ekki klárað verklega námið enn og sé ekki alveg gagnið að því fyrir mig eins og er. Ég er með vefsíðuna Plantan.is þar sem ég fræði fólk um inniræktun matjurta. Ég held að það sé miklu meira það sem mig langar að vinna við,“ segir Rúnar sem er með ræktun inni á lokuðum svölum. „Undanfarin þrjú vor hef ég gefið tómata- plöntur í gegnum vefsíðuna mína. Ég segi svo bara fólki að það megi styrkja mig á móti ef það vill. Það hefur gengið ágætlega. Ég hef gaman af því. Ég er að undirbúa það og það eru plöntur á leiðinni núna sem ég mun gefa í vor en ég hef haft lítinn tíma til að sinna þeim,“ segir Rúnar og útskýrir að samhliða því að sinna ræktunaráhuganum fái hann líka útrás fyrir græjuáhugann. „Þetta snýst líka að miklu leyti um græjufíkn, það er að vera með sjálf- vökvandi kerfi, hita- og rakamæla og ljós sem kvikna og slokkna,“ segir Rúnar og játar því að það sé líka gefandi að sjá plöturnar vaxa og dafna. „Núna í lok janúar átti ég erfiðan tíma út af áföllum í fjölskyldunni og þá fannst mér hugg- andi að geta farið út á svalir og verið með grænu plöntunum mínum. Ég finn það alveg að þær gefa mér mikið. Ég tala nú ekki um þegar ég var í skólanum, þá var ég með rækt- un inni hjá mér allan ársins hring og var með sterk ræktunarljós. Þegar ég kom heim þreyttur úr skólanum fór ég að þeim og lagði mig í hjólastólnum fyrir framan plönturnar með viftu í gangi í 28 stiga hita, með grænu plönturnar á hreyfingu í kringum mig og allt þetta ljós. Þetta var bara eins og að vera kom- inn til einhvers heits lands.“ Endurlifði áfallið Áföllin sem Rúnar talar um er að afi hans varð veikur og systir hans lenti í alvarlegu slysi. Með kærustunni, Önnu Dóru Valsdóttur, á einu af þeirra mörgu ferðalögum, í þetta skiptið eru þau stödd á suðrænum slóðum. Ferðalögin krefjast mikils undirbúnings. Í stórborgarferð til London. Útsýnið er gott úr London Eye. Kalifornía heillaði Rúnar. Þar er aðgengi jafnan gott og gert er ráð fyrir þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. ’ Ég er bara þannig aðég læt mig hafa hluti.Ég hef gaman af því aðleysa vandamál. Ég er með mjög mikið jafn- aðargeð þannig að ég get tekist á við vandamál, ég er ekkert að sökkva mér í þau heldur tekst á við þau þegar kemur að því.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.