Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.04.2018, Síða 22
MATUR Slow Food-samtökin standa fyrir hátíð annað hvert ár í Tóríno á Ítalíu. Mörgþúsund manns sækja fyrirlestra og kynningar sem tengjast hugmyndafræðisamtakanna og einnig rís upp heilmikið matarsamfélag á svæðinu frá mörgum þjóðum sem stendur yfir í nokkra daga. Næsta hátíð er í september. Matarhátíð annað hvert ár 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.4. 2018 Kveikjan að stofnun samtakanna varþegar skyndibitakeðjan McDonaldsopnaði stað í miðborg Rómar. Það var hópur fólks sem tók sig saman í smábænum Bra á Norður-Ítalíu og stofnaði samtökin árið 1986 sem andsvar við skyndibitamenningunni sem þá var að breiðast út um alla Ítalíu. Mark- mið þeirra var að standa vörð um ítalskar mat- arhefðir og hráefni úr nærumhverfinu. Þau stækkuðu ört og árið 1989 í París var undirrituð stofnlýsing alþjóðasamtakanna Slow Food og í dag eru þau þekkt um allan heim. Hugmyndafræði Slow Food-samtakanna byggist á þremur stoðum sem eru gæði, hrein- leiki og sanngirni. Að hafa aðgang að góðri næringu á að vera mannréttindi en ekki for- réttindi. Góður matur á að vera ómengaður og bæði framleiðandinn og kaupandinn að hafa hag af viðskiptunum. Góður, hreinn og sann- gjarn eru einkunnarorð samtakanna. Á heima- síðunni Slowfood.com eru góðar upplýsingar um starfsemina. Þýða ekki að fólk eigi að borða rólega Ólafur R. Dýrmundsson kynntist fyrst Slow Food-samtökunum árið 2003 þegar honum var boðið að koma á ráðstefnu og sýningu sem þau standa fyrir annað hvert ár í Torino á Ítalíu og heillaðist hann strax af hugmynda- fræðinni. Ólafur er einn af frumkvöðlum í lífræna geiranum á Íslandi og hefur komið að ýmiss konar starfi innan geirans síðan upp úr 1990 og er enn starfandi í Evrópusambandsnefnd lífrænna landbúnaðarhreyfinga fyrir Íslands hönd þó hann sé komin á eftirlaun. Hann er með doktorspróf í búvísindum og starfaði lengst af hjá Bændasamtökunum eða í 40 ár. „Ég hef oft verið spurður að því hvort Slow Food-samtökin stæðu fyrir því að fólk ætti að borða rólega. Það er vissulega hollt að borða rólega en það er alls ekki það sem samtökin standa fyrir. Þau vilja fyrst og fremst viðhalda líffræðilegri fjölbreytni bæði í plöntum og dýr- um. Einnig vilja þau að framleiðslan fái að halda sér í byggðarlögunum eins og áður og fólkið sem býr yfir þekkingunni fái að halda sinni iðju áfram,“ segir Ólafur. Hann bendir á að á þeim tíma sem Slow Food var stofnað var komin mikil markaðshyggja upp í landbúnaði. Menn sáu að bændur áttu í vök að verjast, sér- staklega þeir sem stóðu í smærri framleiðslu. Á þessum tíma var ferðamannastraumurinn vaxandi á Ítalíu og áhugi ferðamanna mikill á staðbundnum og sérstökum vörum sem feng- ust á afmörkuðum svæðum. Slow Food- samtökin bentu á þetta og nauðsyn þess að styðja við bakið á bændum þar í landi. Matvælaiðnaðurinn varhugaverður „Nútímalandbúnaður er búin að eyðileggja gríðarlegt magn af erfðaefnum. Tiltölulega fá- ar tegundir afurða standa undir mat- vælaframleiðslunni í heiminum. Þær tegundir eru notaðar sem þykja hentugastar til fjölda- framleiðslu og hinar deyja út og á það bæði við plöntur og dýr. Samtök eins og þessi eru að reyna að spyrna fótum gegn þessari þróun með því að vekja athygli á mikilvægi þess að halda í fjölbreytileikann,“ segir Ólafur. Hann bendir á að þau leggi áherslu á að framleiða sem mest af matvöru í eigin landi. Enginn til- gangur sé með því að flytja inn það sem hægt er rækta í eigin landi sem skiptir svo máli varðandi fæðuöryggi. Samtökin vilja halda við landbúnaðarhéruðunum og styðja við smá- bændur og halda í gamlar hefðir. Einnig megi draga stórlega úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda ef innflutningur minnkar, að mati samtakanna. Ólafur vitnar í Trump, máli sínu til stuðn- ings, sem státar af hagkvæmni og góðri kjöt- framleiðslu en segir að sjálfsögðu ekki frá því að til þess að framleiða allt fóðrið fyrir nautin eru regnskógar eyðilagðir í Suður-Ameríku og stór svæði sem hafa náttúruverndargildi. Stóru líftæknifyrirtækin á borð við Monsanto hjálpa svo til með erfðabreyttar tegundir. Svo sé auðvitað mikil mengun af þessu öllu saman. Að varðveita fjölbreytileikann Ólafur segir sauðfjárbændur skapa sérstöðu hér á landi með því að banna fóðurbæti með erfðabreyttu efni. Einnig hafi þeir borið gæfu til að varðveita og bæta íslenska búfjárkynið t.d. eru íslenskar ær mjög frjósamar miðað við aðrar ær og kýrnar gefa mikið af sér. Geitastofninn hafi verið hætt komin hér á Vilja vega upp á móti skyndibita- menningunni „Að varðveita hefðbundnar afurðir og menningararf er ekki afturhaldssemi heldur eru þær merkilegar og skapa sérstöðu,“ segir Dominique Pledél Jónsson, formaður Slow Food- samtakanna á Íslandi. Ólafur R. Dýrmundsson segir samtökin leggja áherslu á að hvert land rækti og framleiði matvæli sem mest til eigin nota. Þau styðji við smábændur og vilji viðhalda líffræðilegri fjölbreytni í plöntum og dýrum Bergþóra Jónsdóttir bej17@hi.is Getty Images/iStockphoto Ólafur R. Dýrmundsson Dominique Plédel Jónsson „Íslenska skyrið eins og það var gert í gamla daga er alveg sérstök aðferð á heimsvísu og mikilvægt að hún deyi ekki út því hún er algjör undirstaða iðnaðarskyrsins sem er verið að selja um allan heim,“segir Dominique. Hefðbundið íslenskt skyr er svokallað hleypt skyr sem er frábrugðið því sem við þekkjum í dag. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslenskar matarhefðir, er lýs- ing á heimagerðu skyri. Undanrenna var flóuð og látin kólna. Síðan var hún hleypt með skyri úr fyrri lögun sem kölluð var þéttir, ásamt flóaðri mjólk og hleypi sem oftast var búinn til úr kálfsmaga. Þétt- irinn skipti miklu máli fyrir gæði skyrsins. Skyrið var oftast búið til á sumrin og var því oft erfitt að halda þéttinum við því hann þurfti að vera úr nýju skyri. Fólk ferðaðist því héraða á milli til þess eins að fá þétti í skyrgerðina sína ef á þurfti að halda. Skyr sem hleypt var í of heitri mjólk varð kekkjótt og gróft og var kall- að graðhestaskyr en ef mjólkin var of köld varð skyrið of þunnt og kallaðist þá kuldaskyr. Ef mjólkin var byrjuð að súrna þegar skyrgerðin hófst nefndist skyrið skollagellir og þótti slíkt hið versta búskaparlag. Graðhestaskyr, kuldaskyr eða skollagellir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.