Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 2
Hvað er að frétta?
Ég er mikið að sörfa og er að taka ýmis
aukaverkefni að mér. Svo er ég er nýbúinn
að fá mér kærustu en við vorum saman fyrir
nokkrum árum. Ástin lýgur víst ekki, það er
ekki hægt að sigrast á ástinni. Hún heitir
Anna Sóley Viðarsdóttir og er búin að fara
með mér nokkrum sinnum að sörfa.
Lítill fugl hvíslaði að þú værir far-
inn að læra á saxófón?
Já, það er rétt. Ég var úti í Marokkó með fé-
laga mínum og við vorum að hlusta á Care-
less Whisper með Wham. Ég fékk þá flugu í
höfuðið að mig langaði að læra þetta ótrúlega
saxófónsóló í laginu og auglýsti eftir saxófóni
á facebook. Ég var kominn með hann í hend-
urnar sama dag. Ég hef ekki spilað á blásturs-
hljóðfæri áður en ég leit aðeins yfir myndbönd
hvernig maður á að blása og pikkaði lagið upp á
um mánuði.“
Þú hefur verið að kenna fólki það – hver
er lykillinn að því að geta staðið á hönd-
um fyrir byrjendur?
„Eitt, tvö og þrjú að æfa sig og gefast ekkert upp frekar
en þegar börn eru að læra að ganga. Svo lærir maður inn
á jafnvægið og ákveðnar tækniæfingar. Þegar ég var
krakki beit ég í mig að mig langaði að læra að standa á
höndum og æfði mig á hverjum degi í stofunni og braut
styttur og reif niður myndir um leið. Seinni árin hef ég svo
farið í að læra almennilega tækni.
Hvað er framundan á brimbrettinu?
Ég er búinn að vera mest á Íslandi á þessu ári en var þó í
Marokkó í fyrra, þrisvar sinnum, svo var ég á Balí í tvo mán-
uði og fór til Írlands. Ég er að fara aftur til Balí í maí og verð
þar í tvo mánuði að kenna jóga og sörfa og svo eru alls konar
verkefni sem ég hef verið að vinna í, eftir nokkrar vikur verður
sjónvarpsauglýsing frumsýnd til að kynna samstarf sem ég er
að hefja. Annars vil ég vera sem mest á Íslandi, það er lang-
skemmtilegast að sörfa þar.
Morgunblaðið/Golli
HEIÐAR LOGI ELÍASSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Forsprakki Facebook, Mark Zuckerberg, fékk að heyra það hjá banda-rískum þingmönnum í vikunni. Zuckerberg sór og sárt við lagði að Fa-cebook skyldi vanda betur til verka við meðhöndlun persónuupplýs-
inga, en róðurinn hefur undanfarið þyngst fyrir Facebook í kjölfar þess að
upp komst að persónuupplýsingum um tugi milljóna notenda var lekið til fyr-
irtækis sem starfaði fyrir kosningaskrifstofu Donalds Trumps. Fréttir voru
líka sagðar af því í vikunni að gistiþjónustan Airbnb væri orðin svo útbreidd
að senn yrði staðan þannig að fleiri gistinætur yrðu seldar gegnum Airbnb
heldur en almenn hótel og gistiheimili hér á landi. En hvað eiga Facebook og
Airbnb eiginlega sameiginlegt?
Á árdögum Facebook man ég eftir að hafa haft draumkenndar og krútt-
legar hugmyndir um gagnsemi síðunnar. Þetta átti að vera vettvangur fyrir
endurnýjun gamalla kynna. Þarna mætti grafa upp löngu horfna skólafélaga,
komast í kynni við fjarskylda ættingja í útlöndum og hafa loksins uppi á
gamla pennavininum úr Æskunni
frá því þarna um árið. Almennt átti
Facebook að bæta lífið, ekki gera
það verra.
Þessi draumur varð skammlífur
því Facebook snerist fljótt upp í
annars konar vettvang. Ekkert al-
slæmt við það svosem, en þetta er
bara öðruvísi en við héldum fyrst.
Og nú er komið í ljós að upplýsing-
arnar sem þar voru birtar í góðri trú
gætu hafa greitt leið hr.Trumps í
Hvíta húsið og grafið undan lýðræð-
inu.
Þegar Airbnb kom til sögunnar
hafði undirrituð álíka sakleysislegar
hugmyndir. Airbnb var deilihagkerfið í sinni tærustu mynd. Í stað þess að
láta rúmteppið safna ryki meðan við erum í útlöndum væri hægt að bjóða ein-
hverjum að gista í íbúðinni sinni gegn gjaldi og fá þannig smá gjaldeyri til
ferðarinnar. Áhyggjur af leigumarkaðnum voru víðsfjarri.
Hvorugt hefur gengið svona fyrir sig. Facebook er orðið að mögulegri
áróðursmaskínu sem hægt er að nýta til að hafa áhrif á kosningar. Airbnb
hefur stækkað svo mikið að það hefur verulega neikvæð áhrif á leigumark-
aðinn hér á landi og víða annars staðar með því að skerða framboð íbúða.
Kannski hefur þetta allt með stærðina að gera. Þegar eitthvað verður
svona stórt eignast það gjarnan eigið líf sem er úr takti við sakleysislegar
hugmyndir í upphafi. Líklegra er þó að þessi þróun segi frekar sögu af svifa-
seinum kerfum og stjórnmálamönnum sem eru lengi að átta sig á hvernig ný
viðskiptamódel virka og hvaða áhrif þau hafa. Nú á að búa til leikreglur en
mögulega er það of seint. Krúttin eru orðin að skrímslum.
Hefur Zuckerberg skap-
að skrímsli? Er hægt að
temja skrímslið?
AFP
Þegar krúttin verða
að skrímslum
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’ Á árdögum Facebookman ég eftir að hafahaft krúttlegar hug-myndir um gagnsemi síð-
unnar. Þetta átti að vera
vettvangur fyrir endur-
nýjun gamalla kynna.
Erla Hrönn Júlíusdóttir
Nei, eða jú smá brot. Ég ætla til
Akureyrar í viku.
SPURNING
DAGSINS
Ertu búin(n)
að skipu-
leggja
sumarfríið?
Gabríel Sigrúnarson
Nei. Ég ætla bara að vinna, ann-
aðhvort á Hlöllabátum eða á hóteli.
Iðunn Birgisdóttir
Ég ætla í útilegu með fjölskyldu
minni.
Aron Jóhannsson
Já, ég er að spá í Prag og Búdapest.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndin er af
Getty Images/
iStockphoto
Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaður Íslendinga á
brimbretti og hefur vakið athygli víða um heim fyrir bret-
taíþrótt sína í Norður-Atlantshafi. Hann er einnig jóga-
kennari með meiru og afar vinsæll snappari. Fylgjast má
með honum á @heidarlogi.
Ástin
sigrar allt