Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Í PRÓFÍL
Fyrir nokkrum dögum fór framatkvæðagreiðsla í ÖryggisráðiSameinuðu þjóðanna um
meinta efnavopnaárás í Sýrlandi.
Heimurinn stóð á öndinni enda
vita menn að þarna var tekist á um
forsendur sem síðan er stuðst við til
að réttlæta frekari árásir og blóðs-
úthellingar. Forystumenn banda-
lagsríkja Íslands tala nú um hefnd-
araðgerðir.
Atkvæði voru greidd og síðan
komu fréttirnar. Á síðum dagblaða, í
útvarpi og sjónvarpi stóð það upp úr
að Rússar hafi beitt neitunarvaldi til
að koma í veg fyrir rannsókn á
meintri eiturefnaárás sýrlenska
stjórnarhersins. Þetta er okkur þá
ætlað að vita.
Hitt er okkur síður ætlað að vita að
alls voru greidd atkvæði um þrjár til-
lögur, tillögu Bandaríkjanna þar sem
Rússar beittu neitunarvaldi og síðan
tvær tillögur Rússa sem Bandaríkja-
menn greiddu atkvæði gegn.
Hver var munurinn á þessum til-
lögum? Við fyrstu sýn virðast þær
svipaðar. En þegar betur er að gáð
má sjá að tekist er á um ferli rann-
sóknanna sem fram skuli fara og þá
einnig hverjir skuli rannsakaðir,
stjórnarherinn einn eða aðrir aðiljar
að stríðsátökunum.
Tekist hefur verið á um svipaðar
ásakanir áður og er
á meðal annars
komin út bók í ís-
lenskri þýðingu,
Stríðið gegn Sýr-
landi eftir ástralska
fræðimanninn Tim
Anderson þar sem
fram kemur hörð
gagnrýni á vinnu-
ferli sem Samein-
uðu þjóðirnar hafa
stuðst við í rannsóknum á átökunum
í Sýrlandi. Þar er því einnig haldið
fram að hjálparsamtök sem frétta-
menn iðulega vitna í séu í sumum til-
vikum verkfæri stórvelda í áróðurs-
stríði.
Ekkert af þessu þarf að koma á
óvart. Á tíunda áratug síðustu aldar
og fyrstu árum þessarar aldar hvíldu
augu heimsins á Írak og viðskipta-
banninu sem það land bjó við með
skelfilegum afleiðingum. Gagnrýnir
starfsmenn SÞ hafa síðar sagt frá
þrýstingi sem þeir urðu fyrir við
rannsóknarstörf sín.
Ósannindin, sem heimurinn sat
uppi með á endanum, þekkjum við
öll. Í því tilviki var ekki Sameinuðu
þjónunum um að kenna heldur sömu
aðilum og nú reyna að mata okkur á
upplýsingum um Sýrland. Þeir fá nú
sem fyrr dygga aðstoð fjölmiðla-
manna margra. Einnig hér á landi.
Einn slíkur sagði að vandinn við
„furðufugla“ á borð við Tim „þenn-
an“ Anderson og Vanessu Beeley,
„bloggara“, sem komið hefði til Ís-
lands í boði undirritaðs, væri sá að til
yrði „upplýsingaóreiða“ sem svo aft-
ur hefði það í för með sér að fólk
hætti að trúa nokkru sem fjölmiðlar
og virtar stofnanir reiddu fram.
Um aldamótin síðustu birtist viðtal
í Le Nouvel Observateur við Zbig-
niew Brzezinski, öryggismálafulltrúa
Carters Bandaríkjaforseta á tímum
Afganistanstríðsins. Þar viðurkennir
hann að stuðningur Bandaríkja-
stjórnar við uppreisnarmenn sem
börðust gegn þáverandi valdhöfum í
Afganistan hafi hafist áður en Sovét-
menn réðust inn í landið, Kabúl-
stjórninni til stuðnings. Á þessum
tíma staðhæfðu Bandaríkjamenn að
hernaðarstuðningur af þeirra hálfu
hefði hafist eftir íhlutun Sov-
étmanna. Í viðtalinu segir Brzezinski
að hann hafi sama dag og sovéski
herinn fór yfir landamærin sent Car-
ter minnisskjal þar
sem hann hrósaði
sigri yfir því að
Sovétríkin hefðu
„gengið í gildruna“
og fengju nú sitt
„Víetnamstríð“.
Brzezinski er síð-
an spurður hvort
vestræn ríki séu
ekki að fá í bakið
veittan stuðning við
harðlínu-íslamista á þessum tíma og
einnig síðar. Brzezinski segist ekki
sjá eftir neinu, tekist hafi að veikja
áhrifamátt Sovétríkjanna: „Og hvort
skyldi vera mikilvægara, talibanar
eða hrun Sovétríkjanna?
Þarna má greina þráð sem enn er
spunninn í dag. Hernaðarstórveldi
metur stuðning við stríðandi fylk-
ingar á grundvelli heildarhagsmuna
á heimsvísu. Kabúlstjórnin reyndi á
þessum tíma að innleiða menntun
kvenna og frelsa þær undan ánauð.
Talibanar vildu hið gagnstæða. „Við“
studdum þá!
Lærdómur sögunnar er sá að
sannleikurinn um hráskinnaleik
hernaðarstórvelda kemur sjaldnast
fram fyrr en löngu eftir á. Þá fyrst er
hægt að sjá í gegnum upplýsinga-
óreiðuna. Hún er nefnilega stað-
reynd og það sem verra er, henni er
viðhaldið af þeim sem síst skyldi,
fólkinu sem á að upplýsa okkur og
reyna að ráða í hvað gerist á bak við
tjöldin, til dæmis það sem við vitum
ekki en þyrftum að vita um atkvæða-
greiðslur í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
Hvað veist þú um atkvæða-
greiðslu öryggisráðsins?
’Þarna má greinaþráð sem enn erspunninn í dag. Hern-aðarstórveldi metur
stuðning við stríðandi
fylkingar á grundvelli
heildarhagsmuna á
heimsvísu.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@og-
mundur.is
AFP
Fólk veltir ýmsu fyrir sér á hinni
umdeildu Facebook.
Stefán Páls-
son er farinn að
huga að bar-
áttudegi verka-
lýðsins. „Verður
róttækur hliðar-
mótmælafundur á
Austurvelli 1. maí í ár – eða er nóg
að Ragnar í VR fái að tala á eftir
Síðan skein sól?“ spyr hann á
Facebook-vegg sínum.
Athafnakonan
Ellý Ármanns er
óþreytandi við að
segja frá list sinni
og sýna hvernig
kolamálverk henn-
ar verða til, bæði á Instagram og
Facebook.
Margir hafa lýst stuðningi við
ljósmæður með því að deila sögum
af verkum þeirra. Sirrý Arnar-
dóttir leggur sitt
af mörkum.. „Ekk-
ert hefur haft meiri
og stórkostlegri
áhrif á líf okkar
hjóna en að eignast
syni okkar. Ég er nú hvorki stór né
mikil um mig en
eignaðist 17 og 19
marka spræka
syni. Ekki síst
vegna þess að fær-
ar, vel menntaðar
ljósmæður sinntu
mér þá fylgir því
ekkert nema gleði og ánægja að
rifja fæðingarnar upp. Við erum
fjölskylda sem styður kjarabaráttu
ljósmæðra. Metum það sem mestu
máli skiptir og stöndum með ljós-
mæðrum.“
AF NETINU
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
Tilvalin fermingarg jöf
aHEAD
Þráðlaus heyrnatól í
nýjum litum 14.990 kr.
aFUNK
Þráðlaus hátalari þar
sem hljóðið heyrist allan
hringinn 15.990 kr.
aCHARGE
Nýr og öflugur hleðslusteinn
sem hleður símann hraðar
6.990 kr.
aGROOVE
Þráðlaus hátalari
í nýjum litum
8.990 kr.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri