Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
VETTVANGUR
Svik rússneskra hótela
„Við erum búin að tapa vel á þessu,“
segir Dísa Viðarsdóttir sem var illa
svikin af hóteli í Rostov við Don í
Rússlandi sem bókað hafði verið
vegna HM í knattspyrnu í sumar.
Bókunin var gerð ógild og Dísu stóð
svo til boða að gera nýja bókun og
borga margfalt hærra verð.
Aukning hjá Stígamótum
Nýjum málum sem komu á borð Stíga-
móta á síðasta ári fjölgaði um 30% frá
árinu áður og voru 484 talsins. Fjöldi
viðtala jókst einnig úr 2.200 í rúm-lega
3.000, sem er meira en nokkru sinni
fyrr. „Þetta var ansi mikil törn. Ég veit
ekki hvernig samstarfsfólk mitt fór að
með öll þessi viðtöl en það gerði það nú
ein-hvern veginn.“
Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta
Þögul mótmæli Hugarafls
Samtökin Hugarafl stóðu fyrir fjölmenn-
um mótmælum við velferðarráðuneytið
fyrr í vikunni til að hvetja stjórnvöld til
að tryggja framtíð Hugarafls. „Við upp-
lifum að það sé ekki talað við okkur.“
Málfríður Hrund Einarsdóttir,
formaður Hugarafls
Íslenskur morðingi í USA
Magni Böðvar Þorvaldsson, sem í Banda-
ríkjunum gengur undir nafninu Johnny
Wayne Johnson, hefur verið dæmdur í 20
og hálfs árs fangelsi eftir að hann játaði
að hafa myrt hina 43 ára gömlu Sherry
Prather árið 2012.
Ekki spilafíkill
„Ég hef farið í spilavíti
en ég er ekki spilafíkill,“
sagði Eiður Smári
Guðjohnsen í þáttunum
Guðjohnsen.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
VIKAN SEM LEIÐ
ÍHarry Potter er Voldemort nafn þess sem ekki mánefna. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands er það maður.Ekki einhver einn, meira svona tegundin. Þetta
snýst um kynjaða orðræðu og baráttu fyrir jafnrétti.
Stúdentaráð hefur sem sagt ákveðið samhljóða að
breyta heitum á þeim sem koma að ráðinu. Stjórnar-
maður er núna stjórnarmeðlimur og framsögumaður er
framsöguaðili. Eins og ég er nú glaður yfir að stjórnin
skuli vera sammála þá verð ég að viðurkenna að ég var
handviss um að þetta væri síðbúið aprílgabb íslensku-
deildarinnar.
Ekki aðeins eru þetta einstaklega óþjál orð og hljóma
eins og þau hafi verið samin af verkefnisstjóra í miðlægu
teymi fagaðila í verkferlum í einhverju ráðuneyti. Fyrir
utan það að af þessum tólf nýju orðum sem koma í stað-
inn eru ellefu karlkynsorð. Ég ætla að sleppa augljósa
gríninu sem felst í því að hætta að tala um mann og fara
að tala um meðlim.
Ég skil punktinn um kynjaða orðræðu og styð að sjálf-
sögðu jafnrétti, eins og flest hugsandi fólk. En er ekki
fulllangt gengið þegar við hættum að nota nafn yfir teg-
undina? Maður er samheiti yfir konur og karla. Konur
eru menn, rétt eins og læður eru kettir og huðnur eru
geitur.
Þetta kemur út eins og flótti undan orðum og ótti við
að takast á við þau. Eykur það í alvöru líkur á jafnrétti
að formaður Stúdentaráðs verði héðan í frá kallaður for-
seti? Ég get bara ekki ímyndað mér það. Ekki frekar en
það fjölgi konum í svokölluðum karlastörfum ef við tækj-
um upp hin þjálu orð gröfuaðili og lyftaraaðili.
En svo er maður kannski ekki alltaf alveg rökfastur í
því að starfsheiti skipti ekki máli út frá kyni. Þannig verð
ég að viðurkenna að mér fannst mér ekkert galið að
breyta orðinu ráðherra í eitthvað annað, í ljósi þess að
það vísar algjörlega til annars kynsins og var búið til á
tíma þar sem það þótti fáránleg hugmynd að kona væri
eitthvað að væflast í stjórnmálum. Og fyrst við erum far-
in að ræða smekk á starfsheitum styð ég heilshugar að
við hættum að tala um lögreglumenn og förum aftur að
tala um lögregluþjóna. Og svo finnst mér flugfreyja
miklu fallegra orð en flugþjónn eða flugliði.
Það er nokkuð víst að við breytum ekki samfélagi með
því að skipta bara um orð. Vissulega eru til dæmi um við
höfum hætt að nota ákveðin orði. Það dettur engum í hug
að tala um kynvillta negra á fávitahæli, sem þótti bara
nokkuð eðlilegt fyrir nokkrum áratugum. Ástæðan er sú
að þessi orð lýsa hatri, fáfræði og fordómum. Við sökn-
um ekki slíkra orða.
Lykilatriði er að reyna að breyta hugsunarhætti og ég
er ekki viss um, þótt þetta sé vel meint, að þetta geri
þetta mikið fyrir jafnrétti. Nema tilgangurinn hafi verið
að pirra miðaldra fólk með málvitund. Það tókst.
Svo vil ég taka það fram að ég vona að samningar tak-
ist við ljósaðila svo meðlimir í barneignarferli lendi ekki í
vandræðum.
Konur eru menn
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Á meðan ég man
’Ég ætla að sleppa augljósa gríninu sem felst í því aðhætta að tala um mann og fara að tala um meðlim.
Fasteignir
UMMÆLI VIKUNNAR
’ Vörin á mér er reyndar mjögstór, en ég er bara eins og leik-kona með örlítið misheppnað bótox.
Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, sem slasaðist
í leiksýningunni Sýningin sem klikkar.
Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag
● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og
öll efnaskipti líkamans.
● Betri melting, meiri orka!
● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans),
Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase).
● Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum.
● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða
annarra flæðiefna.
Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og Fræinu Fjarðarkaupum.
Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu
en því miður þá verð ég alltaf útþaninn
eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest
Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara
svínvirkaði!
Haraldur Egilsson, 46 ára sjómaður og
ævintýragjarn matgæðingur
Það bara svínvirkaði!
Digest Gold
Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun,
uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu
Grafinn lax
- Láttu það eftir þér
Söluaðilar:10-11,Hagkaup,Kostur,Icelandverslanir,Kvosin,Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.