Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Page 23
Fyrir 4
500 g aspas
1-2 msk. ólífuolía
gróft salt
nýmalaður pipar
Hitið grillið á háum hita. Kryddið aspasinn
með salti og pipar og veltið honum upp úr
ólífuolíu. Setjið beint á grillið og snúið reglu-
lega þar til hann er tilbúinn. Tekur 3-4 mín-
útur. Frábært meðlæti með öllum grillmat.
Grillaður aspas
15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 4 (gott í forrétt)
500 g risarækjur
2 msk. ólífuolía
1 msk. gróft salt
1 tsk. cayennepipar
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. laukduft
1 tsk. oregano
2 sítrónur, skornar í sneiðar
Hitið grillið vel. Búið til
maríneringuna með því að
blanda saman öllu
þurrkryddinu í litla skál.
Setjið rækjurnar í aðra
skál ásamt ólífuolíunni.
Hellið kryddinu saman
við rækjurnar og blandið
vel.
Þræðið rækjurnar og sí-
trónusneiðar á grillpinna. Ef
þeir eru úr viði skaltu láta
þá liggja í bleyti fyrst í 20
mínútur.
Grillið þar til tilbúið, 4-5
mínútur. Snúið einu sinni.
„Cajun“-rækjur á grillið
Fyrir 6
6 ferskir maísstönglar (tak-
ið allt hýði utan af þeim)
3 msk. púðursykur
1 tsk. cayennepipar
gróft salt
nýmalaður pipar
¼ bolli bráðið smjör
lime skorið í báta
Hitið grillið í hæsta. Blandið
púðursykri, cayenne pipar,
pipar, salti og smjöri saman í
litla skál. Hrærið vel saman.
Berið olíu á grindina og
leggið maísstönglana ofan
á og grillið í fimm mínútur.
Á meðan stönglarnir eru
að grillast penslið þá með
blöndunni. Snúið og pensl-
ið allan hringinn. Kreistið
lime yfir og berið fram.
Frábært meðlæti með
öllum grillmat.
Geggjaður grillaður maís
Fyrir 4
4 svínakótilettur
¼ bolli hunang
½ bolli soja sósa
2 hvítlauksrif, fínt rifin
rauðar piparflögur (Red
pepper flakes)
Blandið hunangi, sojasósu,
hvítlauk og rauðum pipar-
flögum saman í stóra skál.
Látið svínakótilettur út í
skálina og geymið inni í ís-
skáp í að minnsta kosti
hálftíma en allt upp í tvo
tíma.
Hitið grillið þannig að
það nái rúmlega miðlungs-
hita.
Grillið kótiletturnar
þangað til að þær eru
fulleldaðar, um það bil átta
mínútur á hvorri hlið.
Látið þær hvíla í 5 mínútur
áður en þær eru bornar
fram.
Hunangsgljáðar svínakótilettur