Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Page 28
Til að njóta lífsins á torgi er nauðsynlegt að vera
með sólgleraugu fyrir útikaffihúsið, góða ljóðabók,
blýant og blöð fyrir eigin skrif og sólarvörn.
Staðalbúnaður torgs
Í fjórðu stærstu borg Marokkó, Marra-
kess, er að finna torg iðandi af lífi og
framandi ilmi. Jemaa el-Fnaa er mark-
aður prútts, matar og krydds og te-
drykkju. Torgið hefur það umfram
mörg önnur að þar má sjá snákatemj-
ara, apa fremja kúnstir og þegar líður
á daginn birtast töframenn og alls kyns
gúrúar sem bjóða þér andlega leið-
sögn. Ótrúleg litadýrð matvæla og
klæða gleður augað og þegar dimma
tekur breytist torgið í einn stærsta úti-
matsölustað Afríku. Fyrir þá sem vilja
tylla sér niður á veitingastað má sér-
staklega mæla með Snack Grand Atlas
og svo er dásamlegt að fá olíunudd
sem er víða hægt að fá við torgið.
MARRAKESS, MAROKKÓ
Ilmandi litasprengja
FERÐALÖG
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Getty Images/iStockphoto
KRAKÁ, PÓLLANDI
Stærsta miðaldatorgið
kaffibolla og það er ekki erfitt að finna hann en þar sem
torgið er svo ógnarstórt, tæplega 40.000 fermetrar, er allt
morandi í kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtilegum
verslunum.
Torgið er þekkt fyrir jólamarkaðinn, páskamarkað og alls
kyns tónleikahátíðir. Við torgið má sérstaklega mæla með
veitingastaðnum Szara Ges sem býður einn besta mat Pól-
lands í glæsilegri miðaldabyggingu. Þá er litla kaffihúsið
Wypiekamy Szczescie falinn demantur, með ljúffengar
beyglur og bollakökur. Undir torginu er ótrúlegt neðan-
jarðarsafn er tengist sögu torgsins og borgarinnar, að-
göngumiða er best að kaupa með góðum fyrirvara á netinu.
Stærsta miðaldatorg Evrópu er að finna í gamla bænum í
Kraká í Póllandi og kallast á pólsku Rynek Glówny. Torgið
var byggt á 13. öld og er umkringt sögulegum byggingum,
glæsilegum höllum og gotneskum kirkjum svo allt um kring
er undraverðan arkitektúr að finna og má nefna að eitt elsta
verslunarhús heims, Klæðahúsið, Sukiennice, stendur við
torgið og er eins konar miðja þess, undurfögur bygging frá
um 1300. Torgið er á heimsminjaskrá UNESCO og Lonely
Planet-ferðavefurinn hefur útnefnt það sem það fallegasta í
heimi.
Þar sem torgið er að stærstum hluta enn upprunalegt er
auðvelt að skynja þar andblæ liðinna tíma yfir góðum
Hjarta borgarlífsins er yfirleitt að finnaá aðaltorgi þess. Ferðamenn sækja íað setjast niður á torgum, þar er í
senn ró fyrir sálina og iðandi mannlíf fyrir
augað.
Það er bara eitthvað sérstakt við það að
sitja umkringdur gömlum byggingum, oft
hreinum listaverkum, heyra kurr í dúfum,
söng götulistamanna, fylgjast með málurum,
fólki að spjalla og slaka á og gleyma sér. Sum
torg eru þannig að hægt er að sjá endalaust
eitthvað nýtt og maður finnur gleðina í að
prútta um varning sem flæðir yfir allt, önnur
láta mann langa til að semja ljóð eða skrifa
ástarbréf.
Vissulega eru veitingar oft dýrari á aðal-
torgum, enda eru þetta yfirleitt bestu sætin í
borginni, í það minnsta með besta útsýnið.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins skoðaði nokk-
ur torg sem vert er að heimsækja, þó ekki
væri nema fyrir einn kaffibolla í sólinni.
Torg í
miðri
borg
Víða um heim má finna
falleg torg, sum þeirra eru
skemmtilegri en önnur.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, S: 588 8000 • Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760
Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is
Litina hennar Sæju
færð þú í Slippfélaginu
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið.
Votur
Volgur Ber