Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Síða 31
aður Rússa og Sýrlendinga ofist sífellt þéttar saman. Og sá tími sem liðið hefur frá því að Trump byrjaði að veifa flaugunum yfir höfðum þeirra Assads og Pútíns hefur verið notaður vel og hergögnum Assads verið komið fyrir þannig að ekki verði auðvelt að eyðileggja þau án þess að setja lið og búnað Rússa í hættu. Það þætti óverjandi ábyrgðarleysi, og ekki síst í augum þeirra sem telja ekki óyggjandi að Sýrlandsforseti, þótt illur sé, beri ábyrgð á ódæðinu nú. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember og demókratar hafa ætlað sér að láta þær kosningar snú- ast algjörlega um Trump. Fengju þeir viðbótarspil á hendi sem þættu sanna að Trump væri óútreiknanlegur áhættufíkill, sem væri tilbúinn að stofna heimsfriði í hættu, teldu þeir að nú væru sér allir vegir færir. Á móti kemur að þeir eru til sem segja að Trump hafi málað sig út í horn, standi hann ekki við stóru orð- in um refsiaðgerðir. Og þeir bæta því við að einn af þeim sem fylgist grannt með þessu spilverki forsetans sé Kim Jong-un. Fái hann þá hugmynd að hótanir forsetans um að beita herstyrknum mikla séu innantómur belgingur og frekar hluti af leikjafræði stríðs á völlum mark- aðarins, en á hörðum raunveruleika lífs og dauða, muni hugur hans herðast. Kunnuglegt mál Morgunblaðið hefur á undanförnum árum iðulega gert þróun Mannréttindadómstólsins að umtalsefni í rit- stjórnargreinum sínum. Hefur því hvergi verið leynt að talið hefur verið að dómstóllinn hafi um langt skeið verið á villigötum og að auki átt það til að fara út af þeim götum. Þá hefur það verið gagnrýnt hvernig rætt er um þennan dómstól hér á landi og það jafnvel af þeim mönnum sem ekki aðeins ættu að þekkja til, heldur hefðu beina skyldu til þess, eins og starfandi lögmenn og leiðandi menn á þjóðþingi og reyndar ýmsir fleiri. Hér láta slíkir aðilar eins og Íslendingar séu bundnir af þessum dómstól og jafnframt er í um- ræðunni oft látið eins og hann sé hluti af áfrýjunar- kerfi íslenska ríkisins. Góðar fréttir Því er full ástæða til að taka undir með Birni Bjarna- syni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann fjallar um nýjar fréttir um dómstólinn í pistli sínum. Björn segir í upphafi hans: „Merkilegt er að lesa í dönsku blaði að ríkisstjórn Íslands hafi mótað sér skoðun gegn Dönum í þessu máli. Því er fagnað í dönskum fjölmiðlum í dag (13. apríl) að Dönum hafi tekist í hálfs árs formennsku í ráð- herraráði Evrópuráðsins að fá samþykki allra annarra 46 aðildarríkja ráðsins við endurbótum á „evrópska mannréttindakerfinu“ eins og það er orðað. Þetta er haft eftir Søren Pape Poulsen, dóms- málaráðherra Dana, eftir tveggja daga fund ráðherra- ráðsins í Kaupmannahöfn. Hann segist bæði stoltur og glaður yfir að þetta sé komið í höfn því að um mikið metnaðarmál fyrir dönsku ríkisstjórnina sé að ræða. Í frétt Jyllands-Posten segir að andstaða hafi upp- haflega verið við tillögur Dana frá stjórnvöldum ým- issa landa, t.d. Svíþjóðar, Noregs og Íslands. Orðalagi upphaflegra tillagna hafi verið breytt á þann veg að um þær náðist samstaða og meira að segja Tyrkir og Rússar standi að niðurstöðunni. Danir hafa gagnrýnt „skapandi túlkun“ mannrétt- indadómara í Strassborg og sérstaklega gagnrýnt að þeir hafi oftar en einu sinni komið í veg fyrir að erlend- um afbrotamönnum sé vísað á brott frá Danmörku. Søren Pape segir þörf fyrir kerfi þar sem tekið sé hart á þeim ríkjum sem augljóst sé að virði ekki mann- réttindi en mannréttindadómstóllinn eigi ekki að fjalla um smámál eða taka afstöðu í málum sem einfalt sé fyrir ríkin sjálf að afgreiða.“ Brennandi spurningar Þessir síðustu þættir eru fullkomlega í takt við þær áherslur sem Morgunblaðið hefur haft á undanförnum árum. Björn segir að sumir spyrji sig hvort Danir hafi útþynnt tillögur sínar svo mjög að ekki sé réttmætt að tala um umbætur heldur texta með mörgum vilja- yfirlýsingum og „þar sé meðal annars lýst „alvar- legum áhyggjum yfir þeim mikla fjölda mála sem enn eru óafgreidd af dómstólnum“. Eru aðildarríkin hvött til að „draga úr straumi mála“. Um þessar mundir bíða um 50.000 mál afgreiðslu dómaranna í Strass- borg. Þegar málalistinn var lengstur árið 2012 biðu 150.000 mál afgreiðslu. Merkilegt er að lesa í dönsku blaði að ríkisstjórn Ís- lands hafi mótað sér skoðun gegn Dönum í þessu máli. Hver var afstaða íslenskra stjórnvalda? Hvar var hún mótuð? Í ríkisstjórn eða á alþingi?“ Þá segir Björn Bjarnason réttilega að „ráðandi öfl meðal íslenskra lögfræðinga hafa ekki tekið undir gagnrýni á „skapandi túlkun“. Hún felur í sér að dóm- arar taka sér lagasetningarvald. Eru það þessi öfl sem hafa á bakvið tjöldin ráðið ferð íslenskra stjórnvalda í þessu máli? Í lýðræðisríkjum á ekki að stunda feluleik þegar evrópsk mannréttindamál og grunnreglur þeirra eru til umræðu.“ Allar þessar athugasemdir eru réttmætar. Það þarf að upplýsa hverjir það voru í íslenska stjórnkerfinu sem réðu því og eftir atvikum báru á því ábyrgð að Ís- land reyndi að gera nauðsynlegar og sjálfsagðar breytingar erfiðari og hvernig í ósköpunum menn hafi leyft sér slíka stefnumörkun án þess að hafa um það mótandi umræður í þjóðfélginu og þá ekki síst á Al- þingi. Allt það smælki og loddaraleikur sem tekur þar upp tíma hefði mátt víkja fyrir uppbyggilegri umræðu um svo mikilvægt efni. Morgunblaðið/RAX Yfir Eldhrauni. 15.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.