Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.04.2018, Side 34
LESBÓK Danshátíðin Vorblót stendur yfir í Tjarnarbíói. Á laugardag kl. 15 erbarnasýningin Vera og vatnið, kl. 20 sýningin Crescendo og kl. 22
leikur gjörningasveitarin PPBB (Post performance blues band).
Fjölbreytilegt Vorblót
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.4. 2018
Ég tek mér góðan tíma í aðkynnast landinu og fólkinu.Ég vil ekki nálgast viðfangs-
efnið með auga ferðamannsins,“ seg-
ir ljósmyndarinn Max Milligan en
viðurkennir að hann sýni samt sem
áður sjónarhorn aðkomumannsins.
„Glöggt er gests augað, hins vegar,“
bætir hann við sposkur og er greini-
lega búinn að tileinka sér ýmislegt
úr íslenskri menningu á undan-
förnum þremur árum.
Þá var hann að leita að næsta ljós-
myndaverkefni – valið stóð milli Jap-
ans og Íslands og þar sem hann
hafði sambönd í Japan leit út yfir að
sú eyja yrði fyrir valinu. En það var
eitthvert óyndi í honum, ekki síst
þar sem hann stóð á tímamótum,
fimmtugsafmælið nálgaðist með til-
heyrandi hugleiðingum og í raun
fannst honum hann hafa tapað dálít-
ið gleðinni yfir ljósmyndun. Þá
komst hann að því að vinir hans voru
á leið til Íslands í nokkurra daga
ferð, búin að leigja bíl og ætluðu að
skoða sig um, og þau buðu honum að
koma með á síðustu stundu. Svo,
fimm dögum fyrir afmælið flaug
Milligan til Íslands í fyrsta sinn og
þegar hann snéri aftur, örfáum
klukkustundum áður en afmælið
skall á, fannst honum hann endur-
fæddur, hafa yngst um mörg ár og
hafði fundið neistann fyrir ljós-
myndun aftur.
„Mér fannst ég vera 28 ára á ný,
en það var þá sem ég varð atvinnu-
ljósmyndari. Þökk sé Íslandi varð ég
ástfanginn af ljósmyndun á ný, ást-
fanginn af lífinu í raun. Ég er ást-
fanginn af Íslandi og stend í þakk-
arskuld við landið fyrir að hafa fyllt
mig lífsþrótti á ný.“
Þar með var það ákveðið, hans
næsta ljósmyndabók yrði um Ísland
og hefur Milligan sannarlega sökkt
sér í viðfangsefnið. Þegar ég skoða
myndirnar hans tek ég eftir því að
hann nær að sýna vel þekktar ljós-
myndaperlur frá öðrum sjónar-
hornum en ég þekki, t.a.m. Herðu-
breið, Kirkjufell og Dyrhólaey sem
og Arnarstapa sem ég kannast strax
við en þó ekki, því kunnuglegt lands-
lagið er rammað inn á annan hátt en
ég er vön að sjá. Milligan hefur
greinilega ferðast um allt landið og
gefið sér tíma til að kynnast því vel.
Tekinn inn í samfélagið
Það kemur enda í ljós að Max Milli-
gan þekkir fólk í öllum landshlutum
og er meira að segja nýlega kominn
af þorrablóti í minni heimasveit.
„Svona er Ísland, þetta er alveg
magnað. Allir þekkja einhverja sem
geta sagt eða sýnt mér eitthvað
áhugavert og koma mér í samband
Milligan segir fólk oft hissa á hvað honum þyki áhugavert myndefni en þá er hann
að leita eftir abstrakt römmum sem síðan sóma sér vel sem listaverk á striga.
Stórar prentanir af myndunum hans prýða ófáa heimilisveggi víða um heim.
Ástfanginn af Íslandi
Ævintýramaðurinn Max Milligan hefur flakkað um heiminn í áratugi,
til að mynda opnaði hann fyrstu krána í Cusco í Perú fyrir rúmum
tuttugu árum og hefur starfað sem leiðsögumaður meðfram því að
taka ljósmyndir. En nú hefur Ísland fangað hjarta hans og hér hefur
hann fundið óendanlega uppsprettu myndefnis.
Texti: Ingibjörg Rósa ingibjorgrosa@gmail.com
Myndir: Max Milligan Instagram: itiswhatit.is
Ísland í hnotskurn - land-
búnaður og sjávarútvegur
eru undirstaða byggðar á
Íslandi. Hér siglir gamall
bátur á grænum öldum.
Milligan reynir alltaf að finna önnur sjónarhorn og fangar hér skemmtilega
skuggana af íslenska víkingaklappinu hjá íslenska karlalandsliðinu.