Morgunblaðið - 07.05.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Bankastræti 12 | sími 551 4007 | skartgripirogur.is
Armband
Frá 14.900,-
Hálsmen
7.900,-
Hálsmen
13.900,-
Eyrnalokkar
6.900,-
Hringur
14.900
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Mikil hátíðahöld stóðu yfir í Seattle í
Bandaríkjunum um helgina þegar því
var fagnað að Norræna safnið þar í
borg opnaði dyr sínar í fyrsta sinn
fyrir gestum í nýrri og glæsilegri
byggingu. Safnið rekur sögu sína allt
aftur til fyrri hluta níunda áratug-
arins en fram til þessa hefur það verið
rekið í aflögðu skólahúsnæði.
Í rúm tíu ár hefur verið unnið að
flutningi safnsins og það var ljóst af
forsvarsmönnum safnsins, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins náði tali
af þeim um helgina að opnun nýja
safnsins var í raun fjarlæg draumsýn
að verða að veruleika. Verkefnið er
enda risavaxið á alla mælikvarða.
Framkvæmdir við húsið og uppsetn-
ingu nýju sýningarinnar kostuðu á
sjötta milljarð króna. Þeirra fjármuna
var aflað meðal styrktaraðila og af
sjálfsaflatekjum safnsins. Styrktaðil-
arnir eru bæði bandarískir, með sögu-
leg tengsl við Norðurlönd en einnig
velunnarar í Skandinavíu. Nokkra at-
hygli vekur að enginn Íslendingur eða
íslenskt fyrirtæki er meðal helstu
styrktaraðila.
Flutti kveðju frá Íslandi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís-
lands, var eini þjóðhöfðingi Norð-
urlanda sem mætti við opnun safnsins
en frá Danmörku kom Mary Donald-
son, krónprinsessa. Guðni Th. og eig-
inkona hans, Eliza Reid, tóku virkan
þátt í hátíðahöldunum og flutti hún
m.a. ávarp í lok fundar um hlutverk
hins nýja safns á ráðstefnu sem fram
fór á föstudag. Þá um kvöldið var
haldinn glæsilegur galakvöldverður
þar sem forseti ávarpaði gesti.
Við hina formlegu opnunarhátíð á
laugardag flutti Guðni einnig tölu og
bar íbúum Seattle og aðstandendum
safnsins kveðju frá íslensku þjóðinni.
Í ræðu sinni fjallaði hann um þann
mikilvæga menningararf sem samein-
aði Norðurlandaþjóðirnar og að Nor-
ræna safnið væri vitnisburður um
það. Vitnaði hann í máli sínu í ljóð ís-
lenskrar konu, Jónínu Jónsdóttur,
sem fluttist sem fátæk vinnukona
vestur um haf í lok 19. aldar. Í ljóðinu
fjallar hún um þá erfiðleika og harð-
æri sem hún bjó við, en að menningin
og tungumálið veittu henni skjól frá
stormum lífsins.
Ásamt forseta fluttu ávörp Eric
Nelson, safnstjóri Norræna safnsins,
Mary Donaldson, krónprinsessa,
sendiherrar Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands, Rick Larsen, sem sæti á í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir
Washingtonfylki, Jenny Durkan,
borgarstjóri Seattle, Dagfinn
Høybråten, framkvæmdastjóri nor-
ræna ráðherraráðsins og Irma Goert-
zen, formaður stjórnar safnsins.
Sannkölluð menningarmiðstöð
Á safninu er yfirgripsmikil grunn-
sýning sem ber yfirskriftina „Nor-
ræn ferðalög“ og fjallar hún, út frá
víðu sjónarhorni, um sögu innflytj-
enda frá Norðurlöndum til Norður-
Ameríku en einnig forsögu þess fólks,
sem teygir sig 12.000 ár aftur í tím-
ann. Á sýningunni er m.a. að finna
steinaxir og önnur verkfæri sem talin
eru um 4.000 ára gömul.
Þá eru tímabundnar sýningar einn-
ig í safninu. Ein þeirra tekur til nú-
tímalistar á Norðurlöndum og þar má
m.a. finna verk eftir Ólaf Elíasson.
Önnur sýning fjallar um lífshlaup og
ævistarf Norðmannsins Friðþjófs
Nansen, hins þekkta landkönnuðar
og vísindamanns.
Auk sýninganna er í safninu að
finna fyrirlestrasal, kaffihús og
kennslustofur. Þar stendur safnið
fyrir fundum, ráðstefnum, kvik-
myndasýningum og þar má einnig
sækja kennslustundir í tungumálum
Norðurlanda.
Ítarlega verður fjallað um safnið í
Morgunblaðinu á fimmtudag.
Norræn miðstöð vestanhafs
Mikil hátíðarhöld um helgina í Seattle í Bandaríkjunum í tengslum við opnun Norræna safnsins
Byggt á grunni eldra safns sem starfrækt hefur verið í fjóra áratugi Forseti Íslands flutti ræðu
Boðið var til sannkallaðrar tónlist-
arveislu í tengslum við opnun safns-
ins um helgina og kom tónlistarfólk
hvaðanæva af Norðurlöndum. Fjöl-
mennastir voru þó án nokkurs vafa
Fóstbræður sem gerðu víðreist vest-
ur um haf í tilefni opnunarinnar.
Sungu þeir tvívegis við opnunar-
athöfnina, m.a. Þótt þú langförull
legðir eftir Stephan G. Stephansson
og Sigvalda Kaldalóns og Landkjend-
ing eftir Edvard Grieg og Björn-
stjerne Björnsson. Steinunn Birna
Ragnarsdóttir, lék undir. Mun þetta
vera fjölmennasti íslenski karlakór
sem sungið hefur á erlendri grundu.
Þá söng dúettinn Raddir Reykja-
víkur, en hann skipa þau Ingibjörg
Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona og
Egill Árni Pálsson tenór. Hrönn Þrá-
insdóttir píanóleikari fylgdi þeim og
það gerði einnig Helgi Jónsson á
slagverk. Þau héldu svo aðra tón-
leika í borginni í gærkvöldi.
Á laugardagskvöldið var rokk-
tónleikum slegið upp og þar átti
Mammút stórleik ásamt fleiri hljóm-
sveitum.
En Íslendingar áttu einnig aðkomu
að tónlistaratriðum annarsstaðar
frá. Þannig var Hörður Áskelsson
gestastjórnandi hins þekkta Vokal
Nord kórs frá Tromsø í Noregi.
Nú í kvöld standa Fóstbræður fyr-
ir tónleikum í Plymouth kirkjunni í
Seattle.
Kraftur Þakið ætlaði að rifna af safnbyggingunni þegar kórinn söng
Brennið þið vitar eftir Davíð Stefánsson við lag Páls Ísólfssonar.
Íslenskt tónlistarfólk
áberandi við opnunina
Fjölmennasti íslenski karlakórinn
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóð-
minjavörður, var viðstödd opn-
unina ásamt forstöðumönnum
annarra þjóðminjasafna á Norð-
urlöndum. Hún hefur lengi
fylgst með uppbyggingu safns-
ins í Seattle og segir samstarfið
milli stofnana einkar gefandi.
Á nýju grunnsýningunni sem
opnuð var um helgina er að
finna gripi sem söfnin á Norð-
urlöndum lána til Bandaríkj-
anna. Þar á meðal eru fjórir
gripir frá Íslandi. Annars vegar
er þar um að ræða tvö prentmót
frá 17. og 18. öld og hins vegar
tvo snældusnúða frá landnáms-
öld.
Þjóðminja-
safnið lánar
fjóra gripi
GOTT SAMSTARF
Borðinn klipptur Guðni Th. Jóhannesson klippir ásamt fleirum á borðann við formlega opnun safnsins á laugardag.
Við hlið hans, á hægri hönd, stendur Mary Donaldson, krónprinsessa, eiginkona Friðriks, krónprins Danmerkur.
Nýbygging Safnið er engin smásmíði, ríflega 5.000 fermetrar og stendur
við Markaðsstræti 2655 í Ballard-hverfinu í norðvestanverðri Seattle-borg.
Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson