Morgunblaðið - 07.05.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 07.05.2018, Síða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Mamma gerði þennan dagalveg ógleymanlegan,ekki aðeins vegna kjóls-ins sem hún saumaði á mig, heldur var hún líka allt í öllu og var á þönum út og suður að undirbúa veisluna mína. Hún bakaði kransa- kökuna og allar terturnar og salurinn var svo fallega skreyttur hjá henni. Hún heklaði stóra lilju til að hafa sem borðskraut og hún heklaði líka litla bleika dúka undir öll kertaljósin, og engir tveir dúkar voru eins,“ segir Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir sem fermdist fyrr í vor og skartaði sérlega fallegum fermingarkjól sem móðir hennar, Steina Borghildur Níels- dóttir, saumaði á hana. En það voru margar hindranir í veginum og mikið haft fyrir að allt yrði nú eins og það átti að vera, samkvæmt óskum ferm- ingarstúlkunnar. „Eftir að við mamma höfðum farið í allar búðir sem selja ferming- arkjóla, þá komst ég að því að enginn þeirra var eins og mig langaði í. Það var alltaf eitthvað við hvern kjól sem var ekki eins og ég vildi hafa það. Ég hef alltaf verið lítil prinsessa í mér, þannig að ég vildi hafa minn ferming- arkjól mjög sérstakan.“ Allt gekk á afturfótunum Steina móðir Önnu segist hafa eftir kjólarúntinn boðið dóttur sinni að koma með sér í Vouge og kíkja á efni. „Henni leist ekkert á þegar ég dró hana þangað inn, hún var ekki hrifin af hugmyndinni um að ég saumaði á hana kjól. Ég sá á svipnum á henni að hún hafði ekki trú á því verkefni,“ segir Steina og hlær. Næsta skref hjá mæðgunum var að skoða kjóla á netinu og freista þess að panta að utan. Mamma gerði dag- inn ógleymanlegan „Hún var ekki hrifin af hugmyndinni um að ég saumaði á hana kjól. Ég sá á svipnum á henni að hún hafði ekki trú á því verkefni,“ segir Steina móðir Önnu sem tókst að gera dóttur sína alsæla á fermingardegi með saumahæfileikunum. Mamma meistari Steina móðir Önnu að störfum við saumaskapinn á kjólnum, hér með blúnduna góðu. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is RayBan 3025 sólgleraugu kr. 24.900,- Sumarið er hér Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Margir horfa til sumarsins með til- hlökkun, því þá er hægt að njóta úti- veru og kanna landsins fegurð í göng- um, styttri eða lengri. Allir sem reynt hafa vita hversu mikil sæla fylgir því að stunda göngur um fjöll og firnindi en stundum getur verið erfitt að ákveða hvert skal halda. Þá er um að gera að koma við á ferðakynningar- kvöldum Ferðafélags Íslands, velta fyrir sér valmöguleikunum, hitta fararstjórana og mögulega ferða- félaga og taka í kjölfarið upplýsta ákvörðun um gönguferðir sumarsins. Á ferðakynningarkvöldum fara farar- stjórar yfir skipulag ferða og sýna myndir, en þrjár til fjórar ferðir eru kynntar í máli og myndum. Hvert kynningarkvöld stendur aðeins í klukkustund og allar kynningarnar eru haldnar í risi FÍ, Mörkinni 6 og hefjast kl. 20. Í kvöld, mánudag 7. maí, verða kynntar eftirfarandi ferðir:  Dagleiðir við Djúp  Hlöðuvík - bækistöðvarferð  Boðaföll í Brunahrauni  Um gil, sker og gljúfurbarma. Gott er að stefna að liðkun leggs. Ferðakynningarkvöld hjá FÍ í kvöld, á ferðum í sumar Að ganga um íslenska fjöl- breytta náttúru veitir gleði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útivist Sælt er að spranga upp um fjöll og firnindi úti í guðsgrænni náttúru. Ég fjallaði um jafnvægi á þess-um vettvangi í síðustu viku.Um mikilvægi þess að hafa jafnvægi í lífinu og því sem maður tekur sér fyrir hendur. Helena Jóns- dóttir, þjálfari Heiðarskólaliðsins, sem vann Skólahreystikeppnina í síð- ustu viku, nefndi gott jafnvægi í lið- inu sem lykilþátt í sigri þess. Jafn- vægi er sömuleiðis mikilvægt til þess að geta tekist á við óvæntar að- stæður og uppákomur. Vetrarharka í maí er til dæmis eitthvað sem Íslend- ingar áttu ekki von á og hafa látið koma sér úr jafnvægi. Eðlilega, kannski. Ég viðurkenni alveg að ég fagnaði ekki hríðinni þegar hún birt- ist eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nýbúinn að ná í mótorhjólið úr vetrargeymslunni og byrjaður að nota það til að komast á milli staða. Það er lítið fjör að vera á mótorhjóli í stórhríð þannig að það er aftur komið í tímabundið híði. En snjór og kuldi í maí er eitthvað sem við dauðlegar verur eigum mjög erfitt með að hafa áhrif á. Við höfum hins vegar alltaf val um hvernig við bregðumst við óvæntum aðstæðum. Við getum valið að fara Útvarp Sögu-leiðina, einblína á það neikvæða og velta okkur upp úr því. Kvarta, kveina og vorkenna sjálfum okkur út í hið óendanlega. Við getum líka valið Loga Berg- mann-leiðina. Finna það jákvæða í stöðunni, hafa húmor fyrir maís- njónum og láta hann ekki eyðileggja fyrir okkur daginn. Það birtir alltaf til. Logi veit það og við vitum það öll. Við veljum sjálf hvernig við bregð- umst við óvæntum og erfiðum að- stæðum. Hvernig við högum okkur og hvað við segjum við aðra. Ég var fljótur að jafna mig á maísnjónum. Mín leið til þess að tækla hann er ein- faldlega að taka honum fagnandi. Klæða mig vel, fara út í langa göngu- túra, búa til snjóbolta, skoða skíða- möguleika og njóta samspils vorsólar og hvítrar jarðar sem er einstakt. Ég reyni að hafa þetta að leiðarljósi þeg- ar óvæntar aðstæður banka upp á – að láta þær ekki koma mér of mikið úr jafnvægi og reyna að vera fljótur að finna það jákvæða í stöðunni og þau spennandi tækifæri sem hið óvænta alltaf býður upp á. Njótum ferðalagsins! Gaui Hugleiðingar um heilsu og hamingju Morgunblaðið/Hari Hjólað Við veljum sjálf hvernig við bregðumst við óvæntum aðstæðum. Höfum húmor fyrir maísnjónum Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.