Morgunblaðið - 07.05.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Bandaríkin gerast sek um söguleg
mistök ef þau slíta kjarnorkusam-
komulaginu,“ sagði Hassan Rouhani,
forseti Írans, í gær í tilefni af hót-
unum Donalds Trump Bandaríkja-
forseta um að samkomulaginu frá
árinu 2015 yrði slitið. Trump tekur
ákvörðun 12. maí nk. um það hvort
því verði fram haldið.
Benjamin Nethanyahu, forsætis-
ráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt
samninginn og kynnti í síðustu viku
gögn um kjarnorkuráðagerðir Írana
fyrir undirritun samningsins. Sagði
hann samkomulagið byggt á lygum,
en skiptar skoðanir eru þó um vægi
gagnanna. Ísraelsk stjórnvöld upp-
lýstu í gær um að þau hefðu enga
vitneskju um hvaða ákvörðun Trump
myndi taka.
Alþjóðlegur þrýstingur á Trump
hefur verið mikill síðustu vikur um að
standa við samninginn, ekki síst frá
Frökkum, Þjóðverjum og Bretum. Í
gær gagnrýndi Frank-Walter Stein-
meier, forseti Þýskalands, Trump og
sagði að hann sæi fram undan grund-
vallarbreytingar í samstarfi Vestur-
veldanna í ljósi þess að nýr forseti
Bandaríkjanna sæi Vesturveldin ekki
sem hluta alþjóðasamfélagsins sem
eina heild, heldur sem keppnisvöll
þar sem hvert ríki færi sína eigin leið.
Boris Johnson, utanríkisráðherra
Bretlands, hélt í gær til Bandaríkj-
anna á fund Trumps og verður þar í
tvo daga. Kjarnorkusamningurinn er
forgangsmál á dagskránni auk stríðs-
ins í Sýrlandi og stöðu Norður-Kór-
eu.
Reitti Frakka til reiði
Ummæli Trumps um hryðjuverka-
árásirnar í París árið 2015, á ráð-
stefnu samtaka skotvopnaeigenda í
Bandaríkjunum (NRA) á laugardag,
hafa vakið mikla reiði í Frakklandi.
Trump bar saman skotvopnalöggjöf í
Bandaríkjunum og Frakklandi og
leiddi að því líkur að atburðirnir
hefðu aldrei orðið ef Parísarbúar
hefðu haft leyfi til að bera vopn.
Minna en vika er liðin frá því
Emmanuel Macron, forseti Frakk-
lands, hélt frá Washington þar sem
hann fékk blíðar móttökur hjá
Trump.
Söguleg mistök ef Trump
rýfur kjarnorkusáttina
Íransforseti harðorður í garð Trumps Utanríkisráðherra Breta til Washington
AFP
Íran Hassan Rouhani, forseti Írans, brást við hótun Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta og sagði hann myndu sjá eftir uppsögn kjarnorkusamningsins.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Tveir pólskir kolanámuverkamenn
létust og þriggja er saknað eftir
jarðskjálfta, 3,42 stig að stærð, sem
varð í bænum Jastrzebie Zdroj í
suðurhluta Póllands um klukkan ell-
efu fyrir hádegi í gær. Borin hafa
verið kennsl á annan þeirra látnu, en
DNA-próf verður framkvæmt á
morgun til að bera kennsl á hinn.
Skyldmennum námumannanna hef-
ur verið séð fyrir áfallahjálp.
Svæðið sem um ræðir er ekki
þekkt jarðskjálftasvæði, en íbúar í
nágrenni námunnar fundu margir
hverjir fyrir skjálftanum á heimilum
sínum. Yfir tvö hundruð námuverka-
menn og liðsmenn hjálparsveita leita
hinna þriggja sem saknað er. Að-
stæður eru mjög erfiðar til björgun-
ar, en mikill hiti er í námunni sem er
á um eins kílómetra dýpi.
200 hafa látist síðustu 45 ár
Um 250 voru að störfum í námunni
þegar jarðskjálftinn varð, en námu-
fyrirtækið JSW rekur námuna. JSW
er stærsta kolaframleiðslufyrirtæki í
löndum Evrópusambandsins.
Mateusz Morawiecki, forsætisráð-
herra Póllands, heimsótti særða
námumenn á sjúkrahúsi og fundaði
með stjórnvöldum og forsvarsmönn-
um fyrirtækisins í gær og forseti
landsins, Andrzej Duda, fór á vett-
vang slyssins.
Kol eru aðalorkugjafi Póllands og
á ári hverju eru yfir 65 milljónir
tonna grafin upp. Yfir 200 manns
hafa týnt lífi í námuslysum í Póllandi
á síðustu 45 árum.
Tveir látnir og
þriggja saknað
Jarðskjálfti olli námuslysi í Póllandi
AFP
Slys Áhyggjufullir ættingjar námu-
mannanna biðu fregna í gær.
Líbanar kusu í gær í fyrsta sinn í
þingkosningum frá árinu 2009. Síð-
ast áttu kosningar að fara fram ár-
ið 2013, en þeim var seinkað vegna
stríðsins í Sýrlandi og pólitísks
óstöðugleika í landinu. Á þessu
tímabili endurnýjuðu kjörnir
fulltrúar umboð sitt þrisvar sinn-
um. Á kjörskrá voru um 3,6 millj-
ónir, en kjörsókn var tiltölulega
dræm, um 49,2% þegar kjörstaðir
lokuðu síðdegis gær.
Ekki var búist við miklum um-
skiptum með tilliti til skiptingar
sæta milli stjórnmálaflokka og góð
kjörsókn var talin forsenda þess að
borgaralegir flokkar næðu árangri
gegn ríkjandi öflum.
AFP
Líbanar kusu í fyrsta sinn frá 2009
Rússneska stjórn-
arandstæðingnum
Alexej Navalní
var sleppt úr haldi
lögreglu í gær, en
hann var handtek-
inn á laugardag í
mótmælum vegna
embættistöku
Vladimírs Pútíns,
forseta Rússlands,
sem fram fer í dag.
Um 1.600 manns sem höfðu lýst
yfir andstöðu við forsetann voru
handteknir í landinu vegna mót-
mæla, en Navalní er sakaður um að
hafa skipulagt mótmælin ólöglega
og gæti átt yfir höfði sér þrjátíu
daga fangelsisdóm. Málið verður
tekið fyrir á föstudag. Á Twitter-
síðu sinni í gær lýsti hann því yfir
að svo virtist sem að samkvæmt
skipun hefði lögreglunni verið gert
að hafa hann ekki í haldi fyrr en að
embættistökunni lokinni.
Vladimir Pútín er nú við það að
hefja fjórða kjörtímabil sitt sem
forseti Rússlands, en að óbreyttri
stjórnarskrá mun hann ekki geta
boðið sig fram að nýju eftir fjögur
ár.
RÚSSLAND
Navalní laus úr
haldi lögreglu
Alexej Navalní