Morgunblaðið - 07.05.2018, Page 16

Morgunblaðið - 07.05.2018, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrstu afleið-ingar þeirr-ar ákvörð- unar Alþingis, með stuðningi meiri- hluta vinstri manna í borginni, að fjölga borgarfulltrúum úr 15 í 23 eru þegar komnar í ljós. Um helgina rann út framboðs- frestur vegna sveitarstjórn- arkosninganna sem fram fara eftir tæpar þrjár vikur og framboðin til borgarstjórnar eru sextán! Þetta er eitt af því sem var fyrirsjáanlegt við þessa fjölgun fulltrúanna því að þröskuld- urinn til að koma að manni hef- ur lækkað verulega. Ýmsir lukkuriddarar sjá því leik á borði og telja sig eiga mögu- leika á að fá kjörinn borgarfull- trúa. Og vissulega er það svo að þegar þröskuldurinn er kominn undir fjögur prósent eiga nánast allir möguleika. Á næstu þremur vikum tæp- um er svo hætt við að aðrar af- leiðingar þessarar misráðnu breytingar komi í ljós. Kosn- ingabaráttan verður að lík- indum mun ómarkvissari en ella með öllum þessum fram- boðum. Kjósendur eiga iðulega erfitt með að greina á milli flokka enda talsverð vinna að kynna sér stefnu þeirra fjög- urra til sex framboða sem yfir- leitt eru í boði, þó að ekki bæt- ist tugur eða tylft við. Og hættan eykst á því að umræðan fari út um víðan völl og áhuginn verði lítill. Það er verulega óheppi- legt því að í borg- armálum er margt sem brýnt er að fái góða umræðu fyrir kosningar og mikilvægt að framboðin skýri stefnu sína og skerpi á þeim mun sem væntanlega er á milli ólíkra framboða. Eftir kosningar fá borgar- búar svo að kynnast enn einum afleiðingunum af þessari út- þenslu yfirstjórnar borg- arinnar, því að þessu fylgir kostnaður. Borgarfulltrúar þurfa sitt, bæði í beinum laun- um og ýmsu öðru sem þeim fylgir óhjákvæmilega. Það munar um minna að auka þann kostnað um helming, ekki síst þegar horft er til þess að skatt- ar á borgarbúa eru þegar í há- marki. Af þessum sökum skiptir máli að framboðin í Reykjavík tali skýrt um það hvort þau vilja viðhalda þessum mikla fjölda borgarfulltrúa eftir að næsta kjörtímabili lýkur, eða hvort þau vilja skora á Alþingi að veita borgarstjórn heimild til að fækka borgarfulltrúum aftur niður í þann hóflega fjölda sem verið hefur. Afstaða framboðanna til þessa segir mikið um afstöðu þeirra til þess hvort borgin eigi að leggja aðaláherslu á þjónustu við borgarbúa eða borgarfulltrúa. Hvort á borgin að þjóna borg- arbúum eða borgar- fulltrúum?} Sextán framboð Bandaríski flot-inn tilkynnti um helgina að hann hygðist setja aftur á laggirnar Atlantshafsflota sinn, sem einnig er þekktur sem 2. flotinn, en hann var lagður niður vegna breyttra áherslna í alþjóðamálum árið 2011. Ýmislegt hefur breyst síðan þá og meðal annars hef- ur þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna aftur verið breytt í þá veru að samkeppni við önnur stórveldi, einkum Rússland og Kína, sé nú ein helsta ógnin við öryggi Banda- ríkjanna, líkt og í kalda stríð- inu. Með endurræsingu Atlants- hafsflotans er stigið stórt skref aftur til þess tíma, en á meðal þess sem 2. flotinn hefur á sinni könnu er að sinna eft- irliti í Norður-Atlantshafi, þar sem Rússar hafa stóraukið umsvif sín að undanförnu. Á sama tíma hyggst Atlantshafs- bandalagið koma á fót sameig- inlegri herstjórn fyrir sama svæði. Þessar ráðstaf- anir eru einungis nýjasti þátturinn í hinum hríðversn- andi samskiptum Vesturveldanna og Rússa, og raunar má segja að þær séu ill nauðsyn. Gera má ráð fyrir að með þessari til- högun muni landfræðilegt vægi Íslands aftur aukast til muna, jafnvel þó það muni ekki ná sömu hæðum og í kalda stríðinu, enda Rússland í dag fjarri því sama ógn og Sovétríkin voru á sínum tíma. Þegar kalda stríðinu lauk var talið að óhætt væri að draga úr þeim viðbúnaði sem þá var til staðar. Það var eðli- legt, en síðan hefur komið í ljós að þar var fulllangt geng- ið. Með stofnun Atlantshafs- flotans nú eru Bandaríkja- menn að bregðast við breyttum tíma og viðurkenna að þó að ástandið sé mun betra en áður geta Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið ekki leyft sér að horfa framhjá hernaðarlegu mikilvægi Norð- ur-Atlantshafsins. Atlantshafsfloti Bandaríkjanna settur aftur á fót} Brugðist við breyttum tíma M iklar félags- og efnahagslegar framfarir hafa átt sér stað á Norðurlöndum á liðinni öld. Félagslegur hreyfanleiki þess- ara samfélaga hefur verið mikill meðal annars vegna góðs aðgengis að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efna- hagslegri stöðu. Samanlagt mynda Norður- löndin tólfta stærsta efnahagskerfi veraldar og framtíðarhorfurnar eru góðar. Mennta- málaráðherrar Norðurlandanna funduðu ný- verið um þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan í menntamálum. Fundurinn var lærdómsríkur en það vakti sérstaka athygli mína hvernig Noregur hefur annars vegar náð að fjölga nýskráðum kennaranemum og hins vegar hversu hátt hlutfall grunnskólanema inn- ritast í verk-, iðn-, starfs- og tækninám þar í landi. Þetta eru einmitt tvær stórar áskoranir sem ís- lenskt samfélag glímir við og þarf að takast á við. Umtalsverður kennaraskortur blasir við á Íslandi ef ekki verður ráðist í róttækar aðgerðir. Þessa dagana er unnið að tillögum sem miða að því að bæta þessa stöðu. Þær snúa til dæmis að launuðu starfsnámi, námsstyrkj- um, markvissri leiðsögn fyrir starfsnema og nýliða ásamt þjóðarsátt um starfskjör kennara og skólastjórnenda. Í Noregi hefur svipuð staða verið uppi en hins vegar eru já- kvæð teikn á lofti þar í landi. Í ár hefur umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgað um 25% og um 15% í leik- skólakennaranám. Þessi árangur hefur náðst með mikilli samvinnu milli kennara og menntamála- yfirvalda. Þess má geta að kennaranámið í Noregi var nýverið lengt í fimm ár, samt sem áður er aukin aðsókn í það. Aðsókn á Íslandi í verk-, iðn-, starfs- og tækninám endurspeglar ekki eftirspurnina eft- ir slíkri menntun á vinnumarkaðnum. Ákveðin verkþekking getur glatast ef ekki verður farið í markvissar aðgerðir á næstu árum. Stað- reyndin er sú að mun færri eru í starfsnámi á Íslandi eða um 32 prósent meðan þetta hlutfall er um 50 prósent í Noregi og öðrum ríkjum í Evrópu. Íslenskt starfsmenntakerfi er öflugt en það hefur skort hvatningu til að sækja nám- ið, þrátt fyrir góðar atvinnuhorfur og tekju- möguleika. Við erum að vinna að því að ein- falda aðgengi að náminu, auka skilvirkni þess og lækka kostnað nemenda við að sækja námið. Atvinnulífið er fullt af tækifærum fyrir einstaklinga með þessa menntun. Betur má ef duga skal í þessum efnum. Allar þjóðir sem vilja vera leiðandi eru að fjárfesta í fjöl- breyttri menntun, rannsóknum og þróun til að takast á við þær áskoranir sem felast í tæknibyltingunni. Við Íslend- ingar stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum og þurfum að auka samstöðu og samvinnu til að ná ár- angri. Við verðum í auknum mæli að horfa til ríkja sem ná árangri og leita lausna sem eru raunhæfar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Gerum það sem virkar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. liljaalf@gmail.com STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Íslendingar eru að koma afkrafti inn í netverslunar-umhverfið, samkvæmt upp-lýsingum íslenska fyrirtæk- isins Smartmedia sem hefur sérhæft sig í netverslun og umsýslu vefsíðna fyrir íslensk fyrirtæki í tíu ár. Fyrir- tækið spáir byltingu í netverslun á Íslandi á næstu tveim til þrem árum og býst við því að landslag í smásölu muni breytast hratt á komandi ár- um. Smartmedia hefur frá stofnun verið brautryðjandi í íslenskri net- verslun og er fyrirtækið að sjá tæp- lega tvöföldun á veltu hjá við- skiptavinum. Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem margmiðl- unarfyrirtæki en fyrsta netverslun Smartmedia var Bödda biti, sem sel- ur fisk í neytendaumbúðum í Vest- mannaeyjum, árið 2008. Í dag eru viðskiptavinir Smart- media um 350 talsins þar af 200 net- verslanir en meðal viðskiptavina eru fyrirtæki á borði við A4, Lyfja og Samsungsetrið. „Það er gríðarlegur vöxtur í netverslun þessa dagana. Þegar Smartmedia var stofnað árið 2008 var rosalega lítið um net- verslanir og nánast enginn sam- keppni á greiðslumarkaði og í send- ingarmöguleikum,“ segir Hjörvar Hermannsson, sölu og markaðs- stjóri Smartmedia. „Í upphafi voru þetta mest fyr- irtæki sem ráku þegar verslanir en voru að opna netverslanir til að sýna úrvalið í búðunum. Núna erum við með kúnna hjá okkur sem hafa farið öfuga leið eins og t.d Snúran.is sem stofnaði netverslun hjá okkur nánast úr bílskúrnum heima hjá sér og rek- ur í dag glæsilega verslun í Ármúla,“ segir Hjörvar. Snjalltæknin hefur áhrif Upphaflega voru flestar net- verslanir settar upp með borðtölvur í huga en á síðustu tíu árum hefur verslunarumhverfið breyst með til- komu snjalltækninnar. Í dag er um helmingur umferðar á vefi hjá við- skiptavinum Smartmedia úr símum og spjaldtölvum. Þá hafa alþjóðlegar verslunarvenjur smitast heim til Ís- lands. „Veltuaukning viðskiptavina okkar er í tugum prósenta milli ára og það var gaman að sjá í haust hve Black Friday og Cyber Monday voru að koma sterkir inn.“ Spurður hverjar séu algengustu vörurnar segir Hjörvar það erfitt að segja. „Raftæki og tölvubúnaður eru fyrirferðamikil í veltunni en fatn- aður, íþróttavörur, húsbún- aðarvörur, lyf og fæðubótarefni, og hjálpartæki ástarlífsins eru alltaf vinsæl.“ Um 40% Íslendinga keyptu jólagjafir gegnum netverslun Hjörvar segir nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum netverslunar á næstu árum en að mati fyrirtækisins vantar að bæta dreifingarkerfi flutn- ingsaðila og svo koma tæknilegar lausnir ekki nægjanlega hratt. Áhrif netverslunar á íslenska verslun eru einnig óljós, að mati fyrirtækisins. Mörkin milli þess hvort fólk fer í verslun og mátar föt en kaupir þau svo á netinu eða kynnir sér raftæki á netinu og kaupir þau svo í verslun er erfitt að mæla. Smartmedia áætlar hins vegar að um 40% Íslendinga hafi keypt jólagjafir sínar á netinu um síðustu jól. Fyrirtækið segir einnig að netverslun fari vaxandi á Norðurlöndunum. Velta netversl- unar á Norðurlöndum var tæpir 2500 milljarðar í fyrra og um 60% fólks á aldrinum 18-79 versla á net- inu í hverjum mánuði. Vöxtur um 16- 18% á ári. Netverslun á Íslandi eykst með árunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Verslað Hjörvar Hermannsson, sölu og markaðsstjóri Smartmedia. Um 200 fyrirtæki eru með netverslun hjá fyrirtækinu. Samkvæmt skýrslu Rannsókn- arseturs verslunarinnar sem unnin var fyrir Samtök versl- unar og þjónustu um netverslun á Íslandi höfðu um 56% Íslend- inga verslað á netinu á síðustu tólf mánuðum árið 2013. Er þetta hlutfall nánast óbreytt samanborið við árin 2006 og 2007. Könnunin var fram- kvæmd af Hagstofu Íslands. Ís- land er í tíunda sæti Evrópuríkja hvað varðar hlutfall ein- staklinga sem hafa keypt í net- verslun síðustu tólf mánuði. Ís- land er í 16. sæti á meðal OECD ríkja. Í þeim Evrópulöndum þar sem hlutfallið er hæst hafa 70 til 75% fólks keypt á netinu síð- ustu tólf mánuði fyrir könnun. Áður voru íslenskir karlmenn líklegri en konur til að kaupa í netverslun en árin 2012 og 2013 var kynjamunur orðinn hverf- andi. 56% nýttu sér net- verslun ÍSLAND OG EVRÓPA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.