Morgunblaðið - 07.05.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
Á afmælisdaginn ætla ég að skoða rjúpur, ég get ekki hugsaðmér neitt skemmtilegra en að þvælast um fáfarin svæði aðleita að fuglum,“ segir Sunna Björk Ragnarsdóttir sem á 30
ára afmæli í dag.
Hún er líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðvesturlands sem er til
húsa að Garðvegi 1 í Sandgerði en sjálf býr hún í Njarðvík. Hún stund-
ar vistfræðirannsóknir með áherslu á fjörulíf og sjófugla.
„Við erum að telja rjúpurnar í samstarfi við Náttúrufræðistofnun
Íslands, þetta er gert á landsvísu og við tökum þetta að okkur hér á
svæðinu.“
Þetta eru sniðtalningar en þá er gengið um með GPS-tæki og fjöldi
karra, þ.e. karlfuglinn, metinn á ákveðnu svæði. Svo eru notuð
reiknilíkön til að meta stofnstærðina út frá talningunum.
„Annars er skemmtilegasti tíminn að byrja í vinnunni og næstu vik-
ur verður aðalvinnan að endurheimta staðsetningartæki af sjófuglum
sem geta sagt okkur til um vetrarstöðvar þeirra, við förum nokkuð
vítt um landið til að leita að þeim. Vandamálið er að þetta skarast við
sauðburðinn, maður kemst ekki heim í sauðburð,“ en Sunna er frá
Gunnarsstöðum í Þistilfirði. „Þessi sveitastelpugen brjótast út í því að
ég vil helst vera einhvers staðar úti á stígvélunum.“
Eiginmaður Sunnu er Elvar Steinn Traustason, framleiðslustjóri
hjá hrognaeldi Stofnsfisks. Dóttir þeirra er Diljá Silla, eins árs.
Líffræðingurinn Sunna að litmerkja sanderlu í Sandgerði.
Ætlar að telja
rjúpur á Reykja-
nesskaganum
Sunna Björk Ragnarsdóttir er þrítug
K
jartan Georgsson fædd-
ist á Reynisstað í
Skerjafirði við Reykja-
vík þar sem gamli
Skildninganesbærinn
stóð, þann 7.5. 1933 og ólst upp á
kúabúi foreldra sinna í Skerjafirði:
„Faðir minn var Austfirðingur í húð
og hár, en móðir mín Vestfirðingur.
Þau leigðu jörðina Reynisstað í
Skerjafirði af Eggert Claessen, lög-
manni, bankastjóra og athafnamanni.
Þau byggðu svo íbúðahúsið Reyni-
velli sem enn stendur í Skerjafirð-
inum og ráku myndarlegt kúabú á
jörðinni. Henni fylgdi víðfeðmt beit-
arland í Vatnsmýrinni og faðir minn
tók hross í hagabeit fyrir reykvíska
hestamenn og hafði af því nokkrar
tekjur. Auk þess átt hann bát og réri
úr vör niður af Reynisstaðabænum,
rétt vestan við sjóvarnargarðinn sem
enn stendur. Ég ólst því upp við öll
almenn sveitastörf í Skerjafirðinum,
rak þar kýr og var í hrossasnatti í
Vatnsmýrinni.
Kjartan Georgsson, bóndi á Ólafsvöllum á Skeiðum – 85 ára
Heyjað í Skerjafirði Heimilisfólkið á Reynisvöllum á fjórða áratugnum. Anna, systir Kjartans, er lengst til vinstri.
Rak kýr og eltist við
hross í Vatnsmýrinni
Hjónin á Ólafsvöllum Kjartan og Sigríður, en hún vann um langt árabil öt-
ullega að því að bjarga íslenska fjárhundskyninu frá ú́trýmingu.
Njarðvík Diljá Silla Elvars-
dóttir fæddist 26. janúar 2017
kl. 09.55 í Reykjavík. Hún vó
3.660 g og var 52 cm löng.
Foreldrar hennar eru Elvar
Steinn Traustason og Sunna
Björk Ragnarsdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is