Morgunblaðið - 07.05.2018, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2018
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er rétt að snúa sér að verk-
efnum í vinnunni, sem krefjast einbeitingar,
nákvæmni og rannsókna. Skipuleggðu tíma
þinn svo þú komist yfir hlutina.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér
ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem
heima fyrir. Lykillinn að samvinnu er að
uppgötva það sem hvetur alla til dáða.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess að ganga ekki á rétt
annarra þótt þú keppir að mikilsverðu tak-
marki. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur
skilar hugsanlega hagnaði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki efast um gáfur þínar eða hæfni
þína til að taka eigin ákvarðanir. Þú hefur
fulla ástæðu til að vera ánægður því allt
virðist ætla að ganga upp hjá þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gefstu ekki upp á því að leggja góðum
málstað lið þótt baráttan sé hörð og þér
finnist lítið miða áfram. Varastu að orsaka
glundroða og leita að átökum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gætir hæglega bætt framkomu
þína í garð annarra til muna. Gleymdu því
ekki að tvær hliðar eru á öllum málum og
oft þarf lítið til að skapa misskilning.
23. sept. - 22. okt.
Vog Vinna þín hefur skilað góðum árangri
og þú mátt vera stoltur af sjálfum þér. Þú
ert eins og gæsin sem verpir gulleggjum og
margir hafa hug á því að lokka þig til sín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að sýna mikla lipurð
til þess að komast í gegnum þá erfiðleika
sem fylgja nýju verkefni. Framkoma ein-
hvers kemur þér skemmtilega á óvart.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt það til að ganga of langt
í samskiptum við aðra. Ef þú ætlar að gefa
þér tíma til að tala við fólk, hlustaðu þá af
allri athygli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einlægar samræður við góðan
vin gera þér gott í dag. Ekkert jafnast á við
það að eiga samskipti við fólk sem er jafn
hnyttið – eða næstum jafn hnyttið – og þú.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert sáttari í vinnunni því þú
sérð að það er svigrúm til breytinga. Það er
oft betra að geyma hlutina hjá sér um
stund heldur en að deila þeim strax með
öðrum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vinnan verður ekki eins og þú óskar
þér, og þér finnst það fínt seinna meir.
Hvaðeina sem þú tekur upp á til þess að
bæta skipulagið mun koma þér að notum.
Páll Imsland heilsaði Leirliði áalhvítum fimmtudagsmorgni:
„Já, nú er það svo svart að allt er
orðið hvítt“:
Stebba Þór Stígssyni’ á Tanga
var stranglega bannað að langa,
en hann langaði samt
og hann langaði jafnt
og hann langaði þétt til að manga.
Mér var send þessi góða staka
og höfundurinn sagður „Guðrún
Halldórsdóttir yngri, skáld“ en á
henni veit ég engin deili:
Aldrei get ég andlegt fikt
iðkað nema á hlóðum
því er alltaf eldhúslykt
af öllum mínum ljóðum.
Það lá vel á hagyrðingum í síð-
ustu viku, – þeim fannst vorið
komið. Á föstudaginn skrifaði
Pétur Stefánsson á Leir: „Eftir
göngutúr dagsins datt mér í hug:
Að mér sækir (ekki treg)
indæl gleðivíma.
Alla daga arka ég
úti klukkutíma.
Lífs á strætum leik ég mér
lítt í skapi stúrinn.
Kaffisopinn indæll er
eftir göngutúrinn.“
Og Ingólfur Ómar bætti við:
Lífs um stræti fimur fer
frjáls með glöðu sinni.
Þess á milli alltaf er
að yrkja á fésbókinni.
Ármann Þorgrímsson vekur
athygli á því að sjálfstæðismenn á
Akureyri bæta við sig fylgi og
eru núna, samkvæmt síðustu
könnun, stærsti flokkurinn í
bænum:
Að sjálfstæðismenn sigri hér
sýnist nokkuð öruggt vera,
ef þetta vilji þjóðar er
þá er lítið hægt að gera.
Sigurður Jósúason, Dalasýslu,
orti:
Einhvern tíma ef ég ræ
einhvern tíma kemur logn,
einhvern tíma úti á sæ
einhvern tíma fæ ég hrogn.
Um flösku orti Andrés Björns-
son stöku sem varð húsgangur á
síðustu öld eins og raunar fleiri
stökur hans:
Það er fúlt á flöskunni,
fordérfaður andskoti,
hentu ‘enni oní helvíti
- hana, taktu við henni!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af löngunum og göngum
um lífsins stræti
„SLEPPTU BEININU. ÞÚ ERT VARÐHUNDUR
OG ÁTT BARA AÐ VAKTA SVÆÐIÐ.“
„MAMMA MÍN MÁ EKKI VITA AF ÞESSU! ÉG
SAGÐI HENNI AÐ ÞÚ HEFÐIR ÁKVEÐIÐ AÐ
BYRJA MEÐ RITARANUM ÞÍNUM.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ljúf hugsun.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRJUM HUND, ÉG ER
REIÐUR ÚT Í BRÉFBERANN
MINN. HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?“
VOFF
VOFF
VOFF
VOFF
VOFF
VOFF
BÍTTU HANN,
EN FYRST…
VERTU VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT BÚINN
AÐ FÁ ALLAR BÓLUSETNINGAR
ÞETTA ER
HRÆÐILEGT! GLEYMDIR ÞÚ
BRIMBRETTINU
ÞÍNU LÍKA?
Útlönd eru Akureyri. Þessi tilfinn-ing grípur Víkverja alltaf þegar
hann kemur í höfuðstað Norðurlands;
bæinn fallega við Pollinn. Á sumrin er
hvergi veðursælla en nyrðra þegar
hlý sunnangolan kemur yfir landið og
niður af hálendisbrúninni svo töl-
urnar á hitamælunum fara í hæstu
hæðir. Á Norðurlandi má raunar
segja að árstíðirnar séu aðeins þrjár;
haust, vetur og í beinu framhaldi af
því kemur sumarið. Snjó tekur upp á
skömmum tíma, trén í Lystigarð-
inum og öðrum lundum laufgast á ör-
fáum dögum og bærinn fyllist af túr-
istum þar sem farþegar af
skemmtiferðaskipunum eru áber-
andi. Allt springur út og oft er þetta
andrúm og samfélag líkast því sem
gerist í fallegum bæjum Evrópu.
x x x
Margt áhugavert mátti upplifa ístuttu stoppi Víkverja á Akur-
eyri í síðustu viku. Á Eyrinni og við
Drottingarbraut – og efalaust víðar í
bænum – standa yfir byggingar-
framkvæmdir. Er eftirtektarvert
hvað nýbyggingar í bænum falla
yfirleitt vel að eldri byggð svo úr
verður heildstæð mynd. Flutninga-
skip lá við bryggju, togari var í
slippnum og á Tryggvabraut var in-
dæll uppáhellingarilmur frá Nýju
kaffibrennslunni. Við umboð Toyota
voru Landcrusier-jeppar í röðum.
Akureyri hefur alltaf verið bílabær
og lengi verið verið sagt að notaðir
bílar þaðan séu sérstaklega vel með
farnir og í þeim séu betri kaup en
öðrum.
x x x
Í menningarhúsinu Hofi var stjórn-málafundur, þar sem Víkverji leit
inn. Leiðin lá svo upp í bæ. Verslun
Eymundsson er skemmtilegur við-
komustaður; kaffihús þar sem tímarit
og góðar bækur liggja frammi. Þetta
er skemmtilegasta bókabúð landsins.
Á Glerártorgi tók svo Víkverji
skammtinn; þrjá pakka af soðnu
brauði. Þetta fæst eiginlega hvergi
nema á Akureyri. Ómissandi að grípa
þetta með, svipað og taka skammt af
Toblerone og bjór í Fríhöfninni þegar
komið er frá útlöndum. Það kemur
líka heim og saman við það sem hér í
upphafi segir – útlönd eru Akureyri.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika væri ég hljóm-
andi málmur eða hvellandi bjalla.
(Fyrra Korintubréf 13.1)