Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
Ekki í leit að sökudólgum
Undir yfirborðinu er heitir ánýrri heimildarmynd eftirÞorstein J. sem frumsýnd
verður á RÚV á sunnudag. Þorsteinn
hefur unnið að myndinni síðastliðið ár
ásamt Óskari Páli Sveinssyni töku-
manni, Gunnari Árnasyni hljóðmanni
og fleirum. Myndin fjallar um afleið-
ingar sjókvíaeldis á íslenska náttúru
og fer víða í að sýna fram á alvarleika
málsins. „Myndin er gerð til að skoða
stóru myndina og útskýra fyrir fólki
um hvað málið snýst. Myndin er ekki
gerð til höfuðs neinum, þetta er ekki
gert til að finna einhverja sökudólga.
Hún er gerð fyrir okkur Íslendinga til
að finna leið út úr þessum ógöngum
sem við erum komin í,“ segir Þor-
steinn. Laxeldi í opnum sjókvíum er
hitamál úti um allan heim. „Þetta er
ekki séríslenskt vandamál, þetta er
alþjóðlegt vandamál og til þess að
sýna fram á hverju við stöndum
frammi fyrir leituðum við út fyrir
landsteinana til að sækja upplýsingar
um hvernig tekist hefur til þar. Rætt
er við fólk í Noregi, Svíþjóð, Skotlandi
og Seattle í Bandaríkjunum sem
þekkir vel til málsins og lýsir reynslu
sinna þjóða af sjókvíaeldi.
Fyrst og fremst
náttúruverndarmál
„Það sem okkur hefur vantað fram að
þessu, finnst mér, er að sjá heildar-
myndina. Þetta snýst ekki bara um
Vestfirði eða Austfirði eða hagsmuni
1.500 bænda sem eiga veiðirétt á laxi
og silungsveiði á Íslandi, heldur er
þetta náttúruverndarmál sem skiptir
alla Íslendinga máli.“
Þorsteinn segir málið ekki hverfast
um það að vera á móti laxeldi. „Ég er
ekki á móti laxeldi frekar en nokkur
maður. En það skiptir máli hvernig
það er gert. Hvort það er gert í sjó
eða á landi. Við þurfum að spyrja okk-
ur hvað er í húfi áður en við spyrjum
okkur hversu mörg störf skapast eða
hversu mikill gróði verður af þessu.
Það sem er í húfi er náttúra Íslands
og villtir laxastofnar sem við eigum að
bera ábyrgð á að eyðileggist ekki.“
Raunveruleg hætta
„Reynsla annarra þjóða, sem gerir
myndina held ég forvitnilega, er alveg
sú sama og reynsla Íslendinga verður
ef við ætlum að nota sömu aðferðir.
Annars vegar er um að ræða mengun
af kvíunum í fjörðunum, út af fóðri og
svo úrgangi úr fiskinum og síðan er
norskur eldislaxi í kvíunum, sem aldr-
ei átti að fara út í sjó. Þegar fiskur
sleppur, ekki ef, þá er hann raunveru-
leg hætta gagnvart íslensku villtu
laxastofnunum,“ segir Þorsteinn.
„Það skiptir okkur töluverðu máli,
myndi ég segja, að læra af reynslu
annarra þjóða þegar kemur að sjó-
kvíaeldi.“ Hann segir að jafnvel þó að
eldið sé öðruvísi á Íslandi en í Skot-
landi, að því leyti að laxeldisfyrir-
tækin séu ekki með laxeldi við árnar
heldur á afmörkuðum svæðum, þá
ferðist fiskurinn mörg hundruð kíló-
metra. Þannig sé allt landið undir.
Eftirliti ábótavant
Eftirlitsstofnanir hafa verið gagn-
rýndar fyrir að sinna sínu hlutverki
illa þegar kemur að fiskeldi. „Ég horfi
þó fyrst og fremst til eftirlitsstofnana
fremur en til laxeldisfyrirtækjanna.
Ég er ekkert í vafa um að laxeldisfyr-
irtæki eru að gera sitt besta en það er
gríðarlegur skortur á eftirliti. Við vit-
um í raun ofboðslega lítið um hvað er
að gerast þarna. Laxeldisfyrirtækin
hafa sjálf kvartað yfir því og beðið um
frekara eftirlit, sem er frábært. En
það breytir þó ekki þeirri meginstað-
reynd að aðferðin er hættuleg. Það
hafði mikil áhrif á mig að sjá að-
stæður í Svíþjóð og ekki síst í Seattle,
sjá framtíð okkar Íslendinga þar ef
svo má segja, og tala við fólk sem hef-
ur barist gegn yfirgangi þessara
stóru laxeldisfyrirtækja um árabil.“
Úrelt aðferð við eldi
Kurt Beardslee, framkvæmdastjóri
Wild Fish Conservancy í Washing-
ton í Bandaríkjunum, er meðal við-
mælenda í heimildarmynd Þorsteins.
Hann hefur barist í um 15 ár gegn
sjókvíaeldi og náði loks árangri fyrir
stuttu þegar þingið í Washington-
ríki samþykkti að frá og með árinu
2022 væri sjókvíaeldi ekki leyft. Not-
ast yrði við aðrar aðferðir.
Sjókvíaeldi væri í raun gamaldags
aðferð sem aðrar þjóðir, meðal ann-
ars Norðmenn sem eiga í fyrir-
tækjum á Íslandi, væru að skoða
mjög ítarlega að hætta að nota og
færa eldið annaðhvort út á rúmsjó
eða upp á land í sínu heimalandi.
Beardslee telur Íslendinga geta
komið í veg fyrir þann stóra um-
hverfisvanda sem aðrar þjóðir hafa
þurft að horfast í augu við með því að
færa kvíarnar upp á land. Á Íslandi
er nú þegar landeldi stundað í Öx-
arfirði og suður með sjó, hjá Land-
orku. Þorsteinn tekur undir með Be-
ardslee. „Af hverju í ósköpunum
viljum við koma til leiks með aðferðir
sem aðrir eru að losa sig við? Við höf-
um tækifæri til að gera þetta rétt. Ef
við horfum til sjávarútvegsins, þá
hefur okkur lánast það að gera ís-
lenska sjávarútveginn sjálfbæran og
höfum þar af leiðandi sterka og já-
kvæða ímynd af Íslandi sem þjóð
sem tekur ábyrgð á auðlindum sín-
um, líkt og Sigurður Guðjónsson, for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, segir
í myndinni. Viljum við ekki gera eins
með fiskeldið?“ .
Sjókvíaeldi er ein af þeim
aðferðum sem notaðar eru
við laxeldi. Lax er einnig
hægt að ala í kvíum á landi.
Ljósmynd/Óskar Páll Sveinsson
Laxeldi í opnum sjókvíum er hitamál um allan heim og í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd er á sunnudag er leitast við
að varpa ljósi á reynslu annarra þjóða af þessari aðferð og draga fram heildarmyndina og mögulegar afleiðinar sjókvía-
eldis á íslenska náttúru. Einn sérfræðinga sem rætt er við í myndinni telur Íslendinga eiga að færa kvíarnar upp á land.
Þorsteinn J. leikstjóri og Óskar Páll Sveinsson mynda-
tökumaður á tökustað í Dýrafirði á Vestfjörðum.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Fiskeldi í opnum sjókvíum í
fjörðum við Íslandsstrendur
er tiltölulega ný atvinnu-
grein á Íslandi. Í þessari nýju
atvinnugrein felast ýmis
tækifæri en aðferðirnar eru
umdeildar vegna mengunar
frá kvíunum og hættu á
blöndun við íslenska laxa-
stofna þegar eldislax slepp-
ur. Atvinnugreinin fer ört
vaxandi og til að mynda
rauk framleiðslan úr 8.000
tonnum í 15.000 tonn árið
2016. Að mati margra hefur
laxastofninn nú þegar hlotið
skaða vegna laxeldis í opn-
um sjókvíum og verður
skaðinn varanlegur ef kví-
arnar verða ekki færðar upp
á land.
Hafrannsóknastofnun tel-
ur óhætt að leyfa fram-
leiðslu á allt að 71.000 tonn-
um á Vestfjörðum og
Austfjörðum. Gangi það eft-
ir má gera ráð fyrir um
12.000.000 eldislaxa í fjörð-
um á Íslandi. Það er 150
sinnum meira magn en allur
íslenski laxastofninn en um
80.000 laxar ganga í ár á Ís-
landi á hverju sumri.
Hinn villti ís-
lenski laxa-
stofn nú þegar
hlotið skaða
Myndin er ekki gerð til höfuðs neinum, þetta er ekki gert til að
finna einhverja sökudólga. ... Ég er ekki á móti laxeldi frekar en
nokkur maður. En það skiptir máli hvernig það er gert. Hvort það
er gert í sjó eða á landi.
INNLENT
GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR
gunntorunn@gmail.com