Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 16
ástandinu. „Einhvers staðar pikkuðu þeir upp að litli bróðir þeirra gæti verið veikur í þrjú ár og jafnvel þurft öndunarvél og þeim brá að vonum við þær fréttir. Þeim létti vitaskuld þegar það var leiðrétt; gripið hefði verið snemma inn í hans veikindi sem þýddi að bat- inn yrði skjótari. Það er yfirleitt ekki besta myndin þegar börn eru sjálf að fylla upp í eyð- urnar og þess vegna brýnt að miðla upplýs- ingum til þeirra jafnóðum.“ Um leið og hann fór að hressast fengu bræð- urnir að heimsækja Hrafnar Þór á spítalann og urðu það að vonum fagnaðarfundir. „Við pöntuðum pítsu og áttum ljúfa stund saman.“ Ógleymanlegur afmælisdagur 20. febrúar átti Hrafnar Þór átta ára afmæli. Katrín Brynja segir þau ekki hafa búist við miklu á þeim merkisdegi enda lá hann rúm- fastur. Á morgnana fara læknarnir á stofu- gang og biðu með að koma til hans, enda var hann grjótsofandi. „Klukkan ellefu gátu þau ekki beðið lengur og stofan fylltist af læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og svo auð- vitað henni Gróu okkar Gunnarsdóttur sem sér um barnastarfið, en hún hafði skipulagt þetta og óvænta afmælisveislu eftir hádegið. Hópurinn söng afmælissönginn fyrir skæl- brosandi og ögn feiminn dreng og mamman stóð agndofa á kantinum. Við áttum alls ekki von á þessu! Eftir hádegið var lítil og krútt- lega afmælisveisla og við, ásamt öllum börn- um sem gátu, fengum köku. Á endanum varð þetta að ógleymanlegum afmælisdegi fyrir Hrafnar Þór, á ókunnum stað með ókunnug- um gestum. Þetta var mjög fallegt og spítal- anum til sóma. Seinna um daginn áttum við fjölskyldan og vinir góða stund með honum. Það var örþreytt- ur drengur sem sofnaði um kvöldið – en ákaf- lega glaður,“ segir Katrín Brynja. Síðar fékk Hrafnar Þór verðlaun frá spít- alanum vegna dugnaðar sem hann hafði sýnt vegna allra nálarstungnanna sem hann þurfti að þola; út að borða fyrir fjóra á Ham- borgarafabrikkunni. „Það er dásamlegt fólk þarna á Barnaspítalanum; valinn maður í hverju rúmi,“ segir móðir hans og bætir við að umhverfið skipti sköpum upp á líðan og öryggi barnanna í þessum erfiðum að- stæðum. „Það er örugglega ekki fyrir hvern sem er að vinna á svona stað,“ segir hún og nefnir sérstaklega taugalæknana Sigurð Marelsson og Brynju Kristínu Þórarins- dóttur, að öðrum ólöstuðum. „Við eigum frá- bært starfsfólk þarna!“ Fann ekki fyrir þreytu Spurð um sína líðan meðan sonur hennar var sem veikastur segir Katrín Brynja það áhuga- vert að hún hafi ekki fundið fyrir þreytu. Henni hafi ekki komið dúr á auga fyrstu tvær næturnar, þegar það kom í hennar hlut að dveljast hjá honum, enda þorði hún ekki að líta af Hrafnari Þór. „Maður fær greinilega einhvern aukakraft við þessar að- stæður sem erfitt er að útskýra, eitthvað ótrúlegt adrenalínflæði. Ég fann bara fyrir óhugnalegri þreytu þegar ég skaust heim til að fara í sturtu eða græja eitt- hað fyrir bræður hans, en um leið og ég gekk inn í sjúkrastofuna hans, þá hvarf öll þreyta. Líkaminn er eitt stórt furðuverk.“ Hrafnar Þór byrjaði strax og hann gat í end- urhæfingu á spítalanum, fyrst bara í rúminu og meira að segja það þreytti hann. Úthaldið dugði bara í fimm mínútur í fyrstu og eftir að hann var farinn að notast við hjólastólinn, þá gat hann lengi vel ekki sparkað í mjúkan bolta, hvað þá meira. Þrekið jókst þó smátt og smátt. 23. febrúar fékk Hrafnar Þór að fara heim nestaður þeim lyfjum sem hann þurfti enn á að halda. Á þeim tíma var hann ennþá í hjólastól en fékk að hafa göngugrind með sér ef hann skyldi fá áhuga og kjark til að nota hana. Ekki var um eiginlega útskrift að ræða enda heimferðin meira hugsuð sem leyfi, þar sem börnum líður gjarnan betur heima hjá sér en á spítalanum í bataferlinu þegar þau hafa kraft og getu til að fara þangað. Tveimur dögum eftir heimkomu tók móðir hans upp augnablikið þegar hann öðl- aðist kjark til prófa göngugrindina án hjálp- ar. Það var áfangasigur. Allt gekk vel og Hrafnar Þór þurfti ekki að leggjast aftur inn á spítalann. Uppbygging frá grunni Katrín Brynja segir hann hafa tekið fram- förum dag frá degi. 27. febrúar byrjaði Hrafnar Þór í endurhæfingu í Rjóðrinu sem móðir hans ber mikið lof á. „Þar opnaðist enn einn nýr heimur fyrir okkur og augljóst er að frábært starf er unnið í Rjóðrinu. Grófhreyf- ingarnar komu fyrst en Hrafnar Þór þurfti að byggja sig upp frá grunni, þar sem hann hafði rýrnað svo mikið. Og var þó ekki af miklu að taka.“ Hrafnar Þór byrjaði aftur í skólanum í mars, hægt og bítandi. Móðir hans segir það hafa verið erfitt skref enda var hann ennþá ekki nema skugginn af sjálfum sér og páskafríið var mjög kærkomið. Skólinn stóð þó vel að öllu, að sögn Katrínar Brynju, upp- lýsti samnemendur hans um veikindin og af- leiðingar þeirra og auk þess hafði skólinn sam- band þegar ekkert hafði heyrst af honum lengi. „Mér þótti virkilega vænt um að finna að þeim var ekki sama.“ Foreldrarnir voru með honum í skólanum til að byrja með og létu part úr degi duga enda er þreytan fljót að hellast yfir drenginn. Núna er Hrafnar Þór í endurhæfingu tvisv- ar í viku hjá Jóhönnu Björk Gylfadóttur sjúkraþjálfara í Garðabæ og hún nær frábær- lega til hans. „Það er alltaf tilhökkunarefni að fara og hitta Jóhönnu Björk.“ Hann hefur náð miklum líkamlegum styrk til baka, en nú er það þolinmæðin sem reynir á til að komast á sama stað og hann var á fyrir veikindin. Að sögn móður hans á hann ennþá langt í land. „Hrafnar Þór er ekki sama barnið og fyrir veikindin. Hann er í 2. bekk í Flata- skóla og var mjög duglegur og áhugasamur að lesa og skrifa en nú þarf að biðja hann um það og helst hitta á rétta gluggann. Það er ekki sama hvenær maður sækir að honum. Hann er núna varla til í að lesa fimm blaðsíður í einu á meðan hann las tuttugu til fjörutíu blaðsíður áður en hann veiktist og vildi helst alltaf klára bókina strax. Heima var Hrafnar Þór alltaf langfyrstur á fætur, en nú er erfitt að vekja hann á morgnana og hann fær reglulega tals- verða verki í fæturna sem læknarnir segja að sé eðlilegt. Sjálfur segir hann verkina vera eins og þegar hann var veikur.“ Dagur skuldar Hún nefnir dag í síðustu viku, þar sem Hrafnar Þór fór í skóla og skólasund og var síðan úti að leika við vini sína á hjóli. „Eftir það kemur dagur skuldar. Hann svaf í fimmtán klukkutíma um nóttina og var enn ómögulegur þegar ég vakti hann og ekki farið í skólann þann dag. Eftir situr það sem enginn sér sem er þreyta og oft algjör örmögnun. Fullorðið fólk sem hefur fengið GBS lýsir þessu sem hrikalegri þreytu sem geti hellst yfir hvenær sem er, burtséð frá því hvort rólegheit eða hamagangur og stress ráði ríkjum þann dag- inn.“ Að sögn Katrínar Brynju er skólinn ekki lengur sama tilhlökkunarefni og hann var, lík- lega vegna þess að hann getur ekki beitt sér að fullu, og þau bíða spennt eftir sumarfríinu. „Það verður gott fyrir hann að kúpla sig aðeins frá skólanum og svo fær hann bara ferskt start í 3. bekk í haust.“ Hrafnar Þór býr að miklu keppnisskapi og það hefur líklega hjálpað til við framfarirnar. Hann hefur mætt á stöku fótboltaæfingu en treystir sér ekki í fimleikana ennþá. „Við göngum út frá því að hann nái fullri heilsu, ekkert bendir til annars, en það getur tekið tíma. Þolinmæðin er dyggð í þessu eins og öðru, sérstaklega þegar um Guillain-Barré ræðir. Við bíðum bara róleg eftir að endur- heimta þennan litríka, lífsglaða og þróttmikla karakter aftur að fullu.“ Katrín Brynja hefur enn sem komið er lítið Bræðurnir Hrafnar Þór, Máni Freyr og Nói Baldur. ’Tveimur dögum eftirheimkomu tók móðirhans upp augnablikið þegarhann öðlaðist kjark til prófa göngugrindina án hjálpar. Það var áfangasigur. Ljósmynd/Tinna Stefánsdóttir VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.