Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 10
Ari Ólafsson stóð sig með stakri prýði á sviði í Lissabon í und-
ankeppni Eurovision á þriðjudag. Því miður náði Ísland
ekki að komast áfram í lokakeppnina á laugardags-
kvöld. Lagahöfundurinn var þó hæstánægð með
frammistöðuna. „Ég er ótrúlega stolt af Ara og öllu
liðinu. Ég hefði ekki getað beðið um meira frá
neinum. Hópurinn er ótrúlega samstilltur
og ótrúlega góður saman. Það er
sérstaklega mikill
kærleikur í
hópnum.“
Þórunn Erna Clausen, höfundur íslenska lagsins Our Choice.
Heimir Hall-
grímsson og að-
standendur íslenska
karlalandsliðsins í
knattspyrnu til-
kynntu leikmanna-
hópinn sem fer til Rússlands á HM í
júní á blaðamannafundi á föstudag.
Alls var tilkynntur 35 manna hópur
til FIFA en af honum eru 23 sem gert
er ráð fyrir að fari út. Hinir 12 eru þó enn inni í myndinni sem nokkurs
konar varamenn fram til 4. júní þegar tilkynna þarf endanlegan hóp. „Því
miður kemur þetta val of snemma fyrir Kolbein,“
Heimir Hallgrímsson valdi Kolbein Sigþórsson ekki í 23 manna
hópinn en hann er í 35 manna hópnum þannig að enn er von
um að markamaskínan geti verið með á HM.
Tæplega helmingur landsmanna, eða
44,9%, telur að fjöldi þess flóttafólks sem
veitt er hæli á Íslandi sé nægilegur,
29,4% landsmanna telja of lítinn fjölda
flóttamanna fá hæli og 25,7% eru þeirrar
skoðunar að of margir flóttamenn fái
hæli á Íslandi. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR
sem birt var í vikunni.
Haförninn sem Snorri Rafnsson
fangaði í desember var svæfður
svefninum langa í vikunni þar
sem ekki tókst að koma honum
til heilsu þrátt fyrir gott atlæti í
Húsdýragarðinum undanfarna
mánuði.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIKAN SEM LEIÐ
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
VETTVANGUR
Það er merkilegt hvernig fennir yfir hluti meðtímanum. Stundum gleymum við hvernig hlut-irnir voru en stundum kjósum við að trúa ekki
okkar eigin minningum. Stundum á þann hátt að við
getum eiginlega ekki ímyndað okkur að eitthvað hafi
verið svo slæmt að við höfum ekki orðið algjörlega
gagntekin af því. Þá er ákveðin hætta á því að við
gleymum því sem við höfum lært af sögunni og miss-
um sjónar á því hvað frelsi og mannréttindi skipta
miklu máli.
Ég fór að hugsa um þetta þegar ég las bókina Ekki
gleyma mér eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Þar segir
hún frá námsári sínu í Austur-Þýskalandi. Daglegu
lífi, rómantík og samskiptum við venjulegt fólk. Bókin
er frábær en það sem situr eftir er tilhugsunin um að
það eru innan við þrjátíu ár síðan þetta æxli náði yfir
stóran hluta af Austur-Evrópu. Og það sem verra er:
Við erum farin að gleyma því hvernig þessu landi, og
reyndar miklu fleirum, var stjórnað á þessum tíma.
Það merkilega við þessa bók eru smáatriðin sem
gleymast. Hvernig nemendur þurftu að skrifa upp
heilar bækur af því það mátti ekki nota ljósritunar-
vélar, raðirnar fyrir framan hálftómar búðir, að þurfa
að bíða klukkutímum saman til að geta hringt til út-
landa, vitandi að símtalið væri hlerað og eftirlitið með
því að fólk fengi ekki að vita hvernig heimurinn í
kringum það væri. Og með heppni – Trabant eftir
margra ára bið.
Það sem er þó einna ömurlegast er að fólk njósnaði
um nágranna sína og jafnvel vini. Og aðrir voru að
njósna um njósnarana. Og enn aðrir um þá. Allt í nafni
kerfis sem var alla tíð andlega gjaldþrota og byggðist
á tortryggni og kúgun. Þar sem átti að ríkja jöfnuður
var í raun gríðarleg misskipting.
Ég var svo lánsamur að ná að heimsækja Þýska al-
þýðulýðveldið tvisvar áður en það leið undir lok. Ég
segi lánsamur, því að koma þangað og fá að kynnast
ástandinu var mikil lífsreynsla fyrir ungan íþrótta-
fréttamann. Andrúmsloftið var ólíkt því sem ég hafði
nokkurn tíma kynnst. Að koma yfir landamærin var
eins og að fara í tímavél. Allt var gamalt og úr sér
gengið. Endalausar raðir, skriffinnska og eftirlit.
Við fengum með okkur fylgdarmann sem átti að sjá
til þess að við gerðum ekkert sem væri Alþýðulýðveld-
inu ekki að skapi. Við fengum meira að segja staðfest-
ingu á að herbergið okkar væri hlerað. Þegar við
nefndum það við heimamenn reyndu þeir ekki að
þykjast vera hissa. Þetta var bara daglegt brauð hjá
þeim.
Það var sorglegt að kynnast ungu fólki sem fékk
engin tækifæri en dreymdi um að komast burt. Eftir
nokkurra mínútna spjall kom alltaf það sama: Mig
langar að flýja en ég get það ekki vegna fjölskyldu
minnar. Henni yrði refsað.
Ég man enn þegar við ókum yfir landamærin til
Vestur-Þýskalands. Þegar það rann upp fyrir okkur
að landamæraverðirnir, sem grandskoðuðu bílinn,
voru ekki að leita að smyglvarningi heldur fólki. Það
var ónotaleg tilfinning.
Síðustu ár hef ég stundum heyrt fólk tala um að
kannski hafi þetta ekki verið svo slæmt þarna aust-
urfrá. Fólk hafi fengið að borða og kerfið hafi virkað.
Ég myndi ráðleggja því að verða sér úti um eintak af
Ekki gleyma mér og svara því svo eftir lesturinn hvort
þetta væri líf sem það gæti hugsað sér.
Ekki gleyma þeim
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
’Þegar það rann upp fyrir okkur að landamæraverðirnir, sem grandskoðuðu bíl-inn, voru ekki að leita að smyglvarningi heldur fólki. Það var ónotaleg tilfinning.
UMMÆLI VIKUNNAR
’Það er ekki lengur svo einfaltað Bandaríkin geti verndaðokkur. Evrópuríki verða að takaörlögin í sínar eigin hendur. Það
er verkefni framtíðarinnar.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Mikið úrval af flottum
HUNDARÚMUM
– fyrir dýrin þín
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Finnsk innanhússhönnun
02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is
Innblásið af Aalto
Matur