Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 29
13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Bærinn Sète er í Languedoc-
héraði í Frakklandi. Þar er vel
hægt að lifa mjög afslöppuðum
Miðjarðarhafslífsstíl. Í bænum
eru nefnilega engir stórir ferða-
mannastaðir svo það er hægt að
einbeita sér að því að ganga á
milli kaffihúsa og veitingastaða
á milli þess sem farið er í sól-
bað. Það ætti að vera nóg pláss
á hvítu sandströndinni fyrir alla
en hún er 13 kílómetrar á lengd.
Í borginni eru síki eins og á
meðfylgjandi mynd og hefur
hún vegna þessa verið kölluð
Feneyjar Suður-Frakklands. Á
hverju ári í ágúst er keppt í
sérstakri vatnaíþrótt á síkj-
unum, einskonar vatnaskylm-
ingum. Þar mætast tveir bátar
og takast tveir einstaklingar á
en sá vinnur sem tekst að ýta
hinum í vatnið. Sjón er sögu
ríkari.
GettyImages/iStockphoto
SÈTE
Feneyjar
Suður-Frakklands
Ítalska bæinn Sanremo er að finna á
Lígúríuströndinni við Miðjarðarhafið
en hann er oft kallaður blómabærinn
enda litrík blóm víða, svo ekki sé
minnst á pálmatrén sem heilla svo
mjög íbúa frá norðlægum slóðum.
Þar búa tæplega 60.000 manns en
þetta er vinsæll ferðamannastaður á
ítölsku rivíerunni, bæði vegna veður-
sældar og fegurðar. Þarna er stórt
spilavíti rétt eins og í Mónakó, sem er
þarna nálægt en verðið er hagstæðara í
Sanremo en hinum megin við landa-
mærin.
Vegna nálægðar við frönsku landa-
mærin er næsti flugvöllur í Nice, sem
er aðeins í um 50 km fjarlægð.
SANREMO
GettyImages/iStockphoto
Blómabærinn
á ítölsku
rivíerunni
Viana do Castelo er
tæplega 40.000 manna
bær í norðurhluta
Portúgals. Hann er við
ósa árinnar Lima, við
Atlantshafið. Kirkjan
uppi á hæðinni þykir
sérlega falleg en hægt
er að taka sporvagn þar
upp. Af hæðinni er jafn-
framt gott útsýni. Mið-
bærinn er frá miðöld-
um og skartar mörgum
gömlum byggingum.
Sunnan við bæinn er
ströndin Praia do
Cabedelo sem er löng
með sandhólum og
liggur við furuskóg.
Þarna er gott að hjóla
og ganga því það eru
stígar bæði meðfram
ánni og ströndinni.
VIANA DO CASTELO
GettyImages/iStockphoto
Strönd og útivist
Galaxidi er bær við sjóinn í
Grikklandi þar sem göturnar
eru þröngar og heillandi. Höfnin
í bænum er náttúruleg og er
hann umkringdur fjöllum. Í bæn-
um eru fimm hefðbundin torg
en þaðan liggja göturnar á hæsta
punkt bæjarins við Agios Nikola-
os-kirkjuna sem gnæfir yfir bæn-
um.
Galaxidi er í um 2,5-3 tíma
akstursfjarlægð frá höfuðborg-
inni Aþenu og er bærinn frekar
vinsæll helgardvalarstaður borg-
arbúa.
Við höfnina eru margir veit-
ingastaðir, barir og verslanir. Við
sjóinn er þægileg gönguleið og
þar eru líka nokkrar víkur sem
eru vinsælar hjá þeim sem vilja
kæla sig í sjónum. Þetta eru ekki
sandstrendur heldur eru þær
með smásteinum.
Nálæg strönd, Profitis Ilias, er
hinsvegar löng sandströnd sem
er vinsæl meðal yngra fólks sem
finnst gaman að skemmta sér
fram á nótt.
GALAXIDI
GettyImages/iStockphoto
Vinsæll
helgardval-
arstaður
BRÚÐARGJAFA
LISTINN Á
WWW.FAKO.IS
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
SPENNANDI
BRÚÐAR
GJAFIR
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu