Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 23
Á heimilinu eru grænkerar og því er vegan-elda- mennska talsvert fyrirferð- armikil. Uppskriftin er feng- in frá Þórgný Einari Albertssyni. 2 pakkar þétt tófú 250 ml Oatly matreiðslurjómi 1 pakki piparsósa frá Toro salt og pipar 1 tsk. þurrkað tímían, basilíka og oreganó 1 tsk. sellerísalt 1 tsk. sinnepsduft 3 tsk. paprikukrydd 3 tsk. hvítlauksduft 1 tsk. engiferduft 2 tsk. hvítur pipar 1 bolli hveiti plöntumjólk eða plöntujógúrt Pressið tófúið í hálftíma í tófúpressu eða með því að vefja því inn í viskastykki og leggið eitthvað þungt ofan á. Skerið svo í 1-1,5 sm sneiðar. Blandið kryddinu og hveiti saman við. Dýfið tófúinu í kryddblönduna, svo í mjólk/jógúrt og svo aftur í kryddblönduna. Djúpsteikið í olíu, til dæmis repjuolíu, í fáeinar mínútur, nógu lengi til þess að húðin utanum verði áþekk húð- inni á KFC-kjúklingi á lit- inn. Berið fram með frönskum, maísstönglum og Toro-piparsósu (blandið Oatly-rjóma saman við hana). Vegan KFC Einn af fyrstu svínakjötsrétt- unum sem ég lærði að útbúa og þykir enn jafngóður eru fylltar svínalundir. Svínalund er á hagstæðu verði, mikill matur fyrir lítinn pening og góð fylling kemur í veg fyrir að kjötið verði of þurrt. Fyll- ingin hefur aðeins þróast með árunum en það góða er að það má auðveldlega skipta út því sem vantar og nota eitthvað annað sem til er í ísskápnum. 1 kg svínalund 250 g sveppir, saxaðir 220 g spínat, saxað búnt af ferskri basilíku 100-150 g geitaostur 2 beikonsneiðar nokkrar döðlur, fínt skornar 70 g valhnetur, gróft skornar 2-3 hvítlauksrif, fínt skorin ½ tsk. þurrkað tímían ¼ tsk. þurrkuð salvía salt og pipar ólífuolía Hitið ofninn í 180°C. Steikið beikonið vel og skerið svo niður í litla bita. Mýkið hvítlauk, sveppi og spínat í ólífuolíu og setjið svo til hliðar, geymið í sigti til að um- framvökvi drjúpi af. Opn- ið lundina með því að skera með beittum hníf í miðjuna og fletja kjötið eins vel út til hliðanna og hægt er. Blandið hvítlauk, spínati, basilíku, sveppum, valhnetum, döðlum og kryddi saman í skál. Smyrjið alla útflatta lundina með geitaosti og leggið fyllinguna ofan á. Rúllið lundinni upp eins og þið séuð að búa til kanilsnúða og lokið með til dæmis tannstöngum eða snæri. Steikið lundina á öllum hliðum á pönnu og hafið svo inni í ofni í um það bil 45 mínútur. Fylltar svínalundir 13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Pavlovan Árið 2004, eftir nokkur ár af því að hafa bakað franska súkkulaðiköku fyrir öll til- efni og búin að fá nóg, varð á vegi mínum kaka sem ég hef ekki enn orðið leið á og vel að merkja þá er hún líka bökuð fyrir öll tilefni. Í fyrstu var notast við upp- skrift sem Nanna Rögnvald- ardóttir gaf í Gestgjafanum en hún týndist fyrir nokkr- um árum svo síðan þá hefur verið reynt að herma eftir henni eftir minni, sennilega hefur Nanna þó ekki notað vanilluskyr. 4 eggjahvítur 175 g sykur 1 msk maísmjöl 1 tsk hvítvínsedik Hitið ofninn í 150°C. Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær eru orðnar hálfstífar. Blandið þá helmingnum af sykrinum saman við og þeytið áfram þar til blandan myndar stífa toppa. Blandið þá maísmjölinu og afgang- inum af sykrinum saman og og þeytið áfram. Hrærið hvítvínsedikinu varlega saman við. Teiknið hring með blýanti á bökunar- pappír, notið matardisk til að mynda formið og smyrj- ið blöndunni á pappírinn, hafið deigið eilítið þykkara til endanna. Bakið í 10 mín- útur og lækkið þá hitann í 120°C og bakið í klst. Slökkvið þá á ofninum en hafið kökuna inni í honum í eina klst. í viðbót. KREMIÐ 1 dós (250 g) mascarpone- ostur 100 ml þeyttur rjómi 1 eggjarauða 40 g flórsykur ½ lítil dós vanilluskyr fræ úr vanillustöng (má sleppa) Hrærið vel upp í mascar- pone-ostinum og blandið saman við flórsykur, vanillu- skyr og eggjarauðuna. Hrær- ið svo þeytta rjómann var- lega saman við og skafið fræin innan úr einni vanillu- stöng og blandið saman við. Gott er að kæla kremið ör- lítið áður en það er sett á kökuna, hún verður að vera orðin köld. Skreytið með miklu af berjum að eigin vali. Fyrir mörgum árum fékk ég hið fullkomna smur- brauð á veitingastað. Rúg- brauð með rauðsprettu. Síðan þá er sá réttur reglu- lega á boðstólum. Ef fólk hefur lítinn tíma fæst for- steikt rauðspretta víða, til dæmis í fiskbúðinni Vega- mótum á Seltjarnarnesi og þá er matreiðslan enn minna mál. 800 g rauðspretta, skorin í mátuleg stykki til steikingar 1 sítróna 100 g hveiti 2 egg, léttpískuð 250 g brauðrasp, tilbúið eða heimagert salt og pipar 30 g smjör lambhagasalat ½ rauðlaukur 4 sneiðar gróft ósætt rúg- brauð remúlaði ferskt dill og oregano Kreistið safa úr ½ sítrónu yfir fiskstykkin. Þerrið eilít- ið. Veltið þeim upp úr hveiti, þar á eftir upp úr eggjablöndunni, sem má salta örlítið, og loks rasp- inu. Leggið til hliðar uns búið er að afgreiða allan fiskinn á þennan hátt. Hitið smjörið á viðloðunarfrírri pönnu og steikið fiskinn við miðlungshita, 2-3 mínútur á hvorri hlið. Kryddið, eftir að fiskurinn er steiktur, með salti og pipar eftir smekk. Smyrjið rúgbrauð- sneiðarnar með smjöri, leggið kálblöð ofan á, þá rauðsprettustykki, fínt skor- inn rauðlauk, sprautið re- múlaðitopp ofan á eða haf- ið til hliðar og skreytið með dilli og fersku oregano. Rauðspretta á rúgbrauði Fjölmargar fjölskyldur eiga sína útgáfu af hefðbundnum grilluðum kjúklingi. Mis- munandi matreiðsla á hon- um felst yfirleitt bara í ör- litlum mun á kryddi og svo sósunni sem fylgir með. Okkar útfærsla er að troða sítrusávöxtum inn í holrúm kjúklingsins fyrir steikingu, sítrónu-, lime- og appel- sínubitum. Kjötið verður mun safaríkara. Nýjasta nýtt er að vísu að sjóða heil- an kjúkling í steikarpotti í kókósmjólk eins og Nanna Rögnvaldar gerir í Pottur, panna og Nanna en hér er gamla góða aðferðin: 1 heill kjúklingur ½ appelsína ½ sítróna ½ lime 8 hvítlauksrif 1 lúka af ferskum kryddjurtum að eigin vali, til dæmis tímían, rósmarín eða oreganó kjúklingakrydd frá Potta- göldrum ólífuolía salt og pipar Skerið sítrusávextina í bita og troðið inn holrúm kjúklingsins ásamt afhýdd- um hvítlauksrifjum og lúku af ferskum kryddjurtum. Dreypið olíu yfir kjúklinginn áður en hann er kryddaður vel á öllum hliðum. Setjið í opinn ofnpott og inn í ofn við 180°C í 60-85 mínútur (fer eftir stærð kjúklingsins). SVEPPASÓSA 250 g sveppir 1-1 og ½ msk. villibráð- arkraftur 20 g smjör pipar og salt 2 msk. fersk steinselja, smátt skorin 1 peli rjómi smá rauðvín á góðum degi (má sleppa) Steikið sveppina upp úr smjöri og villibráðarkraft- inum við vægan hita vel og lengi, þar til þeir eru næst- um orðnir að mauki. Hellið þá örlitlu rauðvíni yfir og látið gufa upp (má sleppa). Piprið og salti og bætið rjóma út í, hitið að suðu og látið malla í nokkrar mín- útur, þar til hún er orðin hæfilega þykk. Setjið stein- selju út í. Klassískur grillaður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.