Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Það er mikilvægt að muna eftir sólarvörninni, sér-staklega þegar dvalið er nálægt sjó eða sundlaug því
endurkastið af vatninu ýtir undir áhrif sólarinnar.
Ekki gleyma sólarvörn
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
Sætir strandbæir
Íslendingar sækja gjarnan í sólríka staði á sumrin og ekki er verra ef
þeir eru við sjóinn. Hér eru taldir um sjö skemmtilegir strandbæir í
Suður-Evrópu sem vel eru þess virði að sækja heim.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Suðvesturströnd Frakklands er
vinsæl hjá brimbrettafólki en
bærinn Saint-Jean-de-Luz er
með rólegri vík þar sem ferða-
menn geta baðað sig á sand-
strönd í vari fyrir stórum öldum.
Ströndin er nokkuð stór og er
því yfirleitt hægt að finna róleg-
an stað.
Fyrir þá sem vilja elta öld-
urnar er síðan stutt í frægar
brimbrettastrendur á borð við
Erromardie, Lafiténia og Cénitz.
Bærinn er mjög nálægt landa-
mærunum við Spán þannig að
þar gætir mikilla baskneskra
áhrifa. Baskneskar pönnukökur
sem kallast taloas eru vinsælar
hjá baðgestum en þær eru gerð-
ar bæði með maísmjöli og hveiti
og gjarnan bornar fram með ís
úr sauðamjólk. Maturinn í bæn-
um þykir almennt góður og arki-
tektúrinn er líka á meðal þess
sem dregur fólk að honum.
Bærinn hefur lengi notið vin-
sælda sem sumardvalarstaður.
Hann er líka þekktur fyrir að þar
fór fram brúðkaup sólkonungs-
ins Loðvíks 14. og Maríu Teresu
Spánarprinsessu.
GettyImages/iStockphoto
SAINT-JEAN-DE-LUZ
Basknesk
stemning
Sanlúcar á Spáni hefur lengi
verið vinsæll bær hjá hefðar-
fólki frá Sevilla, sem er í rúm-
lega hundrað kílómetra fjar-
lægð. Bærinn tilheyrir Anda-
lúsíu og hefur verið í byggð
síðan fyrir Krist. Nú búa þar í
kringum 70.000 manns. Stað-
setning bæjarins var mikilvæg í
Ameríkuferðum Spánverja á
15.-17. öld.
Sanlúcar er nú vinsæll sum-
arleyfisstaður og er staðurinn
þekktur fyrir matargerð sína,
ekki síst manzanilla-sérrí og
sjávarrétti. Hann er líka þekkt-
ur fyrir flamencódans og kapp-
reiðar á ströndinni. Kappreið-
arnar fara í ár fram dagana
8.-10. ágúst og 22.-24. ágúst.
Þarna er gott að baða sig en
alls eru sex kílómetrar af
sandstrandlengju við bæinn,
sem er við ósa Guadalquivir-
árinnar og við Doñana-
þjóðgarðinn.
SANLÚCAR DE BARRAMEDA
GettyImages/iStockphoto
Kappreiðar og
flamencódans
Hvítar byggingar og mjúkar hæð-
irnar þykja minna á Grikkland en
San José í Almería á Spáni er
samt sem áður alveg ekta
spænskur sumardvalarstaður.
Hægt er að leigja sólhlífar og sól-
stóla, hjólabáta og kajaka til að
skemmta sér á ströndinni.
Aðalströndin er breið og þakin
hvítum sandi en einnig er að
finna þarna nálægt minni strandir
sem hægt er að fara til með
strætó. Fjöldi veitingastaða er við
aðalströndina.
GettyImages/iStockphoto
SAN JOSÉ
Flottur stað-
ur fyrir alla
fjölskylduna