Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 14
Í byrjun þessa árs var Hrafnar Þór Auð- unsson ósköp venjulegur sjö ára strák- ur í Garðabæ. Tápmikill og úthalds- góður með blik í auga. Spratt alltaf fyrstur á fætur á morgnana, æfði fót- bolta og fimleika, lék sér löngum stundum úti með vinum sínum og var duglegur að lesa, skrifa og reikna fyrir skólann, án þess að hvetja þyrfti hann til þess. 31. janúar veiktist Hrafnar Þór af einhverju sem var greinilega magapest, en byrjaði eins og flensa með mjög háum hita. Hann hristi hana af sér á tveimur dögum eins og hraustir krakkar gera. Kastaði bara einu sinni upp. „Þegar ég horfi til baka náði hann sér þó aldrei að fullu; var slappur og sljór næstu daga og svolítið ólíkur sjálfum sér,“ rifjar móðir hans, Katrín Brynja Hermannsdóttir, upp. Um viku síðar, fimmtudaginn 8. febrúar, vaknaði Hrafnar Þór með mikla verki í hnés- bótunum, lýsti því eins og virkilega slæmum harðsperrum og vildi helst ekki stíga í fæt- urna. Móður hans þótti þetta ekki ótrúlegt því hann hafði verið á fimleikaæfingu á mið- vikudeginum áður, en man eftir að hafa hugsað hvað þetta væru svakalega miklar harð- sperrur! Hann gekk hægt, tiplaði á tánum og fór ekki í skólann. Lá bara hreyfingarlaus fyrir framan sjónvarpið allan daginn. Mjög ólíkt honum. „Mér fannst þetta strax skrýtið,“ segir Katrín Brynja. „Hrafnar Þór er einstaklega harður af sér og verður aldrei veikur. Hann kvartar yfirleitt ekki en þegar hann gerir það trúi ég honum alltaf. Hrafnar Þór er ekki týp- an sem verður „feikur“ og spilar þannig með foreldra sína.“ Eigi að síður hringdu engar aðvörunar- bjöllur á þessum tímapunkti. „Ég mat það svo að honum hefði slegið niður af veikindunum vikuna áður og yrði jafn fljótur að ná sér,“ seg- ir Katrín Brynja. Fjaraði hratt undan honum Foreldrar Hrafnars Þórs búa ekki saman og seinnipart fimmtudags fór Hrafnar Þór, ásamt eldri bræðrum sínum tveimur, Mána Frey, fimmtán ára, og Nóa Baldri, tíu ára, til föður þeirra, Auðuns Svafars Guðmundssonar, eins og þeir gera annan hvern fimmtudag, en for- eldrarnir búa í sama hverfi. „Mér fannst óþægilegt að láta hann frá mér svona lasinn en þar sem ég hélt að þetta væri „bara“ flensa, þá gæti Hrafnar Þór alveg eins legið þetta úr sér heima hjá pabba sínum eins og hjá mér.“ Aðspurð viðurkennir hún þó fúslega að það sé hrikalega erfitt að láta frá sér lasið barn, beinlínis vont. „Það er svo langt frá því að vera einfalt eða auðvelt, en því miður veruleiki margra fráskilinna foreldra. Ég vissi þó að hann yrði í góðum höndum hjá pabba sínum, það var ekki eins og ég væri að senda hann á ókunnugar slóðir.“ Á föstudeginum fjaraði hratt undan drengn- um. Um kvöldið var hann búinn að missa rödd- ina alveg, orðinn ennþá slappari og verulega valtur á fótunum. Kom sér ekki á milli hús- gagna nema með því að halda sér í eða fá stuðning. Hann var óðum að missa máttinn í fótunum. Á laugardagsmorgni var farið með Hrafnar Þór á læknavaktina í Kópavogi og þaðan var hann sendur beint niður á bráðamóttöku Barnaspítalans. Þar var hann í allskyns rann- sóknum fram á kvöld, meðal annars heila- skanna, sem sýndi ekki neitt óeðlilegt. Katrín Brynja segir að lítið samband hafi náðst við Hrafnar Þór á þessum tímapunkti; hann hafi verið sljór og dofinn. Um kvöldið var hann sendur heim og sagt að koma morguninn eftir til að gangast undir frekari rannsóknir. „Ég verð að viðurkenna að mér þykir undar- leg ákvörðun að senda barn heim sem er alls ekki með sjálfu sér og ófært um að ganga,“ segir Katrín Brynja, sem var ein heima hjá sér, viti sínu fjær af áhyggjum og hræðslu og átti að eigin sögn „ömurlegustu nótt lífs míns“. Útilokuðu æxli Að morgni sunnudags héldu rannsóknir áfram. Inn og út komu læknar til skiptis sem spurðu sömu spurninga og reyndu að fá svör frá Hrafnari Þór sem lá þarna hálf rænulaus. Katrín Brynja segir það hafa aukið á óvissuna að sífellt var nýr og nýr læknir að koma inn og ræða við þau; biðja þau um að endurtaka allt sem hafði þegar verið sagt – margsinnis. „Þetta var óþægilegt meðan á því stóð, það er erfitt og „frústrerandi “að endurtaka sig í sí- fellu meðan maður er logandi hræddur og að farast úr áhyggjum, en eftir á að hyggja er þetta líklega mikil- vægt í svona ferli, jafnvel nauðsynlegt. Betur sjá augu en auga.“ Um hádegisbil þennan sama dag var Hrafnar Þór svæfður og sendur í MRI- rannsókn, sem er sneiðmyndataka. Á þessum tímapunkti þótti Katrínu Brynju heilsu hans hafa hrakað enn meira. „Okkur fannst líf hans hreinlega vera að fjara út fyrir augunum á okkur. Læknarnir vildu útiloka að hann væri með æxli og sem betur fer sást engin fyrirferð í heila, mænu eða annars staðar sem hefði get- að verið skýringin á því að hann var nú radd- laus og lamaður fyrir neðan mitti. Ræktun úr mænuvökva sýndi hins vegar mikla hækkun á próteini svo læknarnir færðust nær því að geta greint hann,“ segir Katrín Brynja. Svæfingin var djúp vegna þess hve löng og ítarleg rannsóknin var og foreldrunum fannst Hrafnar Þór vera heila eilífð að vakna. „Vökn- unin var inni á gjörgæslu og þar opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Maður gerir ekki ráð fyrir því að neitt komi fyrir börnin manns en svo er maður allt í einu kominn í þessar að- stæður. Það hjálpaði mikið að það er yndislegt fólk sem vinnur á spítalanum sem veitti okkur heilmikinn stuðning, þótt enginn hafi sagt eitt einasta orð um hvað væri að gerast eða hvern- ig þetta gæti mögulega farið, eðlilega kannski, til að vekja ekki falskar vonir eða valda óþörf- um kvíða. Ég held ég hafi þráspurt alla sem komu þarna að, í örvæntingarfullri tilraun til að fá einhverja staðfestingu á að hann yrði í lagi.“ Þungbært að horfa á hann Spurð hvaða hugsanir hafi farið gegnum koll- inn á henni á gjörgæslunni svarar Katrín Brynja: „Maður vonar það besta en gerir, af einhverjum ástæðum, ráð fyrir því versta. Það hlýtur að vera mannlegt, er það ekki? Það var allavega allt á yfirsnúningi innra með mér og reglulega barðist ég við erfiðar hugsanir sem komu algjörlega óboðnar. Pabbi dó alltof ung- ur úr krabbameini og nú gat ég ekki útilokað þann möguleika að ég væri að missa son minn líka. Það var mjög þungbært að horfa á hann í svona djúpum svefni á gjörgæslu vitandi að hann var lamaður og búinn að tapa röddinni, hvað myndi blasa við okkur þegar hann vakn- aði? Þetta getur farið á hvorn veginn sem er, hugsaði ég með mér.“ Þegar hann vaknaði loksins var Hrafnari Þór rúllað inn á stofu á annarri hæð Barnaspít- alans. Á eftir rúminu gengu niðurlútir for- eldrar. Að því kom að taugalæknir birtist og bað foreldra Hrafnars Þórs að setjast niður. „Setjast niður?“ segir Katrín Brynja. „Það gat ekki boðað gott ... Þess utan talaði læknirinn bæði lágt og rólega. Eftir á að hyggja er hann hins vegar bara þeirrar gerðar, yndislegur maður. En á þessu augnabliki varð ég tilfinn- ingalaus í fótunum, hendurnar eins og blý og mig svimaði. Hvað er maðurinn að fara að segja okkur?“ Katrín Brynja segir sömu vanlíðan hellast yfir sig, bara við að rifja þetta upp. Niðurstaðan var sú að líklega væri Hrafnar Þór með Guillain-Barré Syndrome (GBS) sem er sjaldgæfur sjálfs- ofnæmissjúkdómur eða sjúkdómsástand, eftir því hvernig það er skil- greint, sem veldur lömun. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í með lyfjameðferð til að freista þess að stöðva framgöngu sjúkdómsins. Læknirinn mælti með lyfjameðferðinni og falaðist eftir samþykki foreldra Hrafnars Þórs enda þótt ekki væri 100% öruggt að lömunin væri af völdum GBS. „Við vorum alveg steini lostin bæði tvö enda hafði hvorugt okkar heyrt um þennan sjúkdóm, sem á líklega við um flesta. Við samþykktum meðferðina auðvitað strax; eitthvað yrði að gera, bara eitthvað!“ segir Katrín Brynja. Misjafnt hvað veldur GBS Hún segir misjafnt hvað ýti GBS af stað og í raun ekki alveg vitað en það sem gerist er að í veikindum, eins og herjuðu á Hrafnar Þór 31. janúar, þá myndar líkaminn mótefni sem hefur það hlutverk að „ráðast á veikindin“. „Þegar um GBS ræðir, þá gerir þetta ákveðna mótefni ekki greinarmun á „veikindunum“ og tauga- slíðrum (efni sem umlykur taugar) og fer að ráðast á þau líka og éta upp. Það mætti líkja þessu við þegar rafmagnssnúra eyðileggst og vírarnir í henni verða berir. Þegar taugaslíðrin verða fyrir skaða, þá berast taugaboð illa eða ekki frá heila og þar sem skemmd verður mik- il, þar lamast líkaminn. Þetta getur gerst mis- hratt en í flestum tilvikum lamast fólk mjög hratt. Lömunin byrjar oftast í tám og „ferðast“ upp að mitti, því næst frá fingrum og að öxlum. Öndunarvöðvar, raddbönd og fleira lamast gjarnan líka, en eftir því sem ég hef les- ið mér til um, þá getur þetta verið allskonar, en oftast svona,“ segir Katrín Brynja sem sökkti sér þegar í allt efni sem hún komst yfir um sjúkdóminn til að freista þess að skilja hann betur. „Sá lestur var ekki beint uppörv- andi en í verstu tilfellunum lamast allur lík- aminn og andlit og þegar öndunarfæri lamast er öndunaraðstoð nauðsynleg til að halda fólki á lífi.“ Að sögn Katrínar Brynju er tíðnin á bilinu 0,5 til 3 á hverja 100.000 á ári sem greinast með GBS. Hjá Hrafnari Þór var lömunin fyrir neðan mitti, auk þess sem raddböndin lömuðust, sem gerði það af verkum að hann gat bara hvíslað. Að sögn móður hans reyndist það unga mann- inum gríðarlega erfitt. „Hann varð mjög leiður og reiður yfir því að geta ekki gert sig skilj- anlegan.“ GBS olli því líka að blóðþrýstingurinn rauk upp úr öllu valdi, en það er þekktur hliðar- kvilli, og hjartsláttur drengsins varð óeðlilega ör. Eftir að lyfjameðferðin hófst segir Katrín Brynja son sinn fyrst um sinn hafa verið áfram til hliðar við sjálfan sig. Lítið samband hafi náðst við hann fyrstu dagana. „Hann svaf lítið sjálfur og starði bara á mónitórinn við sjúkra- rúmið sitt.“ Röddin kom í miðri setningu Hrafnar Þór brást vel við lyfjameðferðinni og á fimmta degi endurheimti hann röddina. „Hún kom í miðri setningu sem var mjög krúttlegt,“ rifjar Katrín Brynja upp brosandi. „Þegar hann var að reyna að segja mér eitt- hvað með hvísli, þá kom allt í einu smá sýn- ishorn af röddinni. Það var virkilega óvænt ánægja fyrir hann og magnað að upplifa þakk- læti hans yfir jafn „sjálfsögðum hlut“ og að geta notað röddina aftur.“ Sjúkdómurinn nær hámarki á tveimur til fjórum vikum og því kom inngripið á góðum tíma fyrir Hrafnar Þór. Hægt og bítandi byrj- aði lömunin að ganga til baka, öfuga leið miðað við það hvernig hún hafði byrjað. Batinn byrj- aði í mitti og endaði á tánum. Rannsóknir benda til þess að 95% GBS-sjúklinga nái sér að fullu en það getur tekið drjúgan tíma. Katrín Brynja bendir á, að sjúkdómurinn sé til dæmis gjarnan kallaður „Getting Better Slowly“ í Bandaríkjunum og að mikil þolinmæðisvinna bíði þeirra sem veikjast af GBS. Hvenær gripið er inn í veikindin skiptir verulegu máli fyrir bataferlið en þess utan eru börn alla jafna fljótari að ná sér en fullorðnir; líkami þeirra er einfaldlega fljótari að „gera við“ skemmdirnar. Katrín Brynja veit um full- orðið fólk sem hefur verið lengi í hjólastól og þurft á margra mánaða endurhæfingu að halda. Katrín Brynja telur mjög mikilvægt að halda systkinum veiks barns vel upplýstum meðan á ferlinu stendur. Bræður Hrafnars Þórs hittu hann ekki fyrst um sinn og fyrir vik- ið var nauðsynlegt að gera þeim grein fyrir Gat ekki útilokað að ég væri að missa son minn Skömmu fyrir átta ára afmælið sitt veiktist Hrafnar Þór Auðunsson hastarlega; lamaðist fyrir neðan mitti og missti málið. Foreldrar hans upplifðu að vonum mikla angist en ítarlegar rannsóknir bentu til þess að um væri að ræða sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm, Guillain-Barré Syndrome, sem mikilvægt er að grípa mjög hratt inn í til að lágmarka skaða og flýta fyrir bata. Núna, rúmum þremur mánuðum seinna, er Hrafnar Þór allur að braggast en á þó ennþá talsvert í land að ná fyrri styrk og karakter. Móðir Hrafnars Þórs, Katrín Brynja Hermannsdóttir, hefur nú stofnað hóp á Facebook í því augnamiði að efla vitund um þennan lítt þekkta sjúkdóm. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Við vorum alveg steini lost-in bæði tvö enda hafðihvorugt okkar heyrt um þennansjúkdóm, sem á líklega við um flesta. Við samþykktum með- ferðina auðvitað strax; eitthvað yrði að gera, bara eitthvað! VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.