Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 35
13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 2.-8. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Marrið í stiganumEva Björg Ægisdóttir 2 Dagar höfnunarElena Ferrante 3 Týnda systirinB A Paris 4 UppruniDan Brown 5 BlóðengillÓskar Guðmundsson 6 SamfeðraSteinunn G. Helgadóttir 7 Þú og ég og allt hittCatherine Isaac 8 Alein úti í snjónumHolly Webb 9 Draugsól – þriggja heima saga #4 Kjartan Y.B. / Snæbjörn B. 10 Í nafni sannleikansViveca Sten 1 Alein úti í snjónumHolly Webb 2 Freyja og Fróði rífastKristjana Friðbjörnsdóttir 3 Freyja og Fróði eignast gæludýr Kristjana Friðbjörnsdóttir 4 Kormákur krummafótur Jóna Valborg Árnadóttir/Elsa Nielsen 5 Dala-dalaSatomi Ichikawa 6 Veröld MíuMargrét Ýr Ingimarsdóttir 7 Hvernig gleðja á pabbaJean Reagan 8 Risasyrpa – sögufrægar endur Walt Disney 9 Hvolpasveitin – litabók 10 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth Allar bækur Barnabækur Ég hef verið að lesa matreiðslu- bækur, er núna með eina við hlið- ina á mér sem heitir Jerusalem og er eftir Yotam Otto- lenghi. Hún er æði og gaman að lesa hana til að fá hug- myndir. Hentar mér líka vel af því það er ekki í henni skel- fiskur eða svínakjöt. Næsta bók sem ég gríp er ekki beinlínis tengd, en kannski pínku- lítið: Myths and Legends of Flow- ers, Trees, Fruits, and Plants eftir Charles M. Skinner. Kom út 1911 og er klassík. Ég er að glugga í hana vegna þess að ég ætla að vera með fræðslu- göngur í Grasagarðinum í sumar og segja sögur út matjurtagarð- inum. Önnur sem ég er að lesa þessu tengt er The Haunted Garden: Death and Transfiguration in the Folklore of Plants eftir Sheryl Humphrey. Það er aðeins dimm- ari sögur af plöntum, skuggalegar þjóðsögur, en hún er rosalega skemmtileg líka. ÉG ER AÐ LESA Björk Þor- leifsdóttir Björk Þorleifsdóttir er sagnfræðingur. Eldgos í aðsigi / Imminent Eruption heitir ljóðabók eftir Völu Hafstað. Eins og heiti bók- arinnar ber með sér eru ljóðin í henni birt á tveimur málum, ensku og íslensku. Vala Hafstað fluttist til Bandaríkjanna tví- tug og bjó þar í þrjátíu ár að hún sneri aftur heim til Íslands. Eldgos í aðsigi er önnur ljóðabók Völu, en bókin News Muse kom út fyrir fjórum árum og hafði að geyma gamanljóð á ensku. Hún hefur einnig birt talsvert af ljóðum á netinu. Bókautgáfan Sæmundur gefur bókina út. Þegar Rosamund Young var tólf daga gömul og Richard bróðir hennar þriggja ára hófu for- eldrar þeirra búskap í Worcesterskíri og komu sér upp nautgripahjörð í upphafi sjötta áratugar síðustu aldar. Í bókinni Lífsspeki kúa rekur Rosamund Young, sem býr enn á bænum, reynslu sína af samskiptum við kýr og tínir til dæmi sem renna stoðum undir það að kýr séu ekki síður margbreytilegar en mannfólkið og eins að kýr elska hver aðra. Ingunn Ásdísardóttir þýddi, Bókaforlagið Benedikt gefur út. Á undanförnum árum hefur norska blaðakon- an Lene Wold kynnt sér heiðursmorð í Jórdan- ínu og rekur rannsóknir sínar í bókinni Heiðra skal ég dætur mínar sem Draumsýn hefur gefið út í íslenskri þyðingu Arnar Þ. Þorvarðarsonar. Í bókinni segir Wold frá kynnum sínum af Jórd- ana sem drap móður sína og aðra af tveimur dætrum sínum, að sögn til að endurheimta heiður fjölskyldunnar, en í bókinni kemur fram að heiðursmorð snúast ekki um íslam, heldur um hefðir og löggjöf. NÝJAR BÆKUR Í bókinni Einu sinni var í austri segir kínverski rithöf-undurinn og kvikmyndasmiðurinn Xialou Guo fráævi sinni frá fæðingu til fullorðinsára. Eftir inngang hefur hún söguna svo: „Ég fæddist munaðarlaus. Ekki vegna þess að foreldrar mínir væru látnir, nei, þau voru bráðlifandi bæði tvö. En þau gáfu mig vandalausum.“ Þetta var í upphafi áttunda áratugarins, menningar- byltingin að renna sitt skeið í Kína og faðir Xialou Guo var kominn í vinnubúðir, en móðir hennar var bók- staflega upptekin frá morgni til kvölds; vann í verk- smiðju frá sex á morgnana og tróð síðan upp í bylting- aróperum á kvöldin. Þau afréðu því að gefa barnið og afhentu það bláfátækum bændahjónum sem tóku hana með sér í fjallaþorp sitt. Fljótlega áttuðu hjónin sig á því að þau gátu ekki fætt sig sjálf og hvað þá barnið og skiluðu stúlkunni því til ömmu hennar og afa sem bjuggu í Shitang, Steinatjörn, litlu sjávarplássi skammt frá Wenling. Þar var Gou til sjö ára aldurs að hún hitti foreldra sína í fyrsta sinn — þau birtust óforvarandis og tóku hana með sér til Wenling það sem þau bjuggu með eldri bróður hennar. Guo hafði alist upp við það hjá afa sínum og ömmu að amman, sem var sú eina sem sýndi henni ástúð, var lítilsvirt og smáð. Hún lærði því að konur voru minna virði, nánast einskis virði eins og kom á daginn þegar til Wenling var komið og hún lýsir í bókinni: bróðir hennar var „formlegt barn fjölskyldunnar“ en hún „ekkert annað en stúlkubarn sem enginn kærði sig um“. Í bókinni kemur vel fram að Guo ólst upp við sára fá- tækt, en í viðtali við breska dagblaðið The Guardian þeg- ar bókin kom út á ensku fyrir rúmu ári sagði hún að versta fátæktin hefði verið andleg, að ná ekki að tengjast neinum í kringum sig því allir voru svo uppteknir við að komast af að þeir áttu ekkert afgangs í tilfinningar. „Þegar ég fór að lesa vestrænar bækur sem táningur fylltist ég bræði vegna æsku minnar. Það var sú bræði og beiskja sem miðuðu mér inn í heim bókmenntanna.“ Fjórtán ára gömul var Guo farin að yrkja og fyrsta ljóðabókin kom út þegar hún var átján ára gömul. Hana langaði þó mest af öllu að gera kvikmyndir og næsta bók hennar var safn kvikmyndahandrita. Hún fór í kvik- myndanám í Beijing, en gekk illa að fá leyfi til að gera kvikmyndir eftir handritum sínum, þau þóttu svo dap- urleg. Með tímanum varð dvölin í Kína óbærileg fyrir hana sem listamann og þegar kostur gafst á því að fara í framhaldsnám í kvikmyndgerð í Bretlandi tók hún því fegins hendi. Fyrsta bókin sem vakti verulega athygli á Guo á Vest- urlöndum var A Concise Chinese-English Dictionary For Lovers sem hún skrifaði á ófullkominni ensku og var meðal annars tilnefnd til bókmenntaverðlauna kvenna 2007. Einu sinni var í austri hefur líka verið vel tekið,var meðal annars tilnefnd til bókmenntaverðlauna bók- menntagagnrýnenda vestan hafs og eins til Costa- bókmenntaverðlaunanna. Kvikmyndum Guo hefur ekki verið síður tekið og hafa fengið verðlaun á kvikmynda- hátíðum víða um heim, jafnt leiknar myndir sem heimild- armyndir. Fæddist munaðarlaus Í bókinni Einu sinni var í austri lýsir kínverski rithöfundurinn Xialou Gou nöturlegri æsku sinni og því hvernig hún braust til mennta. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Kínverski rithöfundurinn Xialou Guo. Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Innihald: • Kólín sem stuðlar að: - eðlilegum fituefnaskiptum - viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrarinnar • Mjólkurþistil ogætiþistil sem talin eru stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar og galls • Túrmerik og svartan pipar Heilbrigð melting Active Liver stuðlar að eðlilegum efnaskiptum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.