Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 GMC Sierra SLT
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og
loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning
innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
Litur: Silver, svartur að innan.
Einnig til Stone Blue, Dark Slate og Red Quartz
VERÐ
9.590.000 m.vsk
2018 GMC Denali
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftur-
sæti, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti
og heithúðaður pallur. Öll standsetning innífalin í
verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.990.000 m.vsk
2018 GMC Sierra SLT
Q6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og
loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning
innífalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
Litur: Stone blue, svartur að innan.
Einnig til Dark Slate, Silver og Red Quartz
VERÐ
9.590.000 m.vsk
2018 GMC Denali - 35” breyttur
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ. Vel útbúinn bíll t.d.
upphitað stýri, sóllúga, geymsluhólf undir aftursæti,
BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og
heithúðaður pallur. 35” breyttur með brettakanta,
35” dekk og krómfelgur. Öll standsetning innífalin í
verði ásamt ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
10.690.000 m.vsk
Það gætti ýmissa grasa á sam-
félagsmiðlunum í vikunni. Flestir
voru að spá í fótbolta, launa-
málum í Hörpu eða Eurovision.
Bragi Valdimar Skúlason,
Baggalútur með
meiru, tísti:
„Merkilegt. Mað-
ur skynjar ein-
hvern veginn tak-
markaða
stemmingu fyrir
almennri símakosningu um val í
landsliðið.“
Steingrímur Sævarr Ólafs-
son kom aftur á
móti með pæl-
ingar um tungu-
málið og tísti:
„Hvaða kvikindi
ákvað að hafa
bókstafinn s í
orðinu smámæltur? Sama kvikindi
og ákvað að hafa r í skroll?“
Edda Sif Pálsdóttir íþrótta-
fréttamaður sagði
ekki farir sínar
sléttar af net-
verslun og tísti:
„Keypti voða fín-
an sumarkjól á
Asos sem reyndist vera viðbjóður.
Heppilegt að það sem kom næst
upp úr kassanum var annað ein-
tak af sömu flík.“
Tónlistarkonan
Salka Sól Ey-
feld tísti um gjaf-
ir: „Bað foreldra
mína um góðan
hníf í eldhúsið í
afmælisgjöf. Þau harðneituðu, því
maður á víst ekki að gefa hnífa í
gjafir.“
Kamilla Einarsdóttir bóka-
vörður tísti: „Ég elska kisur og
finnst kisukaffi-
húsið frábært, en
er ekki líka pláss
fyrir hundakaffi-
hús? Ég væri oft
til í að geta sest
niður með latte
og sagt einum öldruðum labrador
frá öllu sem hefur gengið á í mínu
lífi.“
Og tónlistarmaðurinn og skáld-
ið Atli Sigþórs-
son, eða Kött
Grá Pje, tísti:
„Smám saman hef
ég hætt að trúa
nokkrum sköp-
uðum hlut sem ég
les eða heyri. Allt er lygi, þar til
annað kemur í ljós. Allt er plat,
stundum með stöku sannleiks-
korni. Aðeins skemmtanagildi blíf-
ur. Hafa skal það sem sniðugra
reynist.“
AF NETINU
Undirritaður er stjórnmála-fræðingur með tilskilinnstimpil frá háskólanum í
Edinborg. Reyndar er ég fyrst og
fremst sagnfræðingur ef út í það
er farið en þessa stjórnmálagráðu
hef ég engu að síður líka upp á
vasann.
En hvers vegna að vekja máls á
því?
Ástæðan er sú að mig langaði að
deila með ykkur óbærilegri frá-
hvarfstilfinningu sem ég stundum
fæ frá þessari háskóla-
gráðu. Hún leitar á mig
þegar vitnað er í þessa
samferðamenn mína á
menntabrautinni og þá
fyrst og fremst þegar
þeir eru gerðir að eins
konar handhöfum sann-
leikans. Stundum má
nefnilega skilja það sem
svo að í reynd viti
stjórnmálamenn af-
skaplega lítið um það sjálfir sem
þeir eru að reyna að segja; hvað
þeir raunverulega meini. Fagmenn
þurfi til að greina hugsanir þeirra.
Sama gildi um örlagasögu stjórn-
málaflokka. Mat stjórnmálafræð-
ingsins hljóti þar einnig að vera
sjálfur sannleikurinn enda byggt á
vísindalegri athugun hans.
Þess vegna fáum við fréttir á
borð við þessa ímynduðu frásögn í
fréttahelsti útvarpsstöðva: „Sjálf-
stæðisflokkurinn er að hruni kom-
inn!“ Stórfrétt að sjálfsögðu ef
sönn væri, sem vel gæti verið að
sjálfsögðu. Minna fer fyrir botn-
inum, „… segir stjórnmálafræð-
ingur“. Fréttin fengi allt aðra
ásýnd og vægi ef hún væri umorð-
uð: „Stjórnmálafræðingur telur að
Sjálfstæðisflokkurinn sé að hruni
kominn.“
Við gætum haldið þessum leik
áfram. „Það var hinn íhaldssami
armur VG sem var í uppreisn gegn
ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur,“ staðhæfir stjórnmálafræð-
ingur í Morgunblaðinu fyrir
skömmu. Og þetta er ekki skáld-
aður texti, heldur raunverulegur.
Þetta eru hins vegar nýjar fréttir
fyrir okkur sum hver. En svo rýn-
um við betur í textann og sjáum að
stjórnmálafræðingurinn er ekki
bara stjórnmálafræðingur, heldur
líka fyrrverandi varaþingmaður
Samfylkingarinnar.
Nú verður allt skiljanlegra. And-
staða við að undirgangast frekari
miðstýringu frá Brüssel og mark-
aðsvæðingartilskipanir þaðan er
náttúrlega íhaldssöm afstaða í
huga slíks manns.
Flestir á róttækari kanti stjórn-
málanna myndu greina ágreining-
inn með þveröfugum formerkjum;
að þau sem stóðu harðast gegn
einkaframkvæmd og verstu tilskip-
unum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
verði varla skilgreind með þessum
hætti. Samkvæmt formúlu vara-
þingmannsins fyrrverandi er Tony
Blair þannig fulltrúi róttækni en
Jeremy Corbyn íhald eins og Ber-
nie Sanders en Hillary Clinton svo
aftur róttæk, þrátt fyrir alla sína
þræði inn í Wall Street.
Þannig getur hjálpað að segja
deili á stjórnmálafræðingnum sem
talar. Stjórnmálafræðingarnir
Baldur Þórhallsson og Ögmundur
Jónasson komast þannig að ger-
ólíkri niðurstöðu.
Í umræddri umfjöllun sem bar
yfirskriftina „Af villiköttum“, eru
vangaveltur, eflaust mjög fræði-
legar, um „hegðun“ þeirra sem
rákust ekki eins og sauðir í eftir-
hruns-ríkisstjórnarsamstarfinu og
hve erfitt hlutskipti það hljóti að
hafa verið fyrir Jóhönnu og Stein-
grím, formenn stjórnarflokkanna,
að hafa fólk innanborðs sem „hag-
aði sér“ á þá lund sem við gerðum
sum, villikettirnir.
Nú hef ég þá prívatkenningu að
vangaveltur af þessu tagi muni
verða innlegg í stjórnmálafræði-
kennslu í framtíðinni þeg-
ar leita þarf dæma um þá
tíð þegar háskólaprófess-
orar skilgreindu góðan
stjórnmálamann sem
leiðitaman og meðfæri-
legan, handhægt verk-
færi, en ekki einstakling
með sjálfstæða dóm-
greind.
Í þeirri framtíð sem ég
er að hugsa til munu for-
ingjar stöðugt þurfa að standa
frammi fyrir því að máta gjörðir
sínar við gefin fyrirheit og stefnu –
gerólíkt viðfangsefni hins pólitíska
sauðahirðis á 20. öldinni og önd-
verðri hinni 21.
Trúverðugleikinn verður þá það
sem máli skiptir og sömuleiðis sú
tegund lýðræðis sem byggist á því
að virða rétt hvers og eins til að
fylgja samvisku sinni. Við gætum
byrjað að hugsa á þennan veg þeg-
ar í stað. Það er meira að segja
bráðnauðsynlegt, leyfi ég mér að
fullyrða. Og þar höfum við það:
„Að vanrækja þessa hugsun er
ekki bara íhaldssemi heldur skað-
legt afturhald … segir stjórnmála-
fræðingur.“
„ … segir stjórnmálafræðingur“
’Nú hef ég þá prívatkenningu aðvangaveltur af þessu tagi muni verðainnlegg í stjórnmálafræðikennslu í fram-tíðinni þegar leita þarf dæma um þá tíð
þegar háskólaprófessorar skilgreindu góð-
an stjórnmálamann sem leiðitaman og
meðfærilegan, handhægt verkfæri, en ekki
einstakling með sjálfstæða dómgreind.
Morgunblaðið/Ómar
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
SMARTLAND