Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 31
Kreml og náði til landmesta ríkjasambands jarðar
hrundi til grunna, án fyrirvara. Það má rétt ímynda
sér að þá hefur farið helkaldur gustur raunveruleik-
ans um stóra sali valdsins í Peking. En þrjátíu árum
síðar heldur Kínverski kommúnistaflokkurinn enn
um valdatauma og jafnvel enn fastar en áður. Og nú
fyrir nokkru var tímalengd ráðningarsamningsins
við Stalín tekin upp, þýdd og staðfærð og látin gilda
um forseta Kína.
Deng Xiaoping
En hvers vegna urðu þau svo misjöfn örlög ríkja sem
bæði sögðust stjórna í anda Karls Marx og vildu
aldrei heyra annað nefnt? Gæti ekki verið að einmitt
sú dirfska að horfa fram hjá heilögustu kenningum
Karls Marx, um lögmál efnahagslífsins, hafi tryggt
að það tókst að framlengja valdaskeið kínverskra
kommúnista? Það var stjórnsnillingurinn Deng Xia-
oping sem úrskurðaði að í stjórnmálalegum skilningi
skipti ekki máli hvort kötturinn væri svartur eða
hvítur. Öllu skipti hins vegar hvort kötturinn veiddi
mýs eða ekki.
Deng hélt í alla spotta lengi og allt til dauðadags
hans töldust mikilvægustu ákvarðanir ekki ráðnar
fyrr en þær hefðu fengið hans blessun. Og það þótt
Deng hefði þá ekki annan virðingartitil en þann að
vera forseti Kínverska bridssambandsins.
Deng var orðinn 93 ára þegar hann loks hvarf inn í
hin eilífu veiðilönd þar sem kettir í öllum regnbogans
litum veiða mýs. Og úrskurður hans stendur enn.
Ríkustu öreigar heims
Og vegna hans er nú svo komið að milljarðamær-
ingar í dollurum mælt eru nú orðnir fleiri í Kína en í
vöggu eða Mekka kapítalismans, Bandaríkjunum.
Þar eru milljarðamæringarnir sem eiga 100 millj-
arða eða meira taldir vera 540 en þeir eru rúmlega
590 í Alþýðulýðveldinu Kína.
Miðað við höfðatölu hafa Bandaríkjamenn enn
vinninginn, því vegna mannfjöldans í Kína þyrftu
milljarðamæringar þar að vera orðnir rúmlega 2.000
til að slá það met líka. Það er ekki endilega mjög
langt í það.
Fræðimenn um stjórnmál með nasasjón af þjóð-
hagfræði telja hins vegar að einmitt þessi þróun
hljóti að verða banabiti kommúnismans í Kína, og er
þá fremur átt við valdakerfi og valdastöðu flokksins
en forna blekkingarvefinn um „alræði öreiganna“.
Fyrirferðarmest í þeim kenningum er sannfæringin
um það, að þegar loks slái alvarlega í efnahafsseglin í
Kína, sem hljóti að gerast innan tíðar, muni ástandið
verða ósjálfbært og hinn fjölmenni landher risaveld-
isins verða ófáanlegur til að standa fyrir því blóðbaði
og frelsissviptingu sem þyrftu að koma til.
Öflugasti og menntaðasti hluti kínversku þjóð-
arinnar er ekki eingöngu búinn að finna þefinn af
réttum kapítalismans. Þegar hundraðmilljarða-
hópurinn er orðinn eins stór og nú er, þá gefur auga-
leið að auðug millistétt þar fyrir neðan er orðin fjöl-
menn, og vel stæð millistétt í næsta lagi þar fyrir
neðan er orðin fjölmennari en allir íbúar Bandaríkj-
anna, svo lýsandi dæmi sé tekið. Sjálfstætt banka-
kerfi, sem lýtur raunverulegum bankalegum lög-
málum, er ekki til í Kína. Verði stórir brestir í
undirstöðum kraftaverks efnahagslífsins í Kína er
það þunglamalegt og hrætt stjórnkerfi sem þarf að
bregðast við. Það er ekki endilega þess háttar kerfi
sem býr yfir skilvirkni til þess.
Fordæmi Sigvalda
Allir, líka þeir sem búa í órafjarlægð og í litlu landi,
hljóta að binda vonir við að þetta fari ekki illa. Því að
flóðaldan af slíkum efnhagslegum jarðskjálfta myndi
einnig berast þangað, því að þá yrði heimurinn allur
undir.
Þá má gefa sér að margir myndu telja sig komna
óvænt í spor hræsnarans séra Sigvalda og telja að
við þær aðstæður væri sennilega kominn tími til þess
að biðja Guð að hjálpa sér.
Var það ekki einmitt það sem var gert á Íslandi
síðast?
Og tíu árum síðar virðast óneitanlega ótvíræð
merki um það að bænakvakið hafi náð eyrum.
Er ágreiningur um það?
Morgunblaðið/RAX
Hríðarkóf við
Mýrdalsjökul.
13.5. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31