Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.05.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Garður meðalmennskunnar er heiti sýningar sem myndlistarmaður-inn Loji Höskuldsson opnar í Gallery Porti á Laugarvegi 23b á laugar- dag kl. 16. Í verkunum kannar Loji ýmsar útsaumsleiðir. Hversdagsleg útsaumsverk Loja 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.5. 2018 Við flytjum þjóðlög frá Íslandi, Írlandi ogSpáni og það sem er sérstakt við þessaskrá er að flestöll lögin eru útsett af gítarleikaranum,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran um tónleika Duo Atl- antica í Norðurljósasal Hörpu í dag, sunnu- daginn 13. maí, kl. 17. Dúóið mynda Guðrún Jóhanna og spænski gítarleikarinn, Francisco Javier Jáuregui, sem jafnframt er eiginmaður hennar en síðastliðin 16 ár hafa þau komið fram um allan heim, í Bandaríkj- unum, Evrópu og Afríku. Þau kynntust þegar þau voru í meistaranámi við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum. Á tónleikunum syngur Guðrún á fjölmörgum tungumálum auk íslensku; ensku, basknesku, valensíanó, kastilísku og ladínó. Titill tón- leikanna, Mitt er þitt, vísar til helstu perlu ís- lenskra þjóðlaga, Vísna Vatnsenda-Rósu sem Jón Ásgeirsson útsetti en Jón gaf Javier leyfi til að gera nýja útsetningu á laginu þar sem hann bætir smá formála við. „Íslensku þjóðlögin sem við flytjum komu flest út árið 2008 á diskinum Mitt er þitt – ís- lensk og spænsk þjóðlög, sem 12 tónar gáfu út, og við erum svolítið að halda upp á 10 ára af- mæli þeirrar útgáfu. Írsku þjóðlögin eru nýrri á efnisskránni og hafa ekki enn komið út en eru væntanleg á næsta geisladiski okkar. Íslensk þjóðlög, eins og Vísur Vatnsenda- Rósu eru ekki bara vinsæl á Íslandi en þar sem við höfum flutt þau hafa þau heillað fólk upp úr skónum og áheyrendum finnst gaman að heyra forsöguna af Rósu Guðmundsdóttir og hennar örlögum.“ Lög tónleikanna eru einnig af geisladisk listamannanna Secretos quiero descubrir sem kom út hjá Abu Records og inniheldur spænsk sönglög en þau hjónin fluttu hluta tónleikanna í apríl í hinum virta kammertónleikasal Wig- more Hall í Lundúnum. Á fjölmörgum tungumálum Spánar Guðrún setur ekki fyrir sig að flytja þjóðlög á allskyns tungumálum. „Við flytjum þrjú þjóðlög á basknesku, skringilegu tungumál sem á ekki rætur í þess- um tungumálum sem maður þekkir, latínu eða germönskum málum, svo erfiðast er að muna textana. Móðir Javier ólst upp í Navarra og baskneska var töluð á hennar heimili en ekki utan þess en sem frægt er var baskneska bönnuð á tímum Franco en hefur verið svolítið endurreist síðustu árin. Spænskur prestur, æskuvinur tengdaföður míns, benti okkur á þessi lög sem Javier útsetti og tileinkaði móð- ur sinni. Við frumfluttum þau í þorpi þar sem systur tengdamóður minnar búa en þar fékk ég einnig hjálp frá konu sem talar tungumálið mjög vel og þýddi lögin fyrir mig. Einnig syngjum við á ladínó, sem var tungu- mál gyðinganna sem bjuggu á Spáni áður en þeim var úthýst þaðan 1492 þegar ákveðið var að allir á Spáni yrðu að taka kaþólska trú. Þar til þá höfðu kaþólikkar, gyðingar og múslimar búið þar saman en spænskir gyðingar hurfu frá Spáni og fengu ekki að taka með sér nein verðmæti en héldu áfram að tala ladínó.“ Guðrún syngur vögguvísu á valensíanó sem vinkona systur Javier kynnti fyrir þeim hjón- um. Þá flytja þau tvö lög á spænsku sem rit- höfundurinn Federico García Lorca safnaði en hann hafði mikið dálæti á þjóðlagatónlist. Írsku þjóðlögin sem þau flytja eru afar þekkt, flest tregafull eins og She Moved Thro- ugh the Fair en sem smá mótvægi flytja þau fjörugan drykkjusöng, In the town of Bally- bay, sem skosk vinkona Guðrúnar Jóhönnu benti henni á, sem fjallar um írska konu í Bally bænum, sem drakk mikið og studdist við staurfót. „Við erum mjög heilluð af þjóðlagatónlist og höfum sérhæft okkur í þeim íslensku og spænsku. Þjóðlagatónlist hefur geymst í munnlegri geymd og sjaldnast er vitað hver samdi lögin eða textana. Á einhverjum tíma- punkti, eftir mörg hundruð ár, voru lögin færð niður á blað. Ljóðin hafa lifað því í þeim eru einhver skilaboð og tilfinningar sem höfða jafnmikið til okkar í dag og ljóðin gerðu þegar þau voru fyrst sett saman. Lögin eru líka yfir- leitt mjög grípandi og festast vel í minni. Ég hef mjög gaman að því að fara með áheyrendur í ferðalag, kynna lögin á tónleik- unum, tengjast áheyrendum með því að út- skýra menninguna á bak við þau, hvaðan þau eru og um hvað þau fjalla. Rödd og gítar hefur verið vinsæl samsetning í mörg ár, trúbadorar miðalda fluttu sína tónlist þannig eða með ein- hvers konar strengjahljóðfæri eins og lútu. Gítarinn er ekki hljóðfrekt hljóðfæri svo að það er mjög gott að syngja með gítarundirspili og röddin nær því að vera enn nær talrödd þar sem það er hægt að syngja lágt og sterkt til skiptis. Þessi samsetning er hins vegar ekki al- gengt í klassískri tónlist, þar sem það er oftar píanó og því vantar oft útsetningar.“ Börnin farin að koma fram Guðrún Jóhanna og fjölskylda eru búsett í Madríd en hún og Javier eiga tvö börn, Evu og Leó, sem eru sjálf byrjuð að koma fram. Eva spilar á fiðlu og hefur verið að syngja í Kon- unglega óperuhúsinu í Madríd og Leó, sem spilar á selló, er líka í kór hússins sem þýðir að hann fer að syngja í uppfærslum þar eftir 2-3 ár. Þar sem þau eru á stöðugum ferðalögum er þetta púsluspil en þau eiga góða að, stór- fjölskyldu á Spáni og hér á Íslandi. Framundan eru tónleikar um allar trissur og Sönghátíð í Hafnarborg sem var haldin fyrst á síðasta ári en Guðrún Jóhanna er stofn- andi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Þar verða sjö tónleikar og alls konar við- burðir og námskeið, má nefna að Kristinn Sig- mundsson verður með masterclass og einnig verða námskeið í boði fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að læra grunntækniatriði í söng. Við Javier erum núna í miðjum í upptökum en það er að koma út nýr geisladiskur frá okkur. Við erum einnig í tríói með Elenu, systur Jav- ier, sem kallast Aglaia-tríóið og komum víða fram með henni. Ég hef einnig verið að koma fram með spænskri kammersveit svo fátt eitt sé nefnt. Það er því meira en nóg að gera, en afar gaman,“ segir Guðrún Jóhanna. Hjónin Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir og Francisco Javier Jáuregui kynntust í meistaranámi í Guild- hall School of Music and Drama og hafa unnið saman síðan þá. Ljósmynd/Cristina Molino Ljóð sem hafa lifað í aldir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran og eiginmaður hennar, Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, hafa heillað víða veröld með flutningi sínum á þjóðlögum. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is ’ Ég hef mjög gaman að þvíað fara með áheyrendur íferðalag, kynna lögin á tónleik-unum, tengjast áheyrendum með því að útskýra menn- inguna á bak við þau, hvaðan þau eru og um hvað þau fjalla. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.