Fréttablaðið - 28.06.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 28.06.2018, Síða 2
Veður Suðaustan 5-13 m/s og fer að rigna í dag, fyrst suðvestanlands. Heldur hægari og bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. SJÁ SÍÐU 26 Hjólbörufar í Hlíðunum Það er mikilvægt að hvíla lúin bein eftir baráttuna við gróðurinn sem ofalinn hefur verið á úrkomu í allt sumar. Þessi starfsmaður Vinnuskóla Reykjavíkur fékk far hjá vinnufélaga sínum í hjólbörum yfir Lönguhlíð í gær. Væntanlega aðframkominn af þreytu eftir baráttuna við sprettuna í borginni. Þúsundir ungmenna eru nú að störfum í vinnuskólum um allt land. Það eru fyrstu skref margra á vinnumarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VINNUMARKAÐUR Samninganefndir ríkisins og ljósmæðra hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag klukkan 10.30. Eru fundir þeirra hjá sátta- semjara orðnir ellefu talsins auk sex funda áður en deilan fór inn á borð ríkissáttasemjara. „Við förum inn á fundinn fullar bjartsýni eins og við höfum gert í hvert skipti og vonum að samninga- nefndin komi til fundar með umboð og vilja til að semja við okkur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands. Deilan hefur staðið yfir síðan í september í fyrra. „Það er ekki hægt að halda svona áfram. Það er öllum til vansa og lítilsvirðingar,“ bætir Katrín við. „Þessi deila hefur staðið yfir í rúma meðgöngu og það stefnir allt í gangsetningu.“ Kosning um yfirvinnuverkfall meðal ljósmæðra hófst í gær og verður opin fram á sunnudag. – sa Ljósmæður bjartsýnar Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is 30% afmælisafsláttur á Heliosa hiturum HELIOSA hitarar henta bæði innan- og utandyra. Helstu kostir HELIOSA hitara eru: • Hitna strax • Vindur hefur ekki áhrif • Vatnsheldir og menga ekki Margar gerðir til á lager. Finndu okkur á facebook Flísabúðin 30 ÁRA 2018 FANGELSI Fangelsisyfirvöld eru harðlega gagnrýnd í yfirlýsingu frá Afstöðu, félagi fanga, vegna beit- ingar agaviðurlaga gagnvart Barry Van Tuijl sem fluttur var frá opna fangelsinu að Kvíabryggju, þar sem hann hefur afplánað dóm undan- farin ár, í fangelsið á Hólmsheiði fyrr í vikunni. Málsatvikum er lýst þannig í yfirlýsingunni að Barry hafi fengið símtal frá fyrrverandi samfanga sem bað hann að hitta sig á golf- velli Kvíabryggju þar sem hann kvaðst vera staddur. Golfvöllurinn er á lóð fangelsisins, við framhlið aðalbyggingarinnar og engin leið að leynast á vellinum. Þangað hafi Barry farið án þess að gera sér grein fyrir að í því gæti falist brot á reglum fangelsisins. Var honum í kjölfarið birt ákvörð- un um flutning á Hólmsheiði, með þeim rökum að hann hefði fengið ósamþykkta heimsókn andstætt reglum fangelsisins. Barry, sem er frá Hollandi og fær ekki margar heimsóknir í fangelsið, gat ekki, að mati félagsins, átt von á því að menn væru í leyfisleysi á lóð fangelsisins og þaðan af síður að hann sjálfur gæti borið ábyrgð á veru umrædds manns þar. Í yfirlýsingu Afstöðu er Barry sagður fyrirmyndarfangi og vel lið- inn meðal samfanga sinna. Hann hafi lagt sig fram um að aðstoða samfanga sína við nám og verið til staðar í andlegum erfiðleikum þeirra. Barry sótti um náðun í fyrra og í umsókn hans segir að fangaverðir á Kvíabryggju geti vitnað um góða hegðun hans að ofangreindu leyti. Barry missti fót í bílslysi fyrir nokkrum árum og getur ekki nýtt rétt sinn til að afplána síðasta hluta dómsins á áfangaheimilinu Vernd, enda húsið óíbúðarhæft fyrir jafn fatlaðan einstakling og Barry. Hann nýtur heldur ekki fullra sjúkra- og örorkuréttinda hér á landi og vegna þessara aðstæðna sótti Barry um náðun enda vildi hann helst komast heim til Hollands þar sem hann nyti fullra réttinda. Honum var hins vegar synjað um náðun eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar. Afstaða, félag fanga, gagnrýnir hörkuna í agaviðurlögum stofnun- arinnar enda mikill réttindamissir að fara úr opnu fangelsi í lokað. Vísað er meðal annars til ákvæða í lögum um fullnustu refsinga sem kveða á um að við fyrsta aga- broti megi eingöngu veita skriflega áminningu ef um smávægilegt brot er að ræða. Erla Kristín Árnadóttir, staðgeng- ill forstjóra Fangelsismálastofn- unar, segist ekki getað tjáð sig um mál einstakra fanga en segir brot á heimsóknarreglum geta verið misal- varleg og varðað mismunandi aga- viðurlög. Við slíka ákvörðun þurfi að hafa meðalhófsreglu í huga enda um stjórnsýsluákvörðun að ræða. adalheidur@frettabladid.is Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. Golfvöllurinn er á flötinni beint fyrir framan fangelsið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við fyrsta agabroti má ekki beita þyngri viðurlögum en skriflegri áminningu enda sé brotið smávægilegt. Barry Van Tuijl LÖGREGLUMÁL Andri Gunnars- son, lögmaður og viðskiptafélagi Sigurðar Gísla Björnssonar, hefur réttarstöðu sakbornings í stærsta skattsvikamáli sem til rannsóknar hefur verið á Íslandi. Meint brot, vantalinn skattstofn, nemur 1,3 milljörðum króna. Þau munu hafa átt sér stað á árunum 2011 til 2016. Húsleit var gerð heima hjá Andra 2. maí síðastliðinn. Landsréttur hafnaði í síðustu viku kröfu Andra um að embætti skattrannsóknar- stjóra afhenti gögn sem fundust í húsleitinni. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllst á að umrædd gögn væru nauðsynleg í þágu rann- sóknar í einum umfangsmestu skattalagabrotum sem upp hafa komið hér á landi, að sögn emb- ættisins. Fréttablaðið greindi frá því 18. janúar síðastliðinn að húsleit hafi verið gerð á heimili Sigurðar Gísla fyrir áramót en hann er fram- kvæmdastjóri fiskútflutningsfyrir- tækisins Sæmarks. Eignir hans voru kyrrsettar og bankareikningar hald- lagðir. Andri er lögmaður Sigurðar Gísla. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp. í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Ekki liggur fyrir hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sigurður á í fjárfestingarfélaginu Óskabeini sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. – bg Með réttarstöðu sakbornings Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik. 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -9 2 C 8 2 0 4 1 -9 1 8 C 2 0 4 1 -9 0 5 0 2 0 4 1 -8 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.