Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 6

Fréttablaðið - 28.06.2018, Page 6
STJÓRNSÝSLA Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) hefur fellt úr gildi synjun kjararáðs á beiðni Fréttablaðsins um aðgang að fund­ argerðum ráðsins. Lagt er fyrir ráðið að taka nýja ákvörðun í málinu. Í nóvember 2017 óskaði Frétta­ blaðið eftir aðgangi að fundar­ gerðum ráðsins frá 2008 til 2017. Mánuði síðar var beiðnin ítrekuð og einnig óskað eftir bréfum þeirra sem undir ráðið heyra til þess. Þeirri beiðni var hafnað þar sem hún þótti of víðtæk. Ný beiðni var lögð fram í febrúar þar sem aðeins var óskað eftir fundargerðum frá ársbyrjun 2013. Illa gekk að fá svör frá kjararáði og var því leitað til ÚNU um milli­ göngu í málinu. Synjun kjararáðs barst í mars en samkvæmt henni taldi kjararáð sig ekki vera stjórn­ vald og því giltu upplýsingalög ekki um störf þess. Aðgangi að gögn­ unum var synjað á þeim grundvelli. Fréttablaðið kærði synjunina til ÚNU sem kvað upp úrskurð sinn í gær. Í úrskurðinum segir að samkvæmt núgildandi lögum um kjara ráð sé kveðið á um að það skuli fylgja ákvæðum upplýsingalaga í störfum sínum. Af því leiði að ótví­ rætt sé að almenningur eigi rétt á aðgangi að gögnum í vörslu ráðsins. „Eins og réttur almennings til aðgangs að gögnum er afmarkaður í upplýsingalögum er fyrst og fremst gerður áskilnaður um að þau séu fyrirliggjandi hjá aðila sem fellur undir gildissvið laganna […] Að meginstefnu skiptir engu máli hve­ nær umbeðin gögn urðu til eða hve­ nær þau bárust viðkomandi aðila,“ segir í úrskurði nefndarinnar. Af því leiðir að öll gögn í vörslu kjararáðs séu undirorpin ákvæð­ um upplýsinga og geti röksemdir ráðsins um „meinta stjórnskipu­ lega stöðu þess“ engu breytt í því sambandi. Hefði löggjafinn viljað undanskilja gögn sem urðu til fyrir gildistöku nýrra laga um kjararáð árið 2016 hefði verið eðlilegt að taka það skýrt fram í lögunum. Kjararáði bar því að taka afstöðu til réttar Fréttablaðsins til fundar­ gerðanna en það var ekki gert. Að mati ÚNU samræmdist málsmeð­ ferð kjararáðs hvorki ákvæðum upplýsingalaga né rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Annmarkarnir á synjun ráðsins leiddu til þess að hún var felld úr gildi og málinu var vísað aftur til ráðsins. Þann 11. júní voru samþykkt lög um niðurlagningu kjararáðs en þau taka gildi um næstu mánaðamót. Eftir þann tíma verður ekkert kjara­ ráð til, til að taka afstöðu til málsins. joli@frettabladid.is Synjun Kjararáðs ekki í samræmi við lög Kjararáði ber að fara yfir fundargerðir sínar frá ársbyrjun 2013 og taka afstöðu til þess hvort afhenda beri Fréttablaðinu þær. Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál felldi fyrri synjun ráðsins úr gildi. Ráðið verður ekki til eftir þrjá daga. Nýjar, litríkar og skemmtilegar rennibrautir og leiktæki fyrir yngstu kynslóðina hafa verið tekin í notkun í Salalaug. Leiksvæðið er í gömlu vaðlauginni sem hér eftir verður kölluð barnalaugin. Sundferð með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi er dásamleg líkamsrækt og veitir slökun og vellíðan. Salalaug og Kópavogslaug bjóða upp á frábæra aðstöðu, vatnsrennibrautir, leiktæki og heita potta. Fjör í Salalaug! kopavogur.is Á leikvangi byltingarinnar Landslið Frakklands og Argentínu mætast í 16-liða úrslitum á leikvanginum í borginni Kazan. Þessi mynd er tekin þar en borgin var einn af upphafspunktum rússnesku byltingarinnar árið 1917. Hér heldur ungur drengur frá Kazan bolta á lofti. Byltingarleiðtoginn Vladímír Lenín fylgist með en lætur sér fátt um finnast. NORDICPHOTOS/AFP Frá húsakynnum Kjararáðs, við Skuggasund 3. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR kvika.is Kvika gefur út sex mánaða víxla Kvika banki hf. hefur gefið út sex mánaða víxla að árhæð 1.600 milljónir króna. Um er að ræða útgáfu í víxlaflokknum KVB 18 1220 og er heildarheimild flokksins 2.000 milljónir króna. Fjármálaeftirlitið staðfesti lýsingu vegna umsóknar um töku víxlanna til viðskipta þann 27. júní 2018, og sótt hefur verið um töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll Íslands. Útprentuð eintök lýsingarinnar má nálgast í 12 mánuði frá staðfestingu hennar í höfuðstöðvum Kviku, Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu Kviku, www.kvika.is/verdbrefalysingar. Reykjavík, 28. júní 2018 Fréttablaðið með þér í sumar. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi stöðum víðsvegar um landið: 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 4 1 -B A 4 8 2 0 4 1 -B 9 0 C 2 0 4 1 -B 7 D 0 2 0 4 1 -B 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.