Fréttablaðið - 28.06.2018, Síða 19

Fréttablaðið - 28.06.2018, Síða 19
Þorvaldur Gylfason Í DAG Róm – Hér í sumarblíðunni á Ítalíu eru götur og gangstéttir krökkar af bílum og fólki eins og vant er hvað sem heimsmeistarakeppninni í Rússlandi líður. Á börunum horfir næstum enginn á fótboltann í sjón- varpinu heldur talar fólkið hvert við annað eða grúfir sig yfir símana sína. Það eru viðbrigði fyrir Ítala og von- brigði að hafa ekki getað áunnið sér rétt til að taka þátt í heimsmeistara- mótinu nú í fyrsta sinn í 80 ár. Ítalar hafa fjórum sinnum orðið heims- meistarar eins og Þjóðverjar, oftar en nokkur önnur þjóð nema Brasilía sem hefur hreppt heimsmeistaratitilinn fimm sinnum. Þessar þrjár þjóðir hafa því farið með sigur af hólmi í 13 skipti samanlagt á þeim 20 heimsmeistara- mótum sem fram hafa farið frá fyrstu keppninni í Úrugvæ 1930. Ekkert mót var haldið í miðri heimsstyrjöld- inni 1942 né heldur strax eftir stríðið 1946. Evrópulið hafa unnið heims- meistaratitilinn 11 sinnum, þar af Eng- lendingar, Frakkar og Spánverjar einu sinni hvert lið. Suður-Ameríka hefur sigrað níu sinnum, þar af Argentína og Úrúgvæ tvisvar hvort land. Þjóðrækni, frændrækni, fegurð Vandfundinn mun vera sá Íslendingur sem hefur ekki haldið ákaflega með íslenzka liðinu í Rússlandi. Þjóðrækni ræður miklu um það. Og úr því að þjóð- ræknin fékk að ráða för, ætti þá ekki frændræknin að leysa hana af hólmi þegar íslenzka liðið snýr heim frá Rússlandi eftir frábæra frammistöðu? Ætti stuðningur Íslendinga þá ekki að flytjast yfir á Dani eða Svía? – og þaðan yfir á aðrar suðlægari Evrópuþjóðir ef Danir og Svíar skyldu einnig heltast úr leik. Nú vandast málið, munu sumir segja, því fleiri sjónarmið koma til álita en frændræknin ein. Sumir hafa fegurðina í fyrirrúmi. Þeir halda með því liði sem þeim finnst spila fallegasta fótboltann og berast þá böndin að Suður-Amer- íkuliðunum, Brasilíu, Kólumbíu og Úrúgvæ, en einnig sumum afrísku liðunum sem spila líka liðmjúkan dansandi fótbolta í andstöðumerkingu við stálin stinn sem einkenna enska og þýzka boltann. Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigur- vegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítil- magnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. Þannig stendur á miklum og áköfum stuðningi við Afríkuliðin og einnig við íslenzka liðið úti um allan heim. Einn fréttaþulurinn í San Francisco hafði orð á því um daginn að knattspyrnumenn í Argentínu eru mun fleiri en allir Íslendingar. En stjórnmál? Og svo er a.m.k. eitt sjónarmið enn. Er rétt að halda stjórnmálum utan girðingar? Er með góðu móti hægt að halda með liðum frá spilltum löndum þar sem lýðræði á undir högg að sækja? – t.d. Íran eða Rússlandi. Sumir kæra sig kollótta, aðrir ekki. Skoðum tölurnar um nokkur landanna sem keppa. Freedom House í Bandaríkjunum hefur kortlagt lýðræði um heiminn frá 1972. Svíþjóð fær nú einkunnina 10 fyrir lýð- ræði eins og alltaf áður, fullt hús þar. Úrúgvæ fær 9,8, Danmörk og Portúgal fá 9,7, Belgía 9,5, Spánn og Þýzkaland fá 9,4, Frakkland 9,0, Brasilía 7,8, Kól- umbía 6,5 og Nígería fær 5,0 (rétt nær!). Rússar og Íranar kolfalla á prófinu með 2,0 og 1,7. Spillingarvísitölur frá Trans parency International segja svipaða sögu nema nú fær Nígería einkunnina 2,7 og skrapar botninn ásamt Rússum með 2,9 og Írönum með 3,0. Brasilía og Kólumbía eru litlu skárri með 3,7, en Þjóðverjar, Svíar og Danir hljóta hæstu einkunnirnar í hópnum frá 8,2 upp í 8,8. Belgía stendur þeim ekki langt að baki með 7,5, Frakkland og Úrúgvæ með 7,0, Portúgal með 6,3 og Spánn með 5,7. Lágar einkunnir vitna um mikla spillingu og öfugt. Nú er vandinn þessi: Hvernig er hægt að bræða þau saman, þessi ólíku sjónarmið? Leiða þau mig að stuðn- ingi við Danmörku eða Svíþjóð eða jafnvel Úrúgvæ? – úr því að Ísland féll úr leik. Eða eigum við kannski bara að láta alla rökhugsun lönd og leið og leyfa tilfinningunum að taka völdin? Það væri þá ekki í fyrsta sinn. Með hverjum heldur þú? Aðrir láta sér fegurðina í léttu rúmi liggja og styðja helzt það lið sem þeir telja sigurstranglegast. Þeim líður bezt í þéttu faðmlagi við sigurvegarann og valdið. Enn aðrir snúa málinu á hvolf og styðja langhelzt lítilmagnann, ný lið sem eiga á brattann að sækja. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Q5 á sérkjörum Nokkrir einstaklega vel útbúnir Audi Q5 á sérkjörum og til afhendingar strax. Audi Q5 Quattro Sport 2.0 190 hö 18” álfelgur 5-arma design Bílhitari með fjarstýringu (olíumiðstöð) Dráttarbeisli innfellanlegt LED aðalljós og LED afturljós Þriggja svæða stafræn miðstöð með loftkælingu Audi Sound System 10 hátalara 180W Audi Smartphone interface - Apple Carplay Sportsæti með dökkgráu tauáklæði Rafdrifinn mjóbaksstuðningur Aksturstölva í mælaborði í lit Rafmagnsopnun á skotthlera Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan Bakkmyndavél Hraðastillir Listaverð 8.650.000 kr. Tilboðsverð 7.290.000 kr. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -B F 3 8 2 0 4 1 -B D F C 2 0 4 1 -B C C 0 2 0 4 1 -B B 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.