Fréttablaðið - 28.06.2018, Side 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368
| Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@
frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil-
helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson,
olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 |
Álnavörubúðin verður 30 ára þann 2. júlí og við ætlum svo sannarlega að halda upp á
daginn,“ segir Vera Dögg Höskulds-
dóttir verslunarstjóri, full tilhlökk-
unar og mikið stendur til.
„Við verðum með fagnað á
laugardaginn þar sem boðið verður
upp á kaffi og köku ásamt því að
börnin fá Sun Lolli-safa og Kinder-
sælgæti á meðan birgðir endast. Frá
föstudegi til mánudags bjóðum við
svo 30 prósent afslátt af flestöllum
vörum ásamt því sem útsalan
okkar hefst,“ upplýsir Vera en allir
þeir sem versla í Álnavörubúðinni
í Hveragerði þessa daga eiga
möguleika á að verða dregnir úr
sérstökum afmælispotti og vinna
gjafabréf að upphæð 5.000 krónur
upp í 30 þúsund krónur.
Nýjasta tíska á betra verði
Álnavörubúðin hefur frá upphafi
verið í Hveragerði en fyrst um sinn
var hún aðeins neðar í Breiðu-
mörkinni.
„Fljótlega var búðin færð í
Breiðumörk 2; í hús sem var eitt
sinn gagnfræðaskólinn í Hvera-
gerði. Ásýndin hefur haldist að
miklu leyti; hér eru til að mynda
enn sömu loftljós og þá voru,“
útskýrir Dóróthea H. Gunnars-
dóttir sem keypti Álnavörubúðina
árið 2007 og gaf versluninni dálitla
yfirhalningu en gætti þess að halda
vel í gömlu stemninguna.
Álnavörubúðin er 500 fermetrar
og sneisafull af öllum mögulegum
vörum; nýjum, flottum og fyrir
allan aldur.
„Hér fæst allt það nýjasta sem er
í gangi hverju sinni en við bjóðum
það ódýrara en flestir aðrir,“ segir
Dóróthea sem þó vill ekki alhæfa
neitt í þeim efnum því það sé
bannað.
„Við erum með virkilega
mikið og flott úrval af skóm, til
dæmis merkin Vagabond, Tam-
aris, Skechers og SIXMIX, ásamt
VIKING-gúmmístígvélum á allan
aldur og kyn. Einnig glæsilegt úrval
af útivistarfatnaði á alla fjölskyld-
una frá Didriksons, North Rock
og Whistler,“ segir Dóróthea um
freistandi vöruval Álnavörubúðar-
innar sem fæst á ótrúlegu afmælis-
tilboði um helgina.
„Við erum með æðislegan
Hummel-fatnað á börn og full-
orðna, sem og danska íþrótta- og
lífsstílsmerkið Endurance. Einnig
tískufatnað á dömur frá dönsku
merkjunum Ofelia og Cassiopeia,
en Cassiopeia er í stærðunum 42
til 56. Þá eigum við til almennan
fatnað fyrir karlmenn, margt upp í
stærðir 6XL,“ upplýsir Dóróthea.
Í Álnavörubúðinni fæst líka lopi
og allt sem tengist prjónaskap,
mikið af vefnaðarvöru frá 400
krónum metrinn, og ágætt úrval
leikfanga.
„Við erum með eitthvað fyrir
alla á betra verði. Því er algjörlega
ómissandi hluti af ferðalaginu að
kíkja í Álnavörubúðina í Hvera-
gerði. Hér er alltaf heitt á könn-
unni, andrúmsloftið er létt og gott
og við leggjum mikið upp úr ríkri
þjónustulund starfsmanna,“ segir
Dóróthea.
Landsfræg tuskubúð
Álnavörubúðin er fyrir margt
löngu orðin landsfræg fyrir sér-
kenni sín.
„Ég hef haldið fast í þá sérstöku
og kaótísku stemningu sem ævin-
lega hefur einkennt Álnavöru-
búðina. Hann Helgi, sem átti þessa
verslun áður, var af mörgum kall-
aður Tuski og enn heyri ég raddir
nálgast búðina sem segja: „Komum
aðeins við hjá Tuska.“ Einmitt þess
vegna vildi ég ekki breyta nafninu
á búðinni og halda sem mestu eins
og það var hér innanstokks,“ segir
Dóróthea sem tekist hefur vel að
viðhalda gamla, góða andanum.
„Álnavörubúðin er eins og félags-
miðstöð og verslunarreksturinn er
ólíkur öllu öðru sem ég hef staðið í.
Mig hefði ekki órað fyrir því hvað
þetta yrði skemmtilegt og hingað
kemur fólk ekki síður inn til að
spjalla en að versla.“
Frá Reykjavík er hálftíma akstur í
Hveragerði.
„Að koma til okkar í Álna-
vörubúðina er bæði tilvalinn og
skemmtilegur sveitabíltúr sem
enginn verður svikinn af,“ segir
Vera Dögg og minnir á vinsæla
Facebook-síðu Álnavörubúðar-
innar. „Þar er hægt að skoða nánast
allt vöruúrvalið og á hverjum degi
afgreiðum við fjölmargar pantanir
í gegnum síðuna, enda eigum við
dygga viðskiptavini um land allt.
Þjónustan er persónuleg enda er
framúrskarandi þjónusta í háveg-
um höfð og lykilatriði í velgengni
Álnavörubúðarinnar í 30 ár.“
Álnavörubúðin er í Breiðumörk 2
í Hveragerði. Opið mánudaga til
laugardaga frá 10 til 18 og á sunnu-
dögum frá 11 til 17. Sími 483 4517.
Sjá nánar á alnavorubudin.is og
Facebook. Dásamlega þægilegir gönguskór fást á frábæru verði í Álnavörubúðinni.
Litríkir og frísk-
legir íþrótta- og
gönguskór
fyrir dömuna frá
Skechers.
Framhald af forsíðu ➛
Litríkir pollagallar og hvers kyns útivistarfatnaður fyrir börnin fæst á ómótstæðilegu afmælistilboði um helgina.
Didrikson-regnkápur á fullorðna.
Í Álnavörubúðínni fæst nýjasta tíska á
enn betra verði en gerist og gengur.
Æfingafatnaður frá Endurance.
Úlpur og vindjakkar fást í úrvali.
Skódeildin er
sérlega freist-
andi og úrvalið
ríkulegt fyrir
allan aldur og
bæði kyn, allt frá
spariskóm yfir í
gúmmístígvél.
Íþróttafatnaður frá Hummel.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-D
2
F
8
2
0
4
1
-D
1
B
C
2
0
4
1
-D
0
8
0
2
0
4
1
-C
F
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K