Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 28
Ólöf er nýútskrifuð með BA-gráðu í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.
Hún ætlar ekki að láta þar staðar
numið heldur stefnir á MPM-nám
í verkefnastjórnun við HR í haust.
„Síðustu fjögur árin hef ég verið
í aukavinnu við að keyra erlenda
ferðamenn á breyttum jeppum
um hálendi Íslands en það er fátt
skemmtilegra en að fá borgað fyrir
að leika sér. Ég er einnig fram-
kvæmdastjóri í nýju fyrirtæki sem
heitir DUTY ehf. og sérhæfir sig í
alhliða textíllausnum fyrir fyrir-
tæki. Við erum þrjár öflugar konur
sem erum að byggja fyrirtækið upp
og það eru spennandi tímar fram
undan,“ segir Ólöf.
Hún lýsir fatastíl sínum sem
fjölbreyttum en að útivistarföt séu
ágætispartur af fataskápnum þar
sem hún hafi gaman af því að vera
uppi á fjöllum.
„Annars geng ég í fötum sem
mér finnst þægileg og læt tísku sem
höfðar ekki til mín ekki hafa áhrif
á minn stíl. Hvernig ég vakna á
morgnana og hvað fram undan er
yfir daginn hefur áhrif á hvort ég
Bleikt á bannlistanum
Ólöf Vala Sigurðardóttir hefur frá unglingsaldri gert í því að klæða sig öðruvísi en aðrir.
Hún forðast bleikan fatnað eins og pestina en blár bleiserjakki er í uppáhaldi.
Ólöf reynir að festa sig ekki í einhverjum tískustöðlum
heldur tekur stundum upp á því að fara í þveröfuga átt.
Fylgihlutir gera mikið fyrir heildarútlitið og upplifunin af
fatnaðinum breytist við að skiptaþeim út, að sögn Ólafar,
taki fram skyrtu, pils og hælaskó
eða hettupeysu, gallabuxur og flat-
botna götuskó.“
Tískuvikan á Snapchat
Ólöf segist fylgjast með nýjum
tískustraumum og hefur lúmskt
gaman af því að sjá hvað er að
gerast á tískuvikum hér og þar og
þá ekki síst á Snapchat. „Mér finnst
fróðlegt að sjá hvernig forritið er
notað á tískusýningum þar sem
farið er á bak við tjöldin og bæði
módel og áhorfendur beðnir um
að koma með stutt innslag og sínar
pælingar um fatnaðinn og almennt
umgjörðina í kringum sýninguna.“
Ólöf segir að áhugi hennar á tísku
hafi þróast með aldrinum og hún
sé ekki frá því að alveg frá ungl-
ingsaldri hafi hún gert í því að vera
öðruvísi í klæðaburði en aðrir. „Ég
reyni að festa mig ekki í einhverjum
stöðlum heldur tek ég stundum
upp á því að fara í þveröfuga átt.
Það er til að mynda ekki hægt með
góðu móti að fá mig til að klæðast
bleikum fatnaði. Það að staðal-
ímyndin sé svo sterk að kvenfólk
velji og vilji allt bleik fær mig til að
forðast þann lit eins og pestina.“
Stundum líða mánuðir á milli
þess sem Ólöf fjárfestir í nýrri flík
en hún kaupir föt bæði hérlendis og
erlendis. „Ég er ekki frá því að það
skiptist nokkuð jafnt. Ég kaupi mér
oftast flík þegar ég fer til útlanda. Til
að mynda held ég enn mikið upp
á pils sem ég keypti á götumarkaði
í Flórens á Ítalíu í kringum 2005.
Önnur uppáhaldsflík er hettupeysa
frá Tommy Hil figer sem ég keypti í
Illum í Kaupmannahöfn árið 2003
og er enn í reglulegri í notkun. Í
augnablikinu held ég mikið upp á
bláan bleiser sem ég keypti í Pri-
mark í Edinborg 2013. Mér finnst
hann passa bæði fyrir fínni tækifæri
sem daglega notkun við til dæmis
gallabuxur. Þegar ég fer til staða
þar sem stærðir eru töluvert frá-
brugðnar evrópskum stærðum, eins
og til dæmis í Japan, kaupi ég þeim
mun meira af fylgihlutum,“ upplýsir
hún.
En bestu og verstu fatakaupin?
„Þar sem ég er töluvert uppi
á fjöllum í alls konar veðri allan
ársins hring þá finnst mér merínó-
ull það besta sem hægt er að klæða
sig í sem innsta lag, enda eru ófá
sett af ullarfötum til á heimilinu. Ég
reyni að gleyma verstu fatakaupum
jafnóðum. Hver kannast ekki við að
nenna ekki að máta í versluninni en
fatnaðurinn lítur vel út á herða-
trénu eða gínunni en þegar heim er
komið er eins og þetta sé allt önnur
flík sem engan veginn passar?
Svona erum við nú misjafnar í sniði
eins og við erum nú margar.“
Notar þú fylgihluti?
„Já, töluvert. Ég á töluvert af
töskum, sólgleraugum og skart-
gripum. Mér finnst fylgihlutir
gera mikið fyrir heildarútlitið og
með því að skipta þeim út breytist
upplifunin af fatnaðinum tölu-
vert. Sami fatnaður getur farið úr
því að vera hversdagslegur yfir í að
vera partíhæfur með réttum fylgi-
hlutum.“
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Ólöf hefur yndi af útiveru og á heilmikið af útivistarfatnaði. MYNDIR/ERNIR
Verð 6.900 kr.
- 4 litir: navyblátt, ljósgrátt, hvítt, svart
- str. 36 - 48
- 100% lífræn bómull
Flottir bolir
Áleggin frá Stjörnugrís hafa fengið nýjan búning en að sjálfsögðu halda þau sömu gæðum
Eini íslenski framleiðandinn sem framleiðir eingöngu úr íslensku grísakjöti
www.s vinvirka r. is
SÖMU GÆÐIN
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . j ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
2
8
-0
6
-2
0
1
8
0
4
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
4
1
-A
B
7
8
2
0
4
1
-A
A
3
C
2
0
4
1
-A
9
0
0
2
0
4
1
-A
7
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K