Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.06.2018, Blaðsíða 32
Sunna hóf nám í fatahönnun í LHÍ árið 2009 eftir að hafa verið tvær annir í Skals Højskolen for design og hånd­ arbejde á Jótlandi í Danmörku. „Ég fór síðan aftur til Danmerkur í skiptinám við Danmarks Design­ skole. Var þar í eina önn á meðan ég var í LHÍ en þaðan útskrifaðist ég árið 2012. Það var síðan eiginlega fyrir röð tilviljana að ég endaði á því að fara í starfsnám í Amsterdam í Hollandi árið eftir útskrift. Ég var að vinna hjá hollenska fatahönnuð­ inum Lilian Driessen. Lilian er með eigið fatamerki og hannar líka innréttingar fyrir ilmvatnsbúðir og einkaheimili. Þetta var afar fróð­ legur tími og Lilian endaði á því að bjóða mér að vera lengur en til stóð. Það sem upphaflega áttu að vera þrír mánuðir urðu hátt í sjö. Undir lokin, þegar ég var búin að tæma sparireikninginn minn, fékk ég að sofa í herbergi í kjallaranum í vinnustofunni,“ segir hún. Nám í Arnhem „Lilian hafði verið að kenna af og til í ArtEZ Fashion Masters í Arn­ hem í Hollandi. Ég ákvað að sækja um eftir að hafa heimsótt Arn­ hem. Þetta er lítill skóli með tvær megindeildir, Fashion Master og Fashion Strategy. Við vorum fimm sem hófum nám í Fashion Master í árganginum mínum en þrjár sem útskrifuðumst. Þetta nám hentaði mér vel og kennararnir voru jafn frábærir og þeir voru mismunandi. En þetta var mikil og stöðug keyrsla undir gríðarlegri pressu og í rosalegri samkeppni, þar af leiðandi var þetta það erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann gert,“ segir Sunna. „Ég hafði alltaf séð fyrir mér að ég myndi vilja vinna fyrir aðra eftir útskrift – helst stórt nafn í lúxus­ tískugeiranum. Að vinna við að gera „haute couture“ fatnað eða því sem næst væri til að mynda draumurinn. Eftir heimkomuna frá Hollandi gerði ég litla tísku­ stuttmynd, One year and ten days, fyrir útskriftarverkefnið mitt og hef sinnt einstaka prívat verkefnum sem ég hef mikla ánægju af. Ég er með litla vinnustofu í miðbænum þar sem ég vinn að nýju línunni hvenær sem færi gefst. Ég vonast til að hún verði tilbúin undir lok sumars. Þetta er kvenfatalína sem er unnin upp úr sniðum úr útskriftarlínunni minni sem mikil vinna fór í að teikna og máta til. Mér finnst meiri skilningur á starfsumhverfi fatahönnuða í Hol­ landi en hér. Það þyrfti að styðja við nýstofnuð fatamerki upprenn­ andi fatahönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum eftir nám. Hvort sem er með fjárhags­ legum stuðningi eða með því að skapa vettvang þar sem þessi merki eru sýnilegri. Það er aðeins meiri tilraunastarfsemi í gangi hjá ungum hönnuðum í Hollandi. Þeir eru óhræddari við að fara aðrar og óhefðbundnari leiðir með merkin sín en hönnuðir hér á Íslandi en það gæti skýrst af því að markaður­ inn úti er margfalt stærri en hér.“ Boð og bönn tískunnar Þegar Sunna er spurð um eigin fatastíl, svarar hún. „Ég er rosalega löt að klæða mig hversdags og eyði mjög litlum tíma í að finna til föt. Hversdags er ég klædd í gallabuxur, einlitan stuttermabol og einlita, prjónaða peysu úr fínni ull. Ég held að tískuáhuginn hafi þróast í öfuga átt, þótt ég sé fatahönnuður og allt það. Ég hef í raun sáralítinn áhuga á tísku sem slíkri, þá meina ég ef við tölum um tísku sem við sjáum í blöðunum og á sýningarpöllunum, hvort stórir jakkar séu úti eða inni eða hvort fjólublár er litur gærdags­ ins eða morgundagsins. Öll boð og bönn í tísku finnst mér eiginlega hallærisleg. En hins vegar elska ég Lítill stuðningur við hönnuði Sunna Örlygsdóttir fatahönnuður vinnur nú nýja fatalínu. Hún hlaut tilnefninguna Looking forward to í flokknum Fashion Design of the Year á hönnunarverðlaunum Grapevine 2018. Sunna Örlygsdóttir fatahönnuður. MYND/EYÞÓR Þetta dress er sömuleiðis úr ArtEZ Mini Collection 2015 frá Sunnu. Þessi fatnaður er úr ArtEZ Mini Collection 2015. MYNDIR/MAGNÚS ANDERSEN flíkur og allt sem er hægt að tjá með minnstu smáatriðum í frágangi og efnisvali – alla litlu „núansana“. Ég er mikil áhugamanneskja um ímyndarsköpun. Eftir að hafa lært fatahönnun verður maður óhjákvæmilega dálítið vandlátur á föt og það verð­ ur erfiðara að finna föt í búðum. Ég er oftast frekar dökkklædd en er annars mikið fyrir djúpa og sterka litatóna, sérstaklega í eigin hönnun. Á síðustu árum hef ég orðið sífellt hallari undir bleika tóna, hvernig sem á því stendur. Ég á gulbrúna rúllukragapeysu sem amma mín prjónaði á mig þegar ég var svona 11­12 ára og er mér kær. Ótrúlegt en satt þá passa ég enn í hana og mun halda áfram að nota hana þangað til hún dettur í sundur. Það er reyndar smá áhugamál hjá mér að kíkja í fínu búðirnar erlendis. Þá fær maður tilfinningu fyrir því hvað fólk er að kaupa og svo finnst mér gaman að kíkja inn í flíkur til að skoða hvaða aðferðir eru notaðar í frágang og hvaða efni er verið að nota. Þjóðbúningurinn minn er í miklu uppáhaldi hjá mér en mamma saumaði hann á mig þegar ég fermdist,“ segir Sunna. NÝSKÖPUN Á ÍSLANDI Blaðið er unnið að hluta í samstarfi við Rannís og Tækniþróunarsjóð. Ætlum við þar að sýna þá grósku sem er í íslenskri nýsköpun og kynna það sem vel hefur farið af stað á síðastliðnum árum. Í blaðinu gefst nýsköpunar fyrirtækjum færi á að kynna sína starfsemi og vöruþróun. Um leið er blaðið öflugur auglýsingamiðill fyrir fyrirtæki og stofnanir sem bjóða nýsköpunarfyrirtækjum upp á ýmiskonar vörur eða þjónustu. Boðið er upp á hefðbundin auglýsingahólf sem og umfjallanir sem eru settar upp af blaðamanni okkar í góðu samráði við auglýsanda. Stór dreifing og mikill lestur Fréttablaðsins tryggir að blaðið nær afar vel til ákjósanlegra markhópa. Fimmtudaginn 4. júlí mun Fréttablaðið gefa út aukablaðið Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnarm@frettabladid.is Sími: 512-5442 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . j Ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 8 -0 6 -2 0 1 8 0 4 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 4 1 -C 4 2 8 2 0 4 1 -C 2 E C 2 0 4 1 -C 1 B 0 2 0 4 1 -C 0 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.