Fréttablaðið - 07.07.2018, Side 2

Fréttablaðið - 07.07.2018, Side 2
Veður Sunnan og suðvestan 3-10 í dag og rigning eða skúrir, en úrkomulítið á Austurlandi. Snýst í vestanátt og styttir upp vestan til í kvöld en það má þá búast við samfelldri rigningu á Austurlandi. sjá síðu 36 Á uppleið Krakkar úr Klifurfélagi Reykjavíkur notuðu tækifærið og voru við útiæfingar af kappi í Öskjuhlíðinni í sjaldséðri kvöldsól á fimmtudagskvöldið. Klifurfélagið sem á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur, rekur Klifurhúsið þar sem stunda má íþróttina árið um kring. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Hm 2018 „Við viljum saman undir- strika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Mic- hael Nevin, verða á Ingólfstorgi í dag í tilefni af landsleik Svíþjóðar og Englands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendi- herrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skila- boð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu á Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Eng- lendingum óþægur ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp er staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum vel söguna og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðn- ingsmönnum. mikael@frettabladid.is Sendiherrar sameinast í ást og friði á Ingólfstorgi Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/ÞórStEinn Þó að landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Hatur á ekki heima í íþróttum, segir Håkan Juholt. Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold óskar eftir blómamynd eftir Jón Stefánsson fyrir traustan kaupanda Áhugasamir hafi samband við Jóhann Hansen, s. 845 0450 , fold@myndlist.is LögregLumáL Ákæra hefur verið gefin út á hendur lögreglumanni fyrir gáleysisbrot við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Hinn handtekni fótbrotnaði í aðgerðinni og samkvæmt fram- burði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og hurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hans. Í ákæru er vísað til ákvæða almennra hegningarlaga um opin- bera starfsmenn sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi gæta ekki lögmætra aðferða við úrlausn, handtöku, hald, leit, fangelsan eða framkvæmd refsingar og ákvæðis um tjón á líkama eða heilbrigði annars manns sem valdið er af gáleysi annars manns. Brotin geta varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Tveir voru kærðir vegna hand- tökunnar í fyrrasumar en málið var látið niður falla því ekki voru taldar nægar líkur á sakfellingu. Brotaþolinn kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem fól héraðs- saksóknara að taka mál á hendur öðrum lögreglumannanna til ákærumeðferðar. Lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð. Brotaþolinn krefst sjö milljóna króna í skaða- og miskabætur. – aá Lögreglumaður ákærður vegna handtöku Handtakan var við Hamborgarabúll- una í Kópavogi. Fréttablaðið/EyÞór Akureyri Minnihlutanum í bæjar- stjórn Akureyrar var boðin heil síðu- auglýsing í kynningarritinu Akureyri sem dreift var í lok vikunnar. Blaðið er gefið út af Kaupmannafélagi Akureyrar. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í minnihluta er í stjórn samtakanna. Akureyri gefur upplýsingar um fyrirtæki, stofnanir og áhugaverða staði í bænum. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir Kaupmannafélagið hafa óskað eftir því við minnihlut- ann að birta spurn- ingarnar til meiri- hlutans, flokkunum að kostnaðarlausu. Er auglýsingin síðan á heilli síðu í blaðinu með merkjum minni- hlutaflokkanna. – sa Gáfu minnihluta auglýsingu 7 . j ú L í 2 0 1 8 L A u g A r D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 5 -F 4 7 C 2 0 5 5 -F 3 4 0 2 0 5 5 -F 2 0 4 2 0 5 5 -F 0 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.