Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 6
Auglýsing um próf til endurskoðunarstarfa Með vísan til laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, er fyrirhugað að halda próf til löggildingar til endur skoðunarstarfa í október 2018 sem hér segir: Fyrri hluti mánudaginn 8. október Seinni hluti miðvikudaginn 10. október Prófin hefjast kl. 9 hvorn dag og standa til kl. 17. Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 589/2009 um próf til löggildingar endurskoðunarstarfa. Próftökugjald er kr. 395.000.- Væntanlegir prófmenn skulu skila umsóknum fyrir miðvikudaginn 8. ágúst nk. til prófnefndar. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Jóni Arnari Baldurs, Urðarbraut 9, 200 Kópavogi. Tilkynningu skulu fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvu- póstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 6. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 79/2008. Próftakar fá þá sendan reikning fyrir prófgjaldinu sem ber að greiða fyrir 1. september nk. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum fyrir lok ágúst nk. Reykjavík 7. júlí 2018. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Bærinn Seefeld er yndislegur alpabær sem hvílir í fögrum fjallasal milli Wetterstein, Mieminger og Karwendelfjallanna í Austurríki. Farnar verða skipulagðar hjólaferðir í frísku fjallalofti með fararstjóra og innlendum staðarleiðsögumanni sem í sameiningu munu velja hentugar leiðir hvern dag og fræða okkur um staðhætti á leiðinni. 2.- 9. september Hjólað um perlur Tíról Landbúnaður Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og hey- fengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suður- hluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikil- vægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á list- anum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund hey- rúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. sveinn@frettabladid.is Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. Sjúkdómar Tilraunir með nýtt bólu- efni við HIV-sýkingu í ósmituðum einstaklingum og öpum hefur borið afar góða árangur. Vísindamönn- unum tókst að framkalla heppilega ónæmissvörun með því að gefa þessum einstaklingum blöndu af nokkrum lyfjum sem áður hafa gefið góð raun í baráttunni við HIV. Lyfja- kúrinn stöðvaði smit í öpum. Það voru vísindamenn við háskólasjúkrahúsið Beth Israel Deaconess í Harvard sem stóðu að rannsókninni en hún tók í senn til 393 heilbrigðra einstaklinga og apa. Þeir birtu niðurstöður sínar í vísindaritinu The Lancet síðdegis í gær og tilkynntu að til stæði að færa prófanir með lyfjakúrinn á næsta stig þar sem reynt verður að bólu- setja einstaklinga í Suður-Afríku fyrir HIV-smiti. „Þessi rannsókn sýnir fram á það að Ad26/Env, sem er blandaður lyfjakúr við HIV, framkallar öflugt ónæmisviðbragð í mönnum og öpum. Um leið myndaði bóluefni 67 prósent vörn gegn smiti í öpum,“ segir Dan H. Barouch, prófessor við læknadeild Harvard. Bóluefnið byggir á erfðaefni úr mismunandi kirnaröðum úr nokkrum stofnum HIV-veirunnar. Þannig er lyfjakúrinn hannaður til að vernda fyrir smiti alls staðar í heiminum. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni eru frá Rúanda, Suður-Afríku, Úganda, Taílandi og Bandaríkjunum. Allir þátttakendur sýndu jákvæða svörun. Rúmlega 30 ár eru síðan tilvist HIV-veirunnar var staðfest og á þeim tíma hafa vísindamenn um allan heim unnið að þróun bóluefn- is. Sú vinna hefur gengið hægt. Þessi tiltekna rannsókn er sú fimmta í sögunni sem færð verður á stig til- rauna í mönnum. „Út frá þessum niðurstöðum hefur bóluefnið verið fært á næsta stig lyfjatilrauna, þar sem verkun í mönnum verður könnuð betur með því að freista þess að koma í veg fyrir HIV-smit í mönnum í Suður-Afríku,“ segir Barouch. „Við vonumst til að geta birt niðurstöður í síðasta lagi árið 2022.“ – khn Hefja tilraunir með mögulegt bóluefni við HIV í mönnum HIV-veiran. Bóluefni gegn henni byggir á blöndu lyfja. NordIcpHotos/Getty VIðSkIPTI Skiptum á þrotabúi Peru ehf. lauk í júní og var niðurstaðan sú að 1,1 milljón fékkst greidd upp í kröfur á hendur félaginu sem námu tæplega 19,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lög- birtingablaðinu. Pera er dótturfélag Lykils fjár- mögnunar, sem áður hét Lýsing, og var stofnað árið 2007. Félagið hélt utan um tryggingar vegna lán- veitinga Deutsche Bank til Lýsingar- samstæðunnar upp á tugi milljarða króna. Kröfuréttindin sem voru á undirliggjandi samningum hjá Lýs- ingu voru þannig framseld til Peru. Lánin voru endurfjármögnuð árið 2013 og dró þá verulega úr starfsemi félagsins. Í ársreikningi Lykils fyrir árið 2017 segir að í desember hafi stjórn Peru sent beiðni til dómstóla þess efnis að félagið yrði tekið til slita- meðferðar með hliðsjón af ógjald- færni félagsins. Enn fremur segir að yfirfæranlegt tap Lykils, þá Lýsingar, á árunum 2010, 2011 og 2012, sem nam tæplega 16,9 milljörðum í heildina, sé komið frá Peru og falli niður við gjaldþrot félagsins. Hins vegar myndist skattaleg gjaldfærsla vegna tapaðrar kröfur Lykils á hend- ur Peru að fjárhæð 18,5 milljarðar króna. – þfh Smáaurar fengust upp í risakröfur á félag Lýsingar Mikilvægt er sagt að hey til útflutnings sé ekki af svæðum þar sem garnaveiki hefur greinst. FréttaBlaðIð/steFáN Kröfur í Peru ehf., dóttur- félag Lýsingar, námu hátt í 20 milljörðum króna en aðeins fékkst greidd 1,1 milljón króna úr þrotabúinu. 7 . j ú L í 2 0 1 8 L a u G a r d a G u r6 f r é T T I r ∙ f r é T T a b L a ð I ð 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -1 B F C 2 0 5 6 -1 A C 0 2 0 5 6 -1 9 8 4 2 0 5 6 -1 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.