Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 10
9. Vestur-Armenía
Tyrkir búsettir í Armeníu. Hafa
lengi farið halloka í landinu.
10. Tamil Eelam
Aðskilnaðarhreyfing Tamíla
sem vilja skilja sig frá Srí Lanka.
11. Tíbet
Tíbeta þekkja flestir en þjóðin
hefur lengi verið undir hæl Kína.
1
2
3
4
5
1. Cascadia
Íbúar á
vestur-
strönd BNA sem
vilja sjálfstæði.
2. Mön
Íbúar
eyjarinn-
ar Mön. Tilheyrir
Bretlandi.
3. Padanía
Nyrstu
héröð
Ítalíu. Hluti vill
skilja sig frá.
4. Kabylia
And-
spyrnu-
hérað
í Alsír. Staðið í
styrjum við ríkið.
5. Kárpátalja
Fólk af
ungversk-
um upp-
runa í Úkraínu.
6. Matabeland
Fólk frá Matabe, einu frjóasta
héraði Simbabve, sem vill aðskilnað.
7. Seklerland
Fólk af ungverskum uppruna
búsett í Sekler í Rúmeníu.
8. Norður-Kýpur
Fólk af tyrkneskum uppruna
sem búsett er á Kýpur.
16. Barawa
Land-
flótta
Sómalar búsettir
í Bretlandi
15. Túvalú
Póló-
nesar á
eyju mitt á milli
Havaí og Ástralíu.
14. Sameinað-
ir Kóreumenn
í Japan
Fólk frá
Kóreu sem hefur
flúið til Japan.
13. Panjab
Múslimar
sem eiga
rætur að rekja til
Punjab-héraðs.
12. Abkasía
Sjálf-
stjórnar-
hérað í Georgíu.
Vilja sjálfstæði.
6
7
8 9
10
11
12
13 14
15
16
Þátttökuþjóðir á heimsmeistaramóti ConIFA 2018
KNATTSPYRNA Þegar þetta er ritað
er fyrri hluta fjórðungsúrslita á
HM í Rússlandi lokið og aðeins rúm
vika í að nýir heimsmeistarar verði
krýndir. Fyrir mánuði fór hins vegar
fram annað heimsmeistaramót í
knattspyrnu sem fékk öllu minni
athygli.
Í borginni Luleå í norðurhluta
Svíþjóðar eru samtökin ConIFA
með höfuðstöðvar. Þau voru stofn-
uð árið 2013 til að vera regnhlífar-
samtök fyrir ríki eða þjóðarbrot
sem ekki eiga aðild að Alþjóða-
knattspyrnusambandinu.
„Markmið okkar er að veita
knattspyrnumönnum og ríkjum,
sem eru ekki hluti af FIFA, tæki-
færi til að leika knattspyrnu með
landsliði sínu og vaxa þannig og
dafna sem fótboltamenn og mann-
eskjur. Flestir meðlimir okkar eiga
ekki þann möguleika að spila með
landsliði eða eru ekki gjaldgengir til
að leika með neinu ríki sem á aðild
að FIFA,“ segir Þjóðverjinn Sascha
Düerkop, formaður ConIFA.
Sem stendur eru aðildarríkin
47 talsins frá öllum heimsálfum
að Suður-Ameríku undanskilinni.
Að baki hverju og einu þeirra er
oft mikil saga um baráttu þjóðar-
brota við ofríki móðurríkisins eða
stríðsátök heima fyrir. Stærstur
hluti aðildarfélaga ConIFA kemur
frá Evrópu en í þeim hópi má nefna
lönd á borð við Mónakó, Abkasíu,
Ellan Vannin (eyjuna Mön), tyrk-
neska hluta Kýpur og Kárpátalja.
Frá Asíu má nefna írska Kúrda,
Róhingja, Sameinaða Kóreumenn
í Japan og Tíbet. Til viðbótar má
nefna til sögunnar Eyjaálfuríkin
Túvalú og Kíríbatí og í Afríku meðal
annars Vestur-Sahara, Darfúr og
Sansibar.
Ár hvert stendur ConIFA fyrir
stórmóti í knattspyrnu. Álfumót
eru haldin á oddatöluárum en
heims meistaramót á sléttum ártöl-
um. Fyrsta heimsmeistaramótið fór
fram í Östersund í Svíþjóð árið 2014
en gestgjafar voru þá Samar. Nice-
hérað stóð uppi sem sigurvegari.
Héraðið tók ekki þátt að tveimur
árum liðnum og var mótið því
haldið í Abkasíu, eða Georgíu eftir
því hvernig á málið er litið. Þar voru
það heimamenn sem urðu hlut-
skarpastir eftir vítaspyrnukeppni í
úrslitaleiknum gegn Panjab-héraði.
Mótið í ár var hýst af Barawa en
það er hérað í Sómalíu. Barawíska
knattspyrnusambandið saman-
stendur af Sómölum búsettum í
Bretlandi sem hafa neyðst til að
flýja heimaland sitt vegna borgara-
styrjaldar, óöryggis og fátæktar.
Mótið var haldið á fimm leik-
vöngum í London en í fyrsta skipti
í sögu ConIFA var fenginn styrkt-
araðili fyrir mótið auk þess sem
ConIFA tókst að selja sýningarrétt-
inn fyrir það. Írska veðmálafyrir-
tækið Paddy Power var opinber
styrktaraðili og því fylgdu nokkrar
breytingar á reglum knattspyrn-
unnar. Til að mynda gátu dóm-
arar leiksins lyft grænu spjaldi, auk
hinna hefðbundnu gulu og rauðu,
en það fór á loft ef leikmaður gerð-
ist sekur um að dýfa sér. Afleið-
ingar þess voru að nauðsynlegt var
að skipta leikmanninum út af þá
þegar. Dómarar mótsins voru ekki
Heimsmeistaramótið sem enginn sá
Tíbetar riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni gegn Abkasíu í fyrstu umferð en þeir gátu þó brosað í leikslok. MYND/CONIFA
Jóhann Óli
Eiðsson
johannoli@frettabladid.is
af verri endanum en þeirra fremstur
var vafalaust Mark Clattenburg sem
getið hafði sér gott orð sem dómari
í ensku úrvalsdeildinni.
Sextán þjóðir unnu sér inn þátt-
tökurétt á mótinu en tvær heltust úr
lestinni áður en það hófst. Eyjaálfu-
ríkið Kíríbatí náði ekki að skrapa
saman fjármunum til að ferðast á
mótið og tók Túvalú því þess stað.
Landslið Felvidek, sem samanstend-
ur af fólki af slóvöskum uppruna í
Ungverjalandi, dró sig einnig úr
keppni og í staðinn kom Kárpatalja,
Ungverjar í vesturhluta Úkraínu.
Mótið í ár var ekki laust við
dramatík. Ellan Vannin, sem var
taliið sigurstranglegt fyrir mót,
dróst í A-riðil ásamt Cascadíu,
Tamil Eelam og gestgjöfunum í
Barawa. Liðið vann fyrstu tvo leiki
sína og var í efsta sæti riðilsins fyrir
lokaleikinn gegn Barawa. Sá leikur
tapaðist 2-0 en það þýddi að Cas-
cadía og Barawa komust upp fyrir
Mönverja á markatölu. Liðin höfðu
unnið hvort annað innbyrðis og
allir unnu lánlausa Tamíltígrana.
Eftir leikinn kom í ljós að Barawa
hafði kallað inn í hóp sinn nýjan
leikmann milli leikja vegna meiðsla.
ConIFA gaf grænt ljós á það þrátt
fyrir að þátttökuþjóðum hefði borið
að tilkynna endanlegan hóp áður
en mótið hófst. Hinum liðunum
fimmtán var ekki tilkynnt um þessa
breytingu. Mönverjar mótmæltu
harðlega en það skilaði engu nema
því að þeir létu sig hverfa af mótinu
án þess að leika fleiri leiki.
Sigurinn skilaði Barawa leik í
fjórðungsúrslitum gegn Norður-
Kýpur þar sem liðið steinlá, skor-
aði ekki mark en fékk á sig átta.
Tyrkirnir lögðu Padaníu í undanúr-
slitum og mættu þar viðbótarþjóð-
inni Kárpatalja. Liðið hafði lagt
Cascadíu og Seklerland að velli á
leið sinni í úrslitin.
Norður-Kýpur þótti sigurstrang-
legra fyrir leikinn en liðið hafði
lent í þriðja sæti árið 2016. Kárpá-
talja var hins vegar að leika á sínu
fyrsta heimsmeistaramóti. Liðin
höfðu verið saman í riðli í upphafi
móts og gerðu þá jafntefli. Staðan í
úrslitaleikslok var einnig markalaus
og þurfti að grípa til vítaspyrnu-
keppni til að ákvarða sigurvegara.
Voru það nýliðarnir sem höfðu
betur, nýttu þrjár spyrnur en Norð-
urkýpverjar aðeins tvær.
Áhugamenn um knattspyrnu
smáríkja geta fylgst spenntir með
Evrópumótinu á næsta ári. Ekki
liggur fyrir hvar það mun fara fram.
Heimsmeistaramótið í
Rússlandi er nú í fullum
gangi. Annað slíkt fór
fram í London fyrir
mánuði þar sem mikil
dramatík var og nýjung-
ar kynntar til sögunnar.
Flestir meðlimir
okkar eiga ekki
þann möguleika að spila
með landsliði eða eru ekki
gjaldgengir til að leika með
neinu ríki sem á aðild að
FIFA.
Sascha Düerkop, formaður ConIFA
47
eiga aðild að samtökum
þeirra sem ekki eru í FIFA.
7 . J ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R10 F R é T T I R ∙ F R é T T A B l A ð I ð
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-2
A
C
C
2
0
5
6
-2
9
9
0
2
0
5
6
-2
8
5
4
2
0
5
6
-2
7
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K