Fréttablaðið - 07.07.2018, Page 12
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þeir þurrka
upp tekjur
smærri
miðlanna og
freista þess
að þagga
niður í þeim.
Varla stuðlar
það að
lýðræðislegri
umræðu.
Þvert á móti.
Veðrið hefur leikið íbúa Suðvesturlands grátt þetta sumarið. Meðalhiti í júní var á höfuðborgar-svæðinu nærri tveimur gráðum undir meðaltali
síðustu tíu ára. Júnímánuður hefur ekki verið jafnkaldur
síðan 1997. Sólskin hefur ekki verið minna síðan 1914.
Ekkert lát virðist á harðindunum en roki og rigningu er
spáð út júlí. „Það má eiginlega segja að íslenska sumarið
sé komið í langt sumarfrí,“ sagði veðurfræðingurinn Páll
Bergþórsson í samtali við DV.is.
En fátt er svo með öllu illt að ekki hafi það einhvern
tímann verið verra. Nú þegar Íslendingar standa bug-
aðir gagnvart náttúruöflunum, sólaráburðurinn nálgast
síðasta söludag og nýju sandalarnir eru búnir að bíða
svo lengi í skókassanum að þeir eru við það að detta úr
tísku, má leita styrkingar í einu fyrsta sjálfshjálparriti
Íslandssögunnar.
Er Ísland byggilegt?
Í lok átjándu aldar spurðu Íslendingar sig eftirfarandi
spurningar af fullri alvöru: Er Ísland byggilegt?
Spurningin var svo sannarlega réttmæt. Alla öldina
hafði landið, örlögin og náttúran gert sitt besta til að
koma íbúunum fyrir kattarnef. Hannes Finnsson,
biskup í Skálholti, ákvað að skoða málið.
Árið 1703 var gert manntal á Íslandi. Er manntalið
elsta þjóðarmanntal sem varðveist hefur í heiminum.
Árið 1703 voru Íslendingar 50.358 að tölu. Þrjú áföll
áttu hins vegar eftir að höggva stórt skarð í fólks-
fjöldann:
– Bólusótt: Á árunum 1707 til 1709 lést fjórðungur
þjóðarinnar úr bólusótt. Ef fjórðungur þjóðarinnar félli
frá í dag væru það rúmlega 85.000 einstaklingar.
– Kuldi: Á árunum 1751 til 1758 geisaði hungurs-
neyð vegna óvenjumikils kulda, hafíss og lítils fiskafla.
Íslendingum fækkaði um tæplega sex þúsund manns.
– Eldgos: Árið 1783 hófst eitt mesta eldgos Íslands-
sögunnar: Skaftáreldar. Ekki var nóg með að hraun-
kvikan legði tugi bæja í eyði heldur olli eitruð gjóskan
mikilli mengun um allt land og gífurlegum búfjár-
dauða. Aftur fengu Íslendingar að svelta. Talið er að tíu
þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar hafi látið
lífið í móðuharðindunum svokölluðu, sem drógu nafn
sitt af móðunni sem lá yfir landinu.
Svo slæmt var ástandið undir lok átjándu aldar að til
tals kom að flytja alla Íslendinga á brott til Danmerkur.
Voru hugmyndir þess efnis skoðaðar af fullri alvöru; þær
voru rannsakaðar af embættismönnum, um þær voru
skrifaðar álitsgerðir og var kostnaðurinn við mannflutn-
ingana kannaður. Áfangastaðirnir sem komu til álita
voru Jótlandsheiðar, Finnmörk og Kaupmannahöfn.
Hvernig fór um sjóferð þá vitum við öll; ekkert ykkar
er að lesa þessi skrif undir berum himni á kaffihúsi á
Strikinu yfir smurbrauði og Gammel dansk raulandi „vi
er røde, vi er hvide, vi står sammen, side om side“.
En þótt ekkert hafi orðið af sjóferðinni til Danmerkur
færði átjánda öldin Íslendingum óvænt innlegg í lífs-
baráttuna.
Þetta reddast
Er Ísland byggilegt? Hannes Finnsson biskup birti
niðurstöður athugunar sinnar árið 1796 í ritinu Mann-
fækkun af hallærum. Í bókinni er eymd íslenskrar
þjóðar rakin frá landnámi. Ítrekaðar hamfarir túlkar
Hannes þó ekki sem ábendingu um að Íslendingum
væri betur borgið í Köben með pylsu í annarri hendi,
Tuborg í hinni og Kim Larsen í eyrunum. Jú, þjóðin
hafði gengið í gegnum mikil áföll vegna harðinda og
náttúruhamfara, viðurkenndi Hannes. En henni hafði
alltaf tekist að rétta við aftur: „Ísland fær tíðum hallæri,
en ekkert land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga
á ný manneskjum, og bústofni sem það, og er því eigi
óbyggjandi.“ Skilaboð bókar Hannesar, sem hlýtur að
teljast með fyrstu sjálfshjálparbókum Íslandssögunnar,
útleggjast svo á nútímamáli: Krakkar, þetta reddast.
Næst þegar skólpið flæðir um sumarbústaðinn vegna
rigninga, klæðast þarf skíðaúlpu á golfvellinum og sum-
arlaukarnir í garðinum blómstra ekki má að minnsta
kosti gleðjast yfir einu: Þú ert ekki uppi á 18. öld.
Fyrsta sjálfshjálparbók
hrakinnar þjóðar
Vaxandi skilningur virðist vera meðal ráða-manna um að ekki verði unað við óbreytta stöðu á fjölmiðlamarkaði. Slíkt er löngu tíma-bært, enda hefur framganga Ríkisútvarpsins gegn frjálsu fjölmiðlunum fengið að viðgang-
ast alltof lengi.
Nýleg dæmi eru af auglýsingasölu Ríkisútvarpsins í
tengslum við Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu.
Ríkisútvarpið lét ekki duga að einoka nánast auglýsinga-
markaðinn á meðan á keppninni stendur heldur seldi
auglýsingar með þeim hætti að tengja þær viðburðum
langt fram á haustið. Afleiðingarnar eru því ekki einungis
þær að þrengja að tekjumöguleikum einkamiðlanna yfir
blásumarið, heldur reyndi ríkisrisinn að einoka markaðsfé
fyrirtækja í landinu til enn lengri tíma.
Áhrifa hefur auðvitað gætt í einkageiranum, sérstaklega
hjá smærri miðlum sem síður þola höggið. Forsvarsmenn
bæði Hringbrautar og N4 hafa lýst þessari stöðu vel.
Auðvitað er þetta ekki boðlegt. Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lýsir því að lögboðið
hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars að stuðla að lýð-
ræðislegri umræðu. Vitaskuld gerir Ríkisútvarpið það með
fréttaflutningi sínum, og oft á tíðum mjög vel.
Framganga stjórnenda RÚV á auglýsingamarkaði er hins
vegar í hróplegu ósamræmi við þetta hlutverk. Þeir þurrka
upp tekjur smærri miðlanna og freista þess að þagga niður
í þeim. Varla stuðlar það að lýðræðislegri umræðu. Þvert á
móti.
Ríkisútvarpið nýtur í dag ríflega fjögurra milljarða króna
forskots á einkamiðlana í formi beinharðra ríkisfram-
laga. Því til viðbótar aflar miðillinn svo rúmlega tveggja
milljarða með auglýsingasölu. Umræðan á það til að
snúast um að ef Ríkisútvarpið færi út af auglýsingamarkaði
yrði að bæta því tekjumissinn.
Hvers vegna? Í fyrsta lagi myndu útgjöld sparast þar sem
ekki þyrfti að halda úti auglýsingasöludeild. Í öðru lagi
þá benda öll sólarmerki til þess að talsvert væri hægt að
hagræða í starfsemi RÚV. Í þeim efnum nægir að bera RÚV
saman við stærsta einkaaðilann, Vodafone. Afköst síðar-
nefnda félagsins í sambærilegri starfsemi eru margföld og
mun minna til kostað bæði í mannafla og öðru.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur nú boðað
að tillögur til úrbóta verði kynntar með haustinu. Aðal-
lega virðast tillögurnar eiga að snúast um endurgreiðslu á
kostnaði vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni.
Lilja vísar þessu til stuðnings í norrænar fyrirmyndir, en
stuðningur sem þessi hefur tíðkast í Danmörku, Noregi og
Svíþjóð.
Vonandi verður eitthvað úr loforðunum í þetta sinn.
Einkamiðlarnir sinna nefnilega lögbundnu hlutverki RÚV
ekki síður en stofnunin sjálf. Æskilegast væri hins vegar að
aðgerðirnar gerðu hvort tveggja í senn: styrktu starfsemi
einkamiðlanna, og tækju fyrir þátttöku RÚV á auglýsinga-
markaði. RÚV gæti þá einbeitt sér að lögbundnu hlutverki
sínu.
Ljós í
gangaendanum
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
30%
afmælisafsláttur
á Heliosa hiturum
HELIOSA hitarar henta bæði
innan- og utandyra.
Helstu kostir HELIOSA hitara eru:
• Hitna strax
• Vindur hefur ekki áhrif
• Vatnsheldir og menga ekki
Margar gerðir til á lager.
Finndu okkur
á facebook
Flísabúðin
30
ÁRA
2018
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R12 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
SKOÐUN
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-1
7
0
C
2
0
5
6
-1
5
D
0
2
0
5
6
-1
4
9
4
2
0
5
6
-1
3
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K