Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 17
Bifreiðagjöldin eru komin
í pósthólfið þitt á island.is
Stefnum saman á stafrænt Ísland
Greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld einstaklinga birtast nú eingöngu á rafrænu formi.
Þú nálgast þá í pósthólfinu þínu á island.is og um leið er krafa stofnuð í netbanka.
Með þessu má spara um 65 milljónir króna og fimm tonn af pappír á hverju ári.
Gjalddagi bifreiðagjalda er 1. júlí og eindagi er 15. ágúst.
Vilt þú útprentaðan seðil?
Hafðu samband við Þjónustuver Tollstjóra í 560 0300 eða á fyrirspurn@tollur.is
Fótbolti Heimir Hallgrímsson,
þjálfari íslenska karlalandsliðsins
í knattspyrnu, kvaðst vilja taka sér
eina til tvær vikur til þess að hugsa
málin hvað varðar framtíð sína eftir
að liðið tapaði fyrir Króatíu í loka-
umferð riðlakeppninnar á þriðju-
daginn í síðustu viku.
Samningur Heimis við Knatt-
spyrnusamband Íslands, KSÍ, var til
loka heimsmeistaramótsins og nú
er spurning hvað gerist í þjálfara-
málum liðsins í framhaldinu.
KSÍ er ekki búið að setja neinn
tímaramma á ákvörðun Heimis að
sögn Guðna Bergssonar, formanns
KSÍ.
„Það er í raun fátt að frétta og
staðan enn sú sama. Það er að við
séum að gefa Heimi andrými til
þess að hugsa málið og við erum að
kortleggja stöðuna. Ég get ekki sagt
meira á þessum tímapunkti. Við
höfum ekki sett neinn tímaramma
eða pressu, en þetta skýrist líklega
á einhvern hátt í næstu viku,“ sagði
Guðni þegar Fréttablaðið tók stöð-
una á viðræðum við Heimi í gær.
Næsta verkefni íslenska liðsins
er fyrsti leikur í Þjóðadeildinni sem
er ný keppni sem evrópska knatt-
spyrnusambandið, UEFA, hefur
settur á laggirnar. Hefur Ísland leik
gegn Sviss ytra þann 6. september
næstkomandi en ásamt Sviss er
Belgía með Íslandi í riðli.
Leiða má líkur að því að góður
árangur íslenska landsliðsins
undanfarin ár hafi vakið áhuga á
kröftum Heimis og honum standi
til boða fleiri verkefni en að halda
áfram þjálfun íslenska liðsins. – hó
Landsliðsþjálfarinn liggur áfram undir feldi
Hjólreiðar Hin árlega Tour De
France hjólreiðakeppni hefst í
Noirmoutier í Frakklandi í dag en
þessi stærsta hjólreiðakeppni heims
stendur yfir næstu þrjár vikurnar.
Hjóla keppendur rúmlega 3.300
kílómetra á þessum þremur vikum
og fá aðeins tvo hvíldardaga.
Er þetta í 105. skiptið sem þessi
keppni fer fram en augu allra verða
á Bretanum Chris Froome sem
hefur unnið keppnina þrisvar í röð
og fjórum sinnum á síðustu fimm
árum. Aðeins Eddy Merckx frá Belg-
íu hefur unnið Tour De France oftar
eða fimm sinnum og getur Froome
jafnað við hann í ár.
Hefur Froome verið í sviðsljósinu
undanfarið eftir að lyfjaeftirlitið
ákvað að rannsaka nánar sýni úr
honum sem tekið var á Spáni í sept-
ember. Eftirlitið gaf út tilkynning
um daginn um að eftir nánari rann-
sókn hefði ekkert ólöglegt fundist
en baulað hefur verið á Froome
undanfarna mánuði eftir að ákveðið
var að skoða sýnið nánar. – kpt.
Tour de France
hefst í dag
Tekst Froome að vinna sinn fimmta
titil í Frakklandi? NordicPhoTos/geTTy
heimir þungt
hugsi á
blaðamanna-
fundi Íslands
í rússlandi
á dögunum.
FréTTablaðið/
eyþór
GolF Birgir Leifur Hafþórsson,
atvinnukylfingur úr GKG, komst
í gegnum niðurskurðinn á Prague
Golf Challenge í höfuðborg Tékk-
lands í gær en Axel Bóasson, GK,
náði ekki niðurskurði.
Lék Birgir Leifur annan hring
mótsins á fjórum höggum undir
pari og slapp í gegnum niðurskurð-
inn á þremur höggum undir pari
eftir að hafa leikið á einu höggi yfir
pari fyrsta daginn.
Var hann á pari eftir
átta holur með sex
pör, fugl og skolla en
þá setti hann í flug-
gír. Fékk hann
fjóra fugla á
næstu fimm
holum og lauk
hringnum á
því að fá fimm
pör í röð.
Er þetta í
fjórða sinn á
tímabilinu sem
Birgir Leifur nær
niðurskurði á
Áskorendamóta-
röð Evrópu en
besti árangur hans
er sjöunda sætið,
einnig í Prag, í lok
maí. - kpt
Birgir Leifur
komst áfram
í Tékklandi
S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 17l a U G a r D a G U r 7 . j ú l í 2 0 1 8
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
5
-F
9
6
C
2
0
5
5
-F
8
3
0
2
0
5
5
-F
6
F
4
2
0
5
5
-F
5
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K