Fréttablaðið - 07.07.2018, Qupperneq 22
gjafir. En svo má flytja inn kjöt til
landsins án þess að nokkuð sé vitað
hvernig þessum málum er háttað í
upprunalandinu, heldur látið eins
og kjötið sé framleitt þar sem því er
pakkað. Það kom upp matareitrun
í kjúklingum í Danmörku og þegar
blaðamaður þar fór að rekja upp-
runa kjötsins reyndist það vera frá
Taílandi þar sem reglur eru ekki í
neinu samræmi við það sem Danir
verða að tileinka sér.“
Guðrún segir mér líka sögu úr
Parísarferð sem hún fór með Gerði
Guðrúnu, dóttur sinni, nýlega. „Á
leið til Versala hittum við mann frá
miðríkjum Bandaríkjanna. Hann
sagðist hafa stutt Trump í forseta-
kosningunum og við spurðum
af hverju. „Sko, stáliðnaðurinn í
Bandaríkjunum býr við reglur um
lágmarkslaun, aðbúnað og gæða-
staðla og greiðir sína skatta en svo
erum við að keppa við kínverskt
stál, framleitt þar sem engin lág-
markslaun eru við lýði og engar
reglugerðir,“ svaraði hann. Þá varð
mér hugsað til íslensks landbún-
aðar.“
Þessi dugmikla sveitakona er upp-
alin á mölinni en óslökkvandi áhugi
á dýrum og útivist sagði snemma til
sín, að hennar sögn. „Ég fór á öll
reiðnámskeið og var í skátunum.
Svo fór ég í sveit að Hofsnesi í Öræf-
um, var þar á sumrin sem unglingur
og fannst ég strax verða hluti af sam-
félaginu þar eystra. Hef alltaf spekúl-
erað mikið í náttúrunni og var svo-
lítið að sniglast kringum Hálfdán
Björnsson á Kvískerjum, lærði af
honum að þekkja fugla, fiðrildi og
plöntur og safnaði eggjum. Svo var
Sigurður, bóndi á Hofsnesi, hafsjór
af sögum,“ lýsir hún.
Guðrún varð búfræðingur frá
Hvanneyri 1977, búfræðikandidat
í Edinborg og náði sér síðar í mast-
ersgráðu í landgræðslufræðum við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri, í fjarnámi með búskapnum.
En eftir Edinborgardvölina hélt
hún í heimsreisu og vann á sauð-
fjárbúi í Ástralíu og holdanautabú-
garði í Bandaríkjunum. Kveðst enn
halda sambandi við marga sem hún
kynntist úti og vera að skipuleggja
ferð til Ástralíu til að hitta bænd-
urna sem hún var hjá þar. „Ég var
líka í Tansaníu í eitt ár að vinna á
kúabúi. Ætlaði að fara út í þróunar-
starf en hitti marga sem höfðu eytt
ævinni í slík störf, mest einhleypa
karla sem búnir voru að missa sjón-
ar á konunni og börnunum og áttu
ekkert ættland lengur. Þeir sögðu
magnaðar sögur, búnir að þvælast
um allan heim og vinna við ótrúleg-
ustu aðstæður. Lenda í því sem við
mundum kalla ævintýri – en voru
bara frekar einmana. Ævintýri geta
orðið hversdagleg líka, þau verða að
koma innan frá.“
Heimkomin úr fjarlægum heims-
álfum fór Guðrún að vinna á Hesti í
Borgarfirði hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins. Þar hitti hún Árna
Jónsson sem var þar bústjóri og féll
fyrir honum, þó hann væri 27 árum
eldri, og þau giftu sig 1986. „Mamma
hans Árna var frá Hlíðarendakoti
og við fluttum hingað árið 1988, þá
komin með tvö börn, soninn Jón
Örn sem nú er orðinn lögfræðingur
og Gerði Guðrúnu sem er listfræð-
ingur frá London en vinnur í Arion
banka. Ásdís Hulda bættist við eftir
að hingað kom, hún er hundasnyrtir
og er mest hér í sveitinni af börn-
unum, á til dæmis flest hrossin hér
í túninu.“
Fyrstu tólf árin í Hlíðarendakoti
segir Guðrún fjölskylduna hafa búið
í litlum bæ með þremur burstum.
Hann blasir við frá heimkeyrslunni
að íbúðarhúsinu sem var byggt um
síðustu aldamót á grunni enn eldri
bæjar. „Bærinn hans Þorsteins Erl-
ingssonar skálds, hann stóð hér,“
segir Guðrún. Hún fer með vísu eftir
Þorstein sem hann orti þegar hann
kom í Hlíðarendakot í síðasta sinn,
sem var þá aðþrengt vegna ágangs
Þverár.
Vinina fornu hef ég hitt,
hjörtun sem ég þekki.
Þverá tekur túnið mitt
en tryggðinni nær hún ekki.
Guðrún varð ekkja árið 2014, er
Árni lést eftir langvarandi veikindi.
„Síðustu árin voru Árna erfið og
hann gat ekki verið einn. Lasleik-
inn byrjaði með lungnaþembu sem
versnaði mikið við gosin í Eyjafjalla-
jökli, hann varð þá fastur við rúmið
og fór ekki aftur af stað. Svo bættust
Alzheimer og krabbi við,“ lýsir Guð-
rún og segir mann sinn þó hafa verið
heima allan tímann. „Við hjálpuð-
umst öll að við að gera honum það
kleift. Það kom svo mikið óöryggi
í hann með Alzheimernum að við
gátum ekki hugsað okkur að hann
færi annað og Gerður Guðrún var
hér heima síðasta árið hans.“
Spurð hvort hún hafi alltaf þekkt
Viðar á Hlíðarbóli svarar Guðrún:
„Já, hann var bara eins og hver
annar kunningi sem kom og redd-
aði ýmsu í sambandi við vélarnar.
Átta mánuðum eftir að Árni dó kom
hann hingað að hjálpa mér og þá
kviknaði eitthvað milli okkar. Hann
hafði verið í sambúð með konu en
þau skildu og við tókum saman en
erum með lögheimili hvort á sínum
bæ. Við höfum bæði gaman af að
ferðast og höfum gripið ódýr far-
gjöld og skellt okkur út fyrir land-
steinana öðru hvoru.“
Ekki kveðst Guðrún ætla að flytja
að Hlíðarbóli þegar Kotið selst. „Ég á
hlut í jörðinni Múlakoti,“ segir hún.
„Þar ætla ég að byggja mér hús. En
þegar atvinnumöguleikinn er farinn
þá verður maður einhvers staðar að
ná í pening til að lifa af. Það kostar
ekkert lítið að halda svona jörð,
bæði í vinnu og fasteignagjöldum.
Svo er að koma ljósleiðari og hann
kostar 300 þúsund á býli. Fyrirtæk-
inu Mílu eru seld notin fyrir önnur
300 þúsund. Sveitarsjóður greiðir
þetta allt fyrir íbúa þorpsins á Hvols-
velli en við sem búum í sveitunum
verðum að gjöra svo vel að borga.
Það getur varla staðist stjórnarskrá.
Við skulum svo ekki ræða póstþjón-
ustuna í hinum dreifðu byggðum.“
Tvær burstir af þremur standa enn á litla bænum sem Guðrún bjó í um tólf ára skeið með manni sínum og börnum. fréTTablaðið/ernir
hann var bara eins og
hver annar kunningi
sem kom og reddaði
ýmsu í sambandi við
vélarnar. Átta mÁnuð-
um eftir að Árni dó kom
hann hingað að hjÁlpa
mér og þÁ kviknaði
eitthvað milli okkar.
Vinina fornu hef ég hitt,
hjörtun sem ég þekki.
Þverá tekur túnið mitt
en tryggðinni nær hún ekki.
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Cocoa Mint 2000 umgjörð
kr. 12.900,-
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R22 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
5
6
-2
5
D
C
2
0
5
6
-2
4
A
0
2
0
5
6
-2
3
6
4
2
0
5
6
-2
2
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K