Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 27
Það er mikið sem við getum lært af þeim hér heima en líka fjölmargt sem við getum miðlað. Ég tók við nýju starfi sem vöru-markaðsstjóri (Director of Product Marketing) fyrir skýja- lausnir NetApp á heimsvísu um miðjan júní. Ég fæ þar mjög spenn- andi tækifæri í nýrri og ómótaðri stöðu að markaðssetja framtíð NetApp á ört vaxandi markaði skýjalausna. Það er mikill munur frá því að vinna í Greenqloud þar sem ég hafði mörg hlutverk, sem fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála og hafði auk þess yfirumsjón með lögfræðisviði,“ segir Soffía Theódóra Tryggvadóttir en hún fer fyrir markaðsteymi NetApp á Íslandi og í Bandaríkjunum sem er staðsett í fimm borgum. Soffía mótar og leiðir ‘go-to- mark et’ stefnu fyrir skýjalausnir (cloud products) fyrirtækisins en teymið vinnur meðal annars í samvinnu við Google, Amazon og Microsoft við að koma vörum fyrir- tækisins á framfæri í skýjaþjónust- um (public clouds) fyrirtækjanna. Aðspurð segir Soffía margt ólíkt með nálgun íslenskra fyrirtækja og bandarískra stórfyrirtækja í mark- aðsmálum. Meira fjármagni sé veitt til markaðsmála ytra en skapandi nálgun að markaðsmálum einkenni íslensk fyrirtæki þó meira. „Allt er stærra í sniðum úti og gríðarlegir fjármunir lagðir í mark- aðsmál og því engu minni ábyrgð lögð á markaðsdeildina en söluna um að ná tilætluðum árangri og sækja tilvonandi viðskiptavini. Það er mikið sem við getum lært af þeim hér heima en líka fjölmargt sem við getum miðlað og þá einkum þegar kemur að skilvirkni og nútímalegri og skapandi nálgun að viðfangs- efnum,“ segir Soffía. „Það er mín upplifun að það er meiri virðing borin fyrir markaðs- málum og mikilvægi þeirra í vel- gengni fyrirtækja í Bandaríkjunum en almennt hér heima og mun meira fjármagn lagt í markaðsmál í bandarískum fyrirtækjum. Með því að greina t.d. ársreikninga bæði NetApp og stórra fyrirtækja hér á landi má sjá eftirtektarverðan mun á hlutfalli tekna sem veitt er í markaðsmál úti versus hér heima, sem lítur út fyrir að skila sér í meiri framlegð á hvern starfsmann.” Soffía segir bakgrunn sinn úr sprotaumhverfinu á Íslandi nýtast vel í nýju starfi. Skýjalausnir séu tiltölulega ný áhersla innan NetApp og þar geti fyrirtækið vaxið hvað mest. Starfið sé umfangsmikið og afar spennandi tímar framundan. „Ég kem að sjálfsögðu inn með ákveðnar hugmyndir um breytingar en það tekur tíma að ná utan um umfang starfsins þar sem þetta er á allt öðrum skala en hérna heima og teymið mjög dreift. Eins og er þá er þetta eins og ‘að drekka úr bruna- slöngu’, magnið af þeim upplýsing- um sem ég þarf að viða að mér, en það er mér mikilvægt að komast vel inn í núverandi markmið, verkefna- stöðu og stefnu starfsmanna sem ég tek við til að geta komið með vel upplýsta stefnubreytingu. Komandi úr sprotaumhverfi þar sem taka þarf ákvarðanir og framkvæma hratt auk þess að hafa marga hatta þá skiptir skilvirkni, réttu vinnutólin og stuttar boð- leiðir miklu máli. Ég mun klárlega innleiða þær vinnuaðferðir meðal míns teymis og vonandi víðar innan NetApp,“ útskýrir Soffía. Starfs- hópurinn frá Greenqloud sé veruleg búbót fyrir NetApp. „Skýjalausnir er nýleg áhersla hjá NetApp en jafnframt helstu vaxtarmöguleikar fyrirtækisins. Þar höfum við sem heild frá Green- qloud komið inn sem leiðandi afl í að drífa áfram bæði vöruþróun og þekkingu á markhópnum sem NetApp hefur ekki stílað inn á áður og hvernig á að nálgast þennan hóp. Í framhaldi af stöðubreytingu minni hefur teymið mitt á Íslandi fengið leiðandi og mótandi störf hver á sínu sviði innan NetApp. Það eru því mjög spennandi tímar fram undan fyrir okkur á Íslandi.“ Markaðssetur framtíð NetApp Soffía Theódóra Tryggvadóttir er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnu­ mótun frá HÍ. Hún er nýr vörumarkaðsstjóri skýjalausna hjá NetApp á heimsvísu og vinnur með stórfyrirtækjum eins og Google, Amazon og Microsoft. Hún segir starfið gífurlega spennandi. Soffía Theódóra Tryggvadóttir vörumarkaðsstjóri. MYND/ÞÓRSTEINN Ég hef leitt hugbúnaðarteymið hér á Íslandi síðustu fjögur ár en var forritari í fimmtán ár þar á undan,“ segir Jón Arnar. „Áður en ég fór í stjórnunarstöðu vann ég í alls konar verkefnum, allt frá matvælavinnslu yfir í flugumferðarstjórn. Það skemmti- lega við þetta er að ég komst að því að forritun og stjórnun snúast í grunninn um það sama, góða samvinnu og að leysa verkefni.“ Hann segir að breytingar við sameiningu Greenqloud og NetApp hafi bæði verið miklar og ekki. „Eiginlega breyttist bæði allt og ekkert,“ segir hann. „Allt frá því að við fengum betri kaffivél yfir í að núna erum við að vinna með svo ótrúlega mörgum utan skrifstofunnar hér á Íslandi og mjög náið með teymum frá stór- fyrirtækjum eins og Microsoft og Google. Það var eiginlega stærsta breytingin, að fara úr því að eiga allan pakkann og yfir í að deila ábyrgðinni með öðrum aðilum. Á sama tíma breyttist ekkert því við lögðum mjög mikla áherslu á að halda fyrirtækjamenningunni okkar óbreyttri og því hvernig við vinnum. Jónsi hefur alltaf lagt mikla áherslu á heiðarleika og hreinskilni þannig að þegar við vorum í þessari Startup ferð okkar þá vissum við nákvæmlega hvernig fyrirtækinu gekk, hvað gekk vel og hvað gekk illa og við höfum haldið því áfram. Það er einna helst að skalinn hafi breyst og með stækkandi skala kemur aukin ábyrgð. Þegar við segjum einhverjar tímasetningar þá verðum við að standa við þær.“ Skyldi það hafa aukið álagið á kaffivélina? „Já, bæði og, þetta var álagstími, sérstaklega kringum söluna og sameiningarferlið sem er að ljúka núna en við vorum vel undirbúin fyrir það að vera keypt af svona fyrirtæki. Það sem er öðruvísi við hvernig NetApp vinnur miðað við mörg önnur fyrirtæki á Íslandi er að forritar- arnir þekkja vöruna alveg frá því að við búum hana til og þangað til hún er komin í rekstur. Það er miklu auðveldara að búa til vöru ef þú þekkir hana frá A-Ö.“ Helsta verkefni teymisins sem Jón Arnar leiðir er að búa til nýja vöru sem heitir Cloud Volumes og á að gagnast stærstu skýjafyrirtækjum heims. „Næstu árin stefnum við að auki á að þjónustuvæða vörur sem NetApp hefur hingað til selt til fyrirtækja,“ segir Jón Arnar. „Við viljum koma NetApp inn í skýið og selja þjónustu frekar en vöru sem fyrirtæki kaupa og eiga, aðgang frekar en eign.“ Teymi Jóns er í miklum sam- skiptum við stórfyrirtæki á heimsmælikvarða. „Við höfum sent og sendum fólk reglulega bæði til Microsoft og Google,“ segir hann og bætir við: „Það var skrýtið fyrst að fara inn á þennan vettvang en svo áttaði ég mig á því að fólkið okkar hérna stendur þeim sem eru úti fyllilega á sporði. Það er ástæða fyrir því að NetApp keypti þetta fyrirtæki og hún er starfsfólkið. Ég lít svo á að við vinnum með þessum fyrir- tækjum á jafningjagrundvelli, þeir eru stórir en við eigum fullt erindi til að sýna þeim hvernig hægt er að gera betur.“ Hann segir að NetApp hafi verið óskakaupandi að Green qloud. „NetApp er hugbúnaðarfyrirtæki sem skilur hvernig hlutirnir virka en á sama tíma höfum við getað fleytt rjómann af verkferlum þeirra. Við höfum stuðninginn af ferlunum en ráðum eftir sem áður hvernig við gerum hlutina og aðlögum okkar ferla í þeim mæli sem þarf enda var lagt upp með það frá byrjun að við myndum hafa áhrif á það hvernig NetApp þróast í framtíðinni.“ Fólkið okkar stendur þeim bestu fyllilega á sporði Jón Arnar Guð­ mundsson er framkvæmda­ stjóri hug­ búnaðarþróunar hjá NetApp Ice­ land en hann starfaði áður hjá Greenqloud í fjögur ár og þar áður sem for­ ritari í fjölbreytt­ um verkefnum. Jón Arnar Guðmundsson. MYND/ÞÓRSTEINN KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 7 . J ú l Í 2 0 1 8 NETApp á ÍSLANDI 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 6 -2 5 D C 2 0 5 6 -2 4 A 0 2 0 5 6 -2 3 6 4 2 0 5 6 -2 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.