Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Flestir muna eftir Elínu Sif úr söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015 þar sem hún heill- aði alla upp úr skónum, sextán ára gömul og ein á sviðinu með gítarinn. „Ég hafði alltaf mjög gaman af tónlist, mamma er tónlistarkennari og það var alltaf mikil tónlist heima, en mér fannst ekki gaman í tón- listarnámi og það var ekki fyrr en ég hætti í ballett þegar ég var fimmtán ára og þurfti skapandi útrás að ég fékk aftur áhuga á tónlistinni, upp- götvaði gítarinn og fór að semja,“ segir hún. „Fyrsta lagið sem ég samdi var held ég án gríns lagið „Í kvöld“ sem ég sendi í Söngvakeppni Sjónvarps- ins 2015. Ég var svo spennt fyrir því að ég ákvað að senda það án þess að segja pabba og mömmu frá því. Svo var lagið valið inn í keppnina og þegar ég var sextán ára var ég komin í úrslit.“ Hún segir athyglina sem fylgdi þátttökunni hafa verið krefjandi. „Mamma og pabbi pössuðu mjög mikið upp á að ég væri ekki of mikið í fjölmiðlum og svoleiðis. Svo er þetta bara litla Ísland og takmörk fyrir því hvað svona getur orðið stórt,“ segir hún en bætir við: „En mér fannst athyglin óþægileg, ég fékk ekki þetta kikk út úr keppninni sjálfri nema bara fyrst og uppgötvaði að mig langaði ekki til að gera þetta aftur. Ég var líka busi í menntaskóla og var hrædd um að þetta myndi lita alla menntaskólagöngu mína. En svo gerðist það ekkert.“ Ný plata með Náttsól Þátttakan í söngvakeppninni færði Elínu Sif hins vegar ýmis tækifæri. „Guðrún Ólafsdóttir og Hrafn- hildur M. Ingólfsdóttir í hljóm- sveitinni Náttsól sáu mig til dæmis þar. Þær voru nýbúnar að stofna hljómsveitina og vantaði þriðja meðliminn og höfðu samband,“ segir Elín. „Við vorum hluti af list- hópum Hins hússins þetta sumar þar sem við vorum að vinna með lög eftir íslenskar konur. Lagið Hyperballad eftir Björk gekk svo vel að við ákváðum að taka þátt í söngvakeppni MH veturinn eftir sem leiddi svo til Söngkeppni fram- haldsskólanna sem við unnum. Í kjölfarið fórum við svo til Istanbúl og tókum þátt í alþjóðlegri söng- keppni þar sem við unnum líka og þetta var mikið ævintýri. Eftir þetta höfum við verið að semja og erum að klára plötu sem vonandi kemur út bráðum.“ Óþekkjanleg í Lof mér að falla Náttsól var ekki eina ævintýrið sem Söngvakeppnin færði Elínu en hún fer með annað aðalhlutverkið í mynd Baldvins Z Lof mér að falla sem verður frumsýnd í haust. „Baldvin sá mig líka í Söngva- keppninni og bað mig að koma í prufur fyrir sjónvarpsþáttaröðina Réttur og ég fékk smáhlutverk þar þó ég hafi ekki verið með neina leikreynslu nema bara úr Hlíða- skóla,“ segir Elín. „Svo boðaði hann mig aftur í prufur fyrir Lof mér að falla og var greinilega ánægður með mig og treysti mér til að fara með þetta hlutverk. Persónan sem ég leik heitir Magnea, venjuleg stelpa sem kynnist stelpu sem heitir Stella og heillast algerlega af henni og heiminum sem hún lifir og hrærist í, sem er mjög hættulegur. Þetta er ástarsaga og neyslusaga en líka mjög hreinskilin og raunveruleg saga um allar hliðarnar á því að lifa svona lífi.“ Mótleikkona Elínar heitir Eyrún Björk Jakobsdóttir en þær voru saman í grunnskóla. „Ég held að bæði ég og Eyrún höfum þurft að hafa mikið fyrir því að koma Elín Sif er lagasmiður, söngkona og leikkona sem sendi frá sér nýtt lag á dögunum, Make you feel better. MYND/ÞÓRSTEINN Elín Sif, Baldvin Z og Eyrún Björk við tökur á Lof mér að falla. MYND/STEFÁN Elín Sif var sextán ára þegar lagið hennar Í kvöld komst í undanúrslit í Söngva- keppni Sjónvarpsins árið 2015. MYND/ERNIR Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is okkur í hlutverk Magneu og Stellu. Þegar við vorum á leið til Barce- lona í tökur horfði Baldvin á okkur í flugvélinni og ætlaði ekki að trúa því að við værum leikkonurnar í myndinni hans. Mér finnst ég hálf óþekkjanleg í þessari mynd.“ Elín var í ár að undirbúa sig fyrir tökurnar og finnst það hafa verið óraunverulegur en mjög skemmti- legur tími. „Mér finnst stundum eins og þetta hafi ekki gerst og fáránlegt að myndin sé tilbúin og að hún verði frumsýnd bráðum. Ég fékk að vinna með landsliðinu í kvikmyndagerð, Baldvini og öllu fólkinu sem kom að tökunum og það er mikill heiður.“ Hún segir kvikmyndagerð heilla eftir þessa reynslu. „Ég hef klárlega uppgötvað áhuga minn á leiklist og er mjög heilluð af heiminum kringum kvik- myndagerð og öllum kvikmynda- iðnaðinum,“ segir hún. „Ég væri alveg til í að prófa að gera eitthvað fleira kringum kvikmyndir, semja tónlist, skrifa handrit, framleiða … allt bara.“ Að láta sér líða betur Elín Sif lauk stúdentsprófi um ára- mótin meðfram tökum á myndinni, og segir að haustið verði helgað tónlistinni að mestu. „Ég hef verið að semja ótrúlega mikið af tónlist í svolítinn tíma núna en hef ekki látið verða af því að gefa mikið út. Mig langar að taka tíma í að leggja lokahönd á nokkur lög og gefa þau út því það gerist víst ekki af sjálfu sér. Þannig að það er planið mitt í haust að leggja áherslu á tónlistina og sjá hvernig gengur.“ Eitt lag er þegar komið í spilun en það kom út á dögunum. „Lagið heit- ir Make you feel better og ég samdi það með kærastanum mínum, Reyni Snæ. Það fjallar um það að leyfa ekki einhverjum að takmarka þig heldur gera allt eftir sinni sannfæringu og vera samkvæmur sjálfum sér. Mér finnst þetta vera svona peppandi sumarlag.“ Í sumar vinnur Elín í skapandi sumarstörfum hjá Hinu húsinu og er því á ferðinni með gítarinn um allan bæ. „Ég sótti um að fá að vinna í minni eigin tónlist og æfa mig að flytja hana þannig að ég er mikið að spila á elliheimilum sem er mjög góð æfing og svo er ég líka að spila úti á götu,“ segir hún. „Í frítímanum stunda ég félagslíf eða spila á gítar. Mér finnst mjög gaman að ljós- myndun og fer stundum í göngu- túra og tek myndir. En ef ég vil slaka á eða dreifa huganum, þá gríp ég alltaf í gítarinn.“ Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum. Virkar vel gegn þynnku 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana www.artasan.is Morgundagurinn verður betri með After Party Náttúruleg lausn við timburmönnum Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . J Ú L Í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 5 6 -0 D 2 C 2 0 5 6 -0 B F 0 2 0 5 6 -0 A B 4 2 0 5 6 -0 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.