Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 56

Fréttablaðið - 07.07.2018, Síða 56
Tónlistin er samt enn stór partur þótt fiðlan sé tekin út því ég spila á gítar og píanó í frítímanum og er mikill sturtusöngvari. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . j ú L í 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R Skemmtilegar og frumlegar útsetningar á þekktum popp- og rokklögum eru á efnisskrá Baldurs Viggóssonar Dýrfjörð, 18 ára nemanda í klassískum fiðlu- leik, sem kemur fram á þrennum tónleikum í Hörpu þessa dagana. Fyrstu tónleikarnir voru í gær, föstudag, og þeir næstu verða kl. 17 í dag við veitingastaðinn Smur- stöðina, sem er til húsa á fyrstu hæð Hörpu. Baldur hefur stundað nám í klassískum fiðluleik frá barnsaldri en hefur undanfarin misseri farið út fyrir klassíska boxið og komið fram víða á höfuðborgarsvæðinu og skemmt gestum og gangandi með skemmtilegum og frumlegum útsetningum á popp-, rokk- og djasstónlist fyrir fiðlu. Með gott tóneyra Aðspurður hvenær hann hafi byrjað að fikta við popp-, rokk- og djassútsetningar segist Baldur alltaf hafa verið með gott tóneyra og því átt auðvelt með að pikka upp laglínur og spila þær á fiðluna. „Þau lög sem maður heyrir nú til dags eru miklu minna klassísk verk eftir löngu dauða karla og meira bara slagarar í útvarpinu. Svo ég hef alltaf í rauninni verið að spila ein- hver popp lög líka.“ Eftir að hafa spilað djass á þematónleikum í tónlistarskóla með gítarleikara og trommara segist hann hafa byrjað að prófa sig áfram. „Fyrst með lögum með undirspili sem ég fann á netinu en svo fór ég að fylgjast með öðrum fiðluleikurum sem hafa verið í sams konar útsetningum og hóf að herma eftir þeim. Þá sá ég að hægt var að gera ýmsar útgáfur betri eða skemmtilegri og áður en ég vissi af var ég farinn að þróa mínar eigin útsetningar á lögum og púsla saman undirspili sjálfur.“ Marglaga lög Í sumar segist hann hafa unnið mikið með „loop-pedal“ sem virki þannig að hann tekur upp laglín- una og endurtekur hana svo aftur eins og oft og hann vill. „Svo er hægt að byggja ofan á hana mörg lög af stefjum og á endanum hljómar allt eins og undirspil. Í mínu tilfelli er það eins og það séu margar fiðlur að spila í einu. Ef ég vil spila lag með „loop-pedalnum“ þarf lagið helst að endurtaka sömu 4/8 hljómana aftur og aftur í gegnum lagið. Svo þarf ég að brjóta hljómana niður í einstaka nótur og rytmann á þeim til að lagið hljómi eins og ég hef ímyndað mér það. Einnig nota ég fiðluna og hljóðnemann sem ásláttarhljóð- færi til að líkja eftir trommum svo undirspilið fái breiðari og skýrari vídd.“ Mikil fjölbreytni Meðal laga á efnisskránni er Wicked Game eftir Chris Isaak en sú útgáfa var unnin í samstarfi með Götuleikhúsi Reykjavíkur. Lagið var frumflutt í Ráðhúsi Reykjavíkur síðasta föstudag þar sem flytjendur voru klædd í búninga. „Krakkarnir í Götuleikhúsinu voru með ótrúlega fallega kóreógrafíu í kringum mig á meðan ég spilaði en þar notast ég einmitt við „loop-pedalinn“. Ég mun notast mest við hann á þessum þrennum tónleikum og þar af leiðandi verða lögin öll annað- hvort popp eða rokk en ekki djass eða blús. Mér þykir það líka bara skemmtilegast enda fanga þau lög meiri athygli. Bara einhver strákur að spila á fiðlu með hljóðnema sem tengist fullt af framandi tækjum og tólum.“ Meðal annarra laga nefnir hann fallega útgáfu af Hallelujah eftir Leonard Cohen. „Svo tek ég nánast alltaf Smooth Criminal með Mich- ael Jackson þegar ég kem fram og auðvitað Thunderstruck með AC/DC en það er alltaf jafn mikill sjarmi yfir því lagi og skemmtileg orka í kringum það.“ Syngur í sturtu Utan fiðlunnar stundar Baldur nám við Menntaskólann í Hamra- hlíð og segist elska kaffi. „Ég vinn líka sem þjónn og barþjónn auk þess að vera einn af listhópum Hins hússins í sumar þar sem ég fæ listrænu útrásina í fiðlustússinu. Tónlistin er samt enn stór partur þótt fiðlan sé tekin út því ég spila á gítar og píanó í frítímanum og er mikill sturtusöngvari, öðrum fjöl- skyldumeðlimum til lítillar gleði. Svo kann ég auðvitað að meta góða sjónvarpsþætti og síminn er aldrei langt undan.“ Árið 2016 tók Baldur þátt í Ísland got talent sem hann segir hafa verið ótrúlega góða reynslu. „Þá fyrst átt- aði ég mig á því að fólk í raun naut þess að hlusta á það sem ég var að spila. Það gaf mér mikilvægt sjálfs- traust sem hvatti mig til að sinna þessu betur. Svo var ég auðvitað að vinna með algjörum fagmönnum í bransanum og síðast en ekki síst eignaðist ég vini sem mér þykir ótrúlega vænt um.“ Hann segist lengi hafa stefnt á að taka upp og gefa út tónlistar- myndbönd við eitthvað af því efni sem hann hefur verið að vinna við undanfarið. „En tíminn flýgur frá mér og brátt byrjar skólinn og allt ruglið sem fylgir honum. Svo er ég með hræðilega fullkomnunar áráttu í kringum það sem ég gef út og það hjálpar ekki til. En ég stefni þó á að gera það fljótlega.“ Tónleikarnir í dag hefjast kl. 17 og þeir þriðju verða miðvikudaginn 11. júlí kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Strákur, fiðla og framandi tæki Fiðlunemandinn Baldur Viggósson Dýrfjörð fer út fyrir klassíska boxið á tónleikum í Hörpu í dag og næsta miðvikudag. Þar flytur hann m.a. lög eftir Chris Isaak, Michael Jackson og AZ/DC. „Áður en ég vissi af var ég farinn að þróa mínar eigin útsetningar á lögum og púsla saman undirspili sjálfur,“ segir Baldur Viggósson Dýrfjörð, sem heldur tónleika í Hörpu í dag. MYND/SIGTRYGGUR ARI 0 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 8 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 6 -3 E 8 C 2 0 5 6 -3 D 5 0 2 0 5 6 -3 C 1 4 2 0 5 6 -3 A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.