Fréttablaðið - 07.07.2018, Blaðsíða 78
Ég spila á barokk-
selló, eyjólfur og
björk spila á langspil og
öll syngjum við meira og
minna.
Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir
börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í fyrsta sinn í apríl 2019.
Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem
hann ákveður að starfa með. Þriggja manna dómnefnd metur verkin. Sé dóm-
nefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún
telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður
það árið.
Handritum skal skila undir dulnefni, en nafn og heimilisfang höfundar fylgi í
lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 20. janúar.
Utanáskrift:
Bókmenntaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá vorinu 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar
Helgadóttur veitt árlega að vori. Guðrún er einn vinsælasti og virtasti barnabókahöf-
undur landsins og um leið og hún er heiðruð með þessum hætti stuðla verðlaunin að
nýsköpun í greininni og styðja við barnabókmenntir á Íslandi.
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Veittir verða
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunarreglur
og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í september
Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árinu 2018
Umsóknarfrestur er til miðnættis 20. ágúst 2018
Opnað verður
fyrir umsóknir
í myndlistarsjóð
9. júlí
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari er í hópi þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Sönghátíð í Hafnarborg. Hátíðin hefst í dag, 7. júlí,
og stendur til 15. júlí. Sjö tónleikar
verða á hátíðinni þar sem fjörutíu
tónlistarmenn koma fram og fimm
námskeið verða haldin. Dagskrána
má sjá á songhatid.is.
Steinunn mun ásamt Eyjólfi Eyj
ólfssyni og Björk Níelsdóttur koma
fram á tónleikunum Baðstofu
barokk miðvikudaginn 11. júlí. Þar
munu þau sameina kvöldvökur bað
stofanna og tónlistarflutning evr
Hirðtónar mæta
baðstofutónum
steinunn arnbjörg stefánsdóttir selló-
leikari er meðal flytjenda á sönghátíð í
Hafnarborg. sogaðist að barokktónlist.
„Ég sogaðist að henni eins og fiskifluga að signum fiski,“ segir Steinunn um áhugann á barokktónlist. FrÉttablaðið/auðunn
ópskrar hirðmenningar með söng
og leik á langspil og barokkselló.
barón Þórarins
„Það er meiri baðstofutónn í þessu
en hirðtónn,“ segir Steinunn. „Eyj
ólfur hafði lesið Baróninn eftir Þór
arin Eldjárn og þar er lýsing á því
þegar barón spilar á selló hjá Reyk
víkingum á 19. öld. Eyjólfur fór að
velta fyrir sér hvernig það hefði
verið ef einhver hefði komið með
selló inn í baðstofuna og bóndinn
eða bóndakonan farið að spila með
á langspilið sitt. Þetta er útfærsla á
þeirri hugmynd. Ég spila á barokk
selló, Eyjólfur og Björk spila á lang
spil og öll syngjum við meira og
minna.“
Lögin sem flutt verða eru blanda
af gömlum lögum og frumsömdum.
„Það má kalla þetta nýþjóðlagatón
list,“ segir Steinunn. „Við höfum öll
verið að semja okkar eigin lög við
ljóð eftir Pál Ólafsson, Eggert Ólafs
son, sjálfa mig og fleiri, sem við
flytjum á tónleikunum. Svo erum
við með útsetningar á fimm söng
lögum eftir Jórunni Viðar en sum
sönglaga hennar eru með þjóð
legum tóni. Jórunn samdi lögin með
píanóundirleik en við höfum útsett
þau á langspil og selló.“
Hugar að bók
Steinunn hefur leikið á selló frá
fjögurra ára aldri. Hún býr í Frakk
landi og leikur með barokkhópum
og hljómsveitum þar í landi. Hún er
spurð hvað henni þyki svo heillandi
við barokktónlist. „Ég held að mér
hafi bara þótt hún skemmtileg. Ég
fór að sérhæfa mig í henni þegar
ég var í tónlistarnámi í París. Ég
sogaðist að henni eins og fiskifluga
að signum fiski,“ segir hún. „Í tón
listarheiminum er barokkdeildin
orðin nokkuð stór, þannig að hún
hrífur greinilega nútímamanninn á
einhvern hátt.“
Steinunn er ekki einungis tón
listarkona því hún hefur fengist
þó nokkuð við að yrkja. Hún hefur
sent frá sér eina ljóðabók, USS, sem
kom út árið 2016. Hún segir að það
brenni á sér að gefa út aðra bók.
Steinunn kemur reglulega til Íslands
og segir: „Ég er heimakær en ég hef
ekki komið mér að því almenni
lega að flytja heim, þótt ég sé alltaf
að velta mér upp úr því hvað mig
langi mikið til þess. Frekar skrýtið
háttalag!“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
Íslensk tónlist með sérstakt vægi
til að halda upp á aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands er
íslenskri tónlist gefið sérstakt vægi á Sönghátíðinni í Hafnarborg, en
á lokatónleikum hátíðarinnar Fullveldi 1918-2018 sunnudaginn 15.
júlí flytja Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Ásta Marý
Stefánsdóttir, Ástríður alda Sigurðardóttir og Francisco Javier Jáuregil
hápunkta íslenskrar söngsögu síðustu hundrað ára.
Á opnunartónleikum hátíðarinnar 8. júlí flytur barokkhópurinn
Symphonia angelica tónlist eftir Händel, Monteverdi og fleiri.
Cantoque Ensemble flytur útsetningar tólf íslenskra tónskálda á
íslenskum þjóðlögum 10. júlí.
Eyjólfur Eyjólfsson, björk níelsdóttir og Steinunn arnbjörg
Stefánsdóttir koma fram á tónleikum 11. júlí, eins og sagt er frá annars
staðar á síðunni.
Kristinn Sigmundsson og nemendur á masterclass námskeiði hans á
hátíðinni halda tónleika 12. júlí við píanóleik Matthildar Önnu Gísla-
dóttur.
Olga Vocal Ensemble frá Hollandi flytur 13. júlí dagskrána it’s a
Woman’s World, þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui í Dúó
atlantica og bára Grímsdóttir og Chris Foster í Funa flytja íslensk, ensk,
írsk og skosk þjóðlög á Fjölskyldutónleikum 14. júlí, þar sem börn í
söng- og tónlistarnámskeiðum hátíðarinnar koma einnig fram.
7 . j ú l í 2 0 1 8 l A U G A R D A G U R38 m e n n i n G ∙ F R É T T A B l A ð i ð
menning
0
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
8
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
5
6
-1
B
F
C
2
0
5
6
-1
A
C
0
2
0
5
6
-1
9
8
4
2
0
5
6
-1
8
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
8
8
s
_
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K